Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum sögðust hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum í nýrri könnun MMR. Tæp 41 prósent sögðust vera mjög hlynnt banni á plastpokum, 61 prósent kváðust hlynnt því á miðið 21 prósent svarenda sögðust vera andvíg banni á einnota plastpokum í verslunum og aðeins 9 prósent kváðust mjög andvíg.
Stuðningsfólks hægri flokkana andvígara banninu
Þegar skoðaður er munur eftir stjórnmálaflokkum þá sést að stuðningsfólk vinstri flokkana er mun hlynntari banninu en stuðningsfólk hægri flokka. Stuðningsfólks Samfylkingarinnar hlynntust banninu á plastpokum eða 71 prósent, næstir eru Píratar með 69 prósent hlynnt banninu og Vinstri grænir þar með 64 prósent.
Andstaða við plastapokabann reyndist mest á meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins, alls þriðjungur voru andvíg og 11 prósent mjög andvíg. Þá kváðust 28 prósent stuðningsfólks Viðreisnar og síðan voru 27 prósent stuðningsfólks Framsóknar einnig andvíg banninu. Af stuðningsfólki Flokk fólksins voru 27 prósent andvíg banninu.
Auglýsing
Tekjulægra fólk hlynntari banninu en það tekjuhærra
Konur voru líklegri en karlar til að vera hlynntir banninu, 69 prósent á miðað við 54 prósent karla. Andstaða við bann á einnota plastpokum jókst í takt við hækkandi aldur. Yngsti aldurshópur svarenda voru líklegastir allra aldurshópa til að vera fylgjandi banninu eða 67 prósent. Andstaða við bannið jókst í takt við hækkandi aldur.
Af þeim sem lokið höfðu háskólamenntun kváðust 67 prósent vera fylgjandi banni, samanborið við 60 prósent þeirra með framhaldsskólamenntun og 56 prósent þeirra með grunnskólamenntun.
Andstaða við plastpokabann reyndist meiri hjá þeim tekjuhæstu en þeim tekjulægri. Af þeim með milljón eða meira í heimilistekjur kváðust 27 prósent vera andvíg plastpokabanni. Þá kváðust 57 prósent þeirra með milljón eða meira í heimilistekjur vera fylgjandi banni, samanborið við 63 prósent þeirra með heimilistekjur undir 400 þúsund krónum.
-