Búast má við hækkun á fargjöldum hjá Icelandair

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Forstjóri flugfélagsins segir að búast megi við að fargjöld hækki í takt við hækkanir á olíuverði.

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

For­stjóri Icelanda­ir Group ­seg­ist ekki trúa öðru en að far­gjöld muni hækka í takt við hækk­anir á olíu­verði. Sam­kvæmt Boga Nils Boga­son, sem sett­ist tíma­bundið í for­stjóra­stól félags­ins í kjöl­far brott­hvarfs Björg­ólfs Jóhanns­sonar í ágúst, þurfa flug­fé­lög til lengri tíma litið að selja flug­æsti á hærra verði en það kostar að fram­leiða þau. Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­u­m. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og fjár­mál, í dag.

Hagn­að­ur­ Icelanda­ir eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) var 115 millj­­ónir dala, um 14 millj­­arðar króna, á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er vana­­lega sterkasti árs­fjórð­ung­­ur­inn í rekstri félags­­ins, enda nær hann yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Það eru umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelanda­ir var með á sama árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hann var 156 millj­­ónir dala, eða tæp­­lega 19 millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Um er að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins var greint frá því að fjár­festar tóku vel í upp­gjör félags­ins fyrir þriðja árs­fjórð­ung, sem birt var eftir lokun mark­aða á þriðju­dag, en til marks um það ruku hluta­bréf í félag­inu upp um 7,4 pró­sent í verði í 530 millj­óna króna við­skiptum í gær. Sam­kvæmt El­vari Inga ­Möll­er, sér­fræð­ingi hjá grein­ing­ar­deild ­Arion ­banka, eru skila­boð félags­ins sú að þau hafi tek­ist að leið­rétta þann vanda í leiða­kerf­in­u ­sem olli misvægi á milli flug­fram­boðs á til­ ­Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur- Amer­íku hins vegar og að á næsta ári verð­i misvæg­ið á bak og burt.

Auglýsing

Félagið að ná tökum á inn­ri ­vanda­mál­um 

Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vanda­mál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíu­verði og flug­far­gjöld­um, hafa lítið breyst til hins betra að und­an­förnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vanda­mál­unum og að þau ættu bráð­lega að vera úr sög­unni. Skila­boðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raun­ger­ist.“ Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins þá er Icelanda­ir Group að vinna að því að bæta tekju­stýr­ing­ar­leiðir sínar og leita leiða til hag­ræð­ing­ar, svo sem með betri nýt­ingu á starfs­kröftum og auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu . 

„Af­komu­horfur félags­ins munu ráð­ast að miklu leyti af þróun flug­far­gjalda á næstu mán­uð­um. Nán­ast hver ein­asti for­stjóri flug­fé­lags í Evr­ópu hefur sagt að far­miða­verð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort fram­boðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verð­hækk­anir muni koma niður á eft­ir­spurn­inni og nýt­ing­u,“ segir Sveinn Þór­ar­ins­son, ­grein­anda í hag­fræði­deild Lands­bank­ans í sam­tali við Mark­að­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent