Þingmenn fá engar upplýsingar frá Isavia um skuldir flugfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að málefni einstakra flugfélaga séu trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Málefni einstakra flugfélaga eru trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags. Almennt greiðslufyrirkomulag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mánaðar og flugfélag hefur síðan annan mánuð í gjaldfrest. 

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli sem birt var á vef Alþingis í gær. Hann spurði hversu háum skuldum einstök flugfélög hefðu safnað frá og með árinu 2013, hverjar fjárhæðir stærstu skuldunauta væru og hversu stór hluti skuldanna væri kominn fram yfir gjalddaga.

Í frétt Kjarnans frá því í september síðastliðnum kemur fram að Isa­via veiti ekki upp­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­ins séu af við­skiptum við ein­stök flug­fé­lög. Það veiti heldur ekki upp­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­ar­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­ar­ljósi.“

Auglýsing

WOW air sagt skulda Isavia

Í svörum Isavia við fyrirspurn Kjarnans fyrr í haust kemur enn fremur fram að félagið gefi ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­komin vegna ein­stakra við­skipta­vina, til að mynda Icelandair eða WOW air.

Morg­un­blaðið greindi frá því þann 15. september síðastliðinn að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Þar af hefði um helm­ingur skuld­ar­innar þegar verið gjald­fall­inn. Í birtum árs­hluta­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­skipta­skuldir félags­ins hafi hækkað um rúm­lega 1,2 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að frétt Morg­un­blaðs­ins væri röng. WOW air hefði aldrei skulda Isa­via um tvo millj­arða króna.

Hagn­aður af rekstri fyrstu 6 mán­uðina tæp­lega 1,6 millj­arðar

Isa­via er opin­bert hluta­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins. Félagið ann­­­ast rekstur og upp­­­­­bygg­ingu allra flug­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­um­ferð á íslenska flug­­­­­stjórn­­­­­ar­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­ur­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­Sy­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­stæðan velti 38 millj­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­lega fjög­­­urra millj­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­ar­tekjur Isa­via um 19 millj­arðar króna sem var um 12 pró­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­lega 1,6 millj­arðar króna.

Hafa beitt einum flugrekanda stöðvunarheimild frá 2013

Jón Steindór spurði jafnframt hvort einhverjum flugfélögum hefði verið neitað um viðskipti vegna vangreiddra gjalda frá og með árinu 2013. Í svari ráðherra kemur fram að frá og með árinu 2013 hafi Isavia beitt stöðvunarheimild gagnvart einum flugrekanda en að öðru leyti hafi engum flugrekanda verið synjað um viðskipti vegna vangreiddra gjalda enda verði ekki séð að það sé heimilt. Um hafi verið að ræða stöðvun á flugvél í þjónustu Air Berlin sem kyrrsett var haustið 2017. Nokkur eldri sambærileg dæmi séu til um þetta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent