Þingmenn fá engar upplýsingar frá Isavia um skuldir flugfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að málefni einstakra flugfélaga séu trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Mál­efni ein­stakra flug­fé­laga eru trún­að­ar­mál Isa­via og við­kom­andi flug­fé­lags. Almennt greiðslu­fyr­ir­komu­lag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mán­aðar og flug­fé­lag hefur síðan annan mánuð í gjald­frest. 

Þetta kemur fram í svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni um gjald­töku Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli sem birt var á vef Alþingis í gær. Hann spurði hversu háum skuldum ein­stök flug­fé­lög hefðu safnað frá og með árinu 2013, hverjar fjár­hæðir stærstu skuldu­nauta væru og hversu stór hluti skuld­anna væri kom­inn fram yfir gjald­daga.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kemur fram að Isa­via veiti ekki upp­­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­­ins séu af við­­skiptum við ein­­stök flug­­­fé­lög. Það veiti heldur ekki upp­­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­­­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­­ar­­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­­ar­­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­­ar­­ljósi.“

Auglýsing

WOW air sagt skulda Isa­via

Í svörum Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrr í haust kemur enn fremur fram að félagið gefi ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­­komin vegna ein­stakra við­­skipta­vina, til að mynda Icelandair eða WOW air.

Morg­un­­blaðið greindi frá því þann 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­­arða króna í lend­ing­­ar­­gjöld. Þar af hefði um helm­ingur skuld­­ar­innar þegar verið gjald­­fall­inn. Í birtum árs­hluta­­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­­skipta­skuldir félags­­ins hafi hækkað um rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að frétt Morg­un­­blaðs­ins væri röng. WOW air hefði aldrei skulda Isa­via um tvo millj­­arða króna.

Hagn­aður af rekstri fyrstu 6 mán­uð­ina tæp­­lega 1,6 millj­­arðar

Isa­via er opin­bert hluta­­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­­is­ins. Félagið ann­­­­ast rekstur og upp­­­­­­­bygg­ingu allra flug­­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­­um­­ferð á íslenska flug­­­­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­­ur­­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­­Sy­­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­­stæðan velti 38 millj­­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­­lega fjög­­­­urra millj­­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­­ar­­tekjur Isa­via um 19 millj­­arðar króna sem var um 12 pró­­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Hafa beitt einum flug­rek­anda stöðv­un­ar­heim­ild frá 2013

Jón Stein­dór spurði jafn­framt hvort ein­hverjum flug­fé­lögum hefði verið neitað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda frá og með árinu 2013. Í svari ráð­herra kemur fram að frá og með árinu 2013 hafi Isa­via beitt stöðv­un­ar­heim­ild gagn­vart einum flug­rek­anda en að öðru leyti hafi engum flug­rek­anda verið synjað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda enda verði ekki séð að það sé heim­ilt. Um hafi verið að ræða stöðvun á flug­vél í þjón­ustu Air Berlin sem kyrr­sett var haustið 2017. Nokkur eldri sam­bæri­leg dæmi séu til um þetta.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent