Fáir vilja vera á leigumarkaði á Íslandi í dag eða aðeins 8 prósent leigjenda. Langflestir leigjendur vilja búa í eigin húsnæði, 86 prósent. Þrátt fyrir að nærri allir leigjendur vilji búa í eigin húsnæði þá telja aðeins 40 prósent leigjenda öruggt eða líklegt að þeir kaupi sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um húsnæði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar á viðhorfi leigjenda á Íslandi sem unnin var af Zenter, að frumkvæði hagdeildar Íbúðalánasjóðs.
Meirihluti leigjenda er á leigumarkaðnum af nauðsyn en ástæða þess að leigjendur telji ekki líklegt að þeir kaupi sitt eigið húsnæði næst þegar þeir skipta um húsnæði var af því þeir eiga ekki efni á því algengasta ástæðan. Næst algengasta svarið var að þeir ættu ekki fyrir útborgun og að fasteignaverð væri of hátt.
Leiguverð hefur hækkað um 90 prósent á 7 árum
Leiguverð hefur hækkað um 90 prósent síðan reglulegar mælingar á leiguverði hófust árið 2011 en á sama tíma hefur íbúaverð tvöfaldast og laun hækkað um 74 prósent.
Þegar rýnt var í það hvar fólk leigir kemur í ljós að mikill meirihluti leigir af einstaklingum á almennum markaði, eða alls 35 prósent. Tæpur fjórðungur hjá leigir af ættingjum og vinum og 16 prósent leigir af einkareknum leigufélagi.
Rúmlega 20 prósent leigjenda á Íslandi telja frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt og þeir sem leigja á almennum markaði telja það líklegri. Þetta kemur fram í nýjustu viðhorfskönnun Íbúðarlánasjóðs sem kom út í dag. Í niðurstöðum könnunarinnar kom einnig fram að leigjendur hafa að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu 10 árum og 1,6 sinnum á síðustu 3 árum. Þeir sem eru með lægstu leiguna hafa flust oftast.
Leigumarkaðurinn
Leigumarkaðurinn á Íslandi telur um 30.000 heimili og á honum eru um 16–18 prósent landsmanna 18 ára og eldri.
Meirihluti leigjenda er yngri en 35 ára. Fjölmennasta aldurshópurinn er 25 til 34 ára og heimilstekjur meirihluta leigjenda er á bilinu 250 til 800 þúsund kr. á mánuði.
Staða leigjenda verri.
Árið 2016 var hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað meðal húsnæðiseigenda aldrei verið jafn lágt síðan 2004. Munurinn á hlutfalli þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað eftir búsetuformi hefur aukist frá 2008 og er þessi niðurstaða vísbending um að staða leigjenda sé verri en staða húsnæðiseigenda
Aðeins 57 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi á miðað við 94 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. En 21 prósent leigjenda telur það frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt en 32 prósent leigjenda sem búa á almennum markaði telja það líklegt.
Framboð af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar einstaklingum eða fjölskyldum þykir lítið, 79 prósent leigjenda voru sammála um það.
Þriðjungur leigjenda greiða meira en helming ráðstöfunartekna sinna í leigu
Leigjendur voru spurðir hversu háa fjárhæð þeir
greiddu fyrir leigu í júnímánuði 2018. Í ljós kom
að meðalleigufjárhæðin er 142.620 kr. á mánuði og
nánast óbreytt milli ára. Þriðjungur leigjenda telja sig greiða meira en helming ráðstöfunartekna í leigu sem er nokkurn veginn sama hlutfall og fyrir ári síðan. Leigjendur sjá fáa kosti við að leigja, 72 prósent segja helstu gallana við að leigja vera háaleigu.