Búast má við hækkun á fargjöldum hjá Icelandair

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Forstjóri flugfélagsins segir að búast megi við að fargjöld hækki í takt við hækkanir á olíuverði.

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

For­stjóri Icelanda­ir Group ­seg­ist ekki trúa öðru en að far­gjöld muni hækka í takt við hækk­anir á olíu­verði. Sam­kvæmt Boga Nils Boga­son, sem sett­ist tíma­bundið í for­stjóra­stól félags­ins í kjöl­far brott­hvarfs Björg­ólfs Jóhanns­sonar í ágúst, þurfa flug­fé­lög til lengri tíma litið að selja flug­æsti á hærra verði en það kostar að fram­leiða þau. Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­u­m. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og fjár­mál, í dag.

Hagn­að­ur­ Icelanda­ir eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) var 115 millj­­ónir dala, um 14 millj­­arðar króna, á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er vana­­lega sterkasti árs­fjórð­ung­­ur­inn í rekstri félags­­ins, enda nær hann yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Það eru umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelanda­ir var með á sama árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hann var 156 millj­­ónir dala, eða tæp­­lega 19 millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Um er að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins var greint frá því að fjár­festar tóku vel í upp­gjör félags­ins fyrir þriðja árs­fjórð­ung, sem birt var eftir lokun mark­aða á þriðju­dag, en til marks um það ruku hluta­bréf í félag­inu upp um 7,4 pró­sent í verði í 530 millj­óna króna við­skiptum í gær. Sam­kvæmt El­vari Inga ­Möll­er, sér­fræð­ingi hjá grein­ing­ar­deild ­Arion ­banka, eru skila­boð félags­ins sú að þau hafi tek­ist að leið­rétta þann vanda í leiða­kerf­in­u ­sem olli misvægi á milli flug­fram­boðs á til­ ­Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur- Amer­íku hins vegar og að á næsta ári verð­i misvæg­ið á bak og burt.

Auglýsing

Félagið að ná tökum á inn­ri ­vanda­mál­um 

Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vanda­mál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíu­verði og flug­far­gjöld­um, hafa lítið breyst til hins betra að und­an­förnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vanda­mál­unum og að þau ættu bráð­lega að vera úr sög­unni. Skila­boðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raun­ger­ist.“ Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins þá er Icelanda­ir Group að vinna að því að bæta tekju­stýr­ing­ar­leiðir sínar og leita leiða til hag­ræð­ing­ar, svo sem með betri nýt­ingu á starfs­kröftum og auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu . 

„Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­um. Nán­ast hver ein­asti for­stjóri flug­fé­lags í Evr­ópu hefur sagt að far­miða­verð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort fram­boðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verð­hækk­anir muni koma niður á eft­ir­spurn­inni og nýt­ing­u,“ segir Sveinn Þór­ar­ins­son, ­grein­anda í hag­fræði­deild Lands­bank­ans í sam­tali við Mark­að­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent