Þingmenn fá engar upplýsingar frá Isavia um skuldir flugfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að málefni einstakra flugfélaga séu trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Mál­efni ein­stakra flug­fé­laga eru trún­að­ar­mál Isa­via og við­kom­andi flug­fé­lags. Almennt greiðslu­fyr­ir­komu­lag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mán­aðar og flug­fé­lag hefur síðan annan mánuð í gjald­frest. 

Þetta kemur fram í svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni um gjald­töku Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli sem birt var á vef Alþingis í gær. Hann spurði hversu háum skuldum ein­stök flug­fé­lög hefðu safnað frá og með árinu 2013, hverjar fjár­hæðir stærstu skuldu­nauta væru og hversu stór hluti skuld­anna væri kom­inn fram yfir gjald­daga.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kemur fram að Isa­via veiti ekki upp­­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­­ins séu af við­­skiptum við ein­­stök flug­­­fé­lög. Það veiti heldur ekki upp­­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­­­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­­ar­­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­­ar­­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­­ar­­ljósi.“

Auglýsing

WOW air sagt skulda Isa­via

Í svörum Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrr í haust kemur enn fremur fram að félagið gefi ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­­komin vegna ein­stakra við­­skipta­vina, til að mynda Icelandair eða WOW air.

Morg­un­­blaðið greindi frá því þann 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­­arða króna í lend­ing­­ar­­gjöld. Þar af hefði um helm­ingur skuld­­ar­innar þegar verið gjald­­fall­inn. Í birtum árs­hluta­­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­­skipta­skuldir félags­­ins hafi hækkað um rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að frétt Morg­un­­blaðs­ins væri röng. WOW air hefði aldrei skulda Isa­via um tvo millj­­arða króna.

Hagn­aður af rekstri fyrstu 6 mán­uð­ina tæp­­lega 1,6 millj­­arðar

Isa­via er opin­bert hluta­­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­­is­ins. Félagið ann­­­­ast rekstur og upp­­­­­­­bygg­ingu allra flug­­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­­um­­ferð á íslenska flug­­­­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­­ur­­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­­Sy­­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­­stæðan velti 38 millj­­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­­lega fjög­­­­urra millj­­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­­ar­­tekjur Isa­via um 19 millj­­arðar króna sem var um 12 pró­­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Hafa beitt einum flug­rek­anda stöðv­un­ar­heim­ild frá 2013

Jón Stein­dór spurði jafn­framt hvort ein­hverjum flug­fé­lögum hefði verið neitað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda frá og með árinu 2013. Í svari ráð­herra kemur fram að frá og með árinu 2013 hafi Isa­via beitt stöðv­un­ar­heim­ild gagn­vart einum flug­rek­anda en að öðru leyti hafi engum flug­rek­anda verið synjað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda enda verði ekki séð að það sé heim­ilt. Um hafi verið að ræða stöðvun á flug­vél í þjón­ustu Air Berlin sem kyrr­sett var haustið 2017. Nokkur eldri sam­bæri­leg dæmi séu til um þetta.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent