Kara Connect, íslenska hugbúnaðarfyrirtækið, vann „People's Choice Award“ á Nordic Startup Awards í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Nordic Startup Awards eru verðlaun norrænna sprotafyrirtækja.
Kara er rafræn skrifstofa fyrir sérfræðinga sem veita hjálp, meðferð eða þjónustu í mennta- , velferðar- og heilbrigðisgeiranum. Samkvæmt heimasíðu Kara er markmiðið að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga. Skjólstæðingar geta sótt meðferð eða þjálfun sem sérfræðinga veita í gegnum öruggan og einfaldan fjarfundarbúnað og sérfræðingar fá að auki aðgang að vinnusvæði sem sinnir bókunum, dagatali, vefmyndbúnaði og fjármálaumsýslu.
Kara Connect var tilnefnd í þremur flokkum á Nordic Startup Awards; „Startup of the Year“, „Best Health Care Startup“ og Þorbjörg Helga sem er stofnandi fyrirtækisins var tilnefnd sem „Founder of the Year“.
Sproti ársins á Íslandi
Kara Connect hafði áður unnið sproti ársins á íslensku verðlaununum í frumkvöðlakeppni Nordic Startup Awards sem veitt voru í Ægisgarði í september. Á þeim verðlaunum var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir einnig valin fjárfestir ársins.
Auglýsing