Búast má við hækkun á fargjöldum hjá Icelandair

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Forstjóri flugfélagsins segir að búast megi við að fargjöld hækki í takt við hækkanir á olíuverði.

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

For­stjóri Icelanda­ir Group ­seg­ist ekki trúa öðru en að far­gjöld muni hækka í takt við hækk­anir á olíu­verði. Sam­kvæmt Boga Nils Boga­son, sem sett­ist tíma­bundið í for­stjóra­stól félags­ins í kjöl­far brott­hvarfs Björg­ólfs Jóhanns­sonar í ágúst, þurfa flug­fé­lög til lengri tíma litið að selja flug­æsti á hærra verði en það kostar að fram­leiða þau. Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­u­m. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og fjár­mál, í dag.

Hagn­að­ur­ Icelanda­ir eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) var 115 millj­­ónir dala, um 14 millj­­arðar króna, á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er vana­­lega sterkasti árs­fjórð­ung­­ur­inn í rekstri félags­­ins, enda nær hann yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Það eru umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelanda­ir var með á sama árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hann var 156 millj­­ónir dala, eða tæp­­lega 19 millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Um er að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins var greint frá því að fjár­festar tóku vel í upp­gjör félags­ins fyrir þriðja árs­fjórð­ung, sem birt var eftir lokun mark­aða á þriðju­dag, en til marks um það ruku hluta­bréf í félag­inu upp um 7,4 pró­sent í verði í 530 millj­óna króna við­skiptum í gær. Sam­kvæmt El­vari Inga ­Möll­er, sér­fræð­ingi hjá grein­ing­ar­deild ­Arion ­banka, eru skila­boð félags­ins sú að þau hafi tek­ist að leið­rétta þann vanda í leiða­kerf­in­u ­sem olli misvægi á milli flug­fram­boðs á til­ ­Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur- Amer­íku hins vegar og að á næsta ári verð­i misvæg­ið á bak og burt.

Auglýsing

Félagið að ná tökum á inn­ri ­vanda­mál­um 

Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vanda­mál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíu­verði og flug­far­gjöld­um, hafa lítið breyst til hins betra að und­an­förnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vanda­mál­unum og að þau ættu bráð­lega að vera úr sög­unni. Skila­boðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raun­ger­ist.“ Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins þá er Icelanda­ir Group að vinna að því að bæta tekju­stýr­ing­ar­leiðir sínar og leita leiða til hag­ræð­ing­ar, svo sem með betri nýt­ingu á starfs­kröftum og auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu . 

„Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­um. Nán­ast hver ein­asti for­stjóri flug­fé­lags í Evr­ópu hefur sagt að far­miða­verð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort fram­boðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verð­hækk­anir muni koma niður á eft­ir­spurn­inni og nýt­ing­u,“ segir Sveinn Þór­ar­ins­son, ­grein­anda í hag­fræði­deild Lands­bank­ans í sam­tali við Mark­að­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent