Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans og Magnús Arnar Arngrímsson, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hans, voru allir sýknaðir í Landsrétti í dag í svokölluðu Aurum-máli.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Lárus og Magnús seka í nóvember 2016 en sýknað Jón Ásgeir.
Hægt er að lesa dóm Landsréttar í heild sinni hér.
Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna kaup FS38, eignarlaust félag í eigu Pálma Haraldssonar, á 25,7 prósent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Holding Limited.
Lárus og Magnús Arnar voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingarinnar til FS38 en Jón Ásgeir var ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum.