Búast má við hækkun á fargjöldum hjá Icelandair

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Forstjóri flugfélagsins segir að búast megi við að fargjöld hækki í takt við hækkanir á olíuverði.

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

For­stjóri Icelanda­ir Group ­seg­ist ekki trúa öðru en að far­gjöld muni hækka í takt við hækk­anir á olíu­verði. Sam­kvæmt Boga Nils Boga­son, sem sett­ist tíma­bundið í for­stjóra­stól félags­ins í kjöl­far brott­hvarfs Björg­ólfs Jóhanns­sonar í ágúst, þurfa flug­fé­lög til lengri tíma litið að selja flug­æsti á hærra verði en það kostar að fram­leiða þau. Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­u­m. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og fjár­mál, í dag.

Hagn­að­ur­ Icelanda­ir eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) var 115 millj­­ónir dala, um 14 millj­­arðar króna, á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er vana­­lega sterkasti árs­fjórð­ung­­ur­inn í rekstri félags­­ins, enda nær hann yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Það eru umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelanda­ir var með á sama árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hann var 156 millj­­ónir dala, eða tæp­­lega 19 millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Um er að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins var greint frá því að fjár­festar tóku vel í upp­gjör félags­ins fyrir þriðja árs­fjórð­ung, sem birt var eftir lokun mark­aða á þriðju­dag, en til marks um það ruku hluta­bréf í félag­inu upp um 7,4 pró­sent í verði í 530 millj­óna króna við­skiptum í gær. Sam­kvæmt El­vari Inga ­Möll­er, sér­fræð­ingi hjá grein­ing­ar­deild ­Arion ­banka, eru skila­boð félags­ins sú að þau hafi tek­ist að leið­rétta þann vanda í leiða­kerf­in­u ­sem olli misvægi á milli flug­fram­boðs á til­ ­Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur- Amer­íku hins vegar og að á næsta ári verð­i misvæg­ið á bak og burt.

Auglýsing

Félagið að ná tökum á inn­ri ­vanda­mál­um 

Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vanda­mál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíu­verði og flug­far­gjöld­um, hafa lítið breyst til hins betra að und­an­förnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vanda­mál­unum og að þau ættu bráð­lega að vera úr sög­unni. Skila­boðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raun­ger­ist.“ Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins þá er Icelanda­ir Group að vinna að því að bæta tekju­stýr­ing­ar­leiðir sínar og leita leiða til hag­ræð­ing­ar, svo sem með betri nýt­ingu á starfs­kröftum og auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu . 

„Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­um. Nán­ast hver ein­asti for­stjóri flug­fé­lags í Evr­ópu hefur sagt að far­miða­verð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort fram­boðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verð­hækk­anir muni koma niður á eft­ir­spurn­inni og nýt­ing­u,“ segir Sveinn Þór­ar­ins­son, ­grein­anda í hag­fræði­deild Lands­bank­ans í sam­tali við Mark­að­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent