Þingmenn fá engar upplýsingar frá Isavia um skuldir flugfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að málefni einstakra flugfélaga séu trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Mál­efni ein­stakra flug­fé­laga eru trún­að­ar­mál Isa­via og við­kom­andi flug­fé­lags. Almennt greiðslu­fyr­ir­komu­lag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mán­aðar og flug­fé­lag hefur síðan annan mánuð í gjald­frest. 

Þetta kemur fram í svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni um gjald­töku Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli sem birt var á vef Alþingis í gær. Hann spurði hversu háum skuldum ein­stök flug­fé­lög hefðu safnað frá og með árinu 2013, hverjar fjár­hæðir stærstu skuldu­nauta væru og hversu stór hluti skuld­anna væri kom­inn fram yfir gjald­daga.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kemur fram að Isa­via veiti ekki upp­­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­­ins séu af við­­skiptum við ein­­stök flug­­­fé­lög. Það veiti heldur ekki upp­­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­­­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­­ar­­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­­ar­­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­­ar­­ljósi.“

Auglýsing

WOW air sagt skulda Isa­via

Í svörum Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrr í haust kemur enn fremur fram að félagið gefi ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­­komin vegna ein­stakra við­­skipta­vina, til að mynda Icelandair eða WOW air.

Morg­un­­blaðið greindi frá því þann 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­­arða króna í lend­ing­­ar­­gjöld. Þar af hefði um helm­ingur skuld­­ar­innar þegar verið gjald­­fall­inn. Í birtum árs­hluta­­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­­skipta­skuldir félags­­ins hafi hækkað um rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að frétt Morg­un­­blaðs­ins væri röng. WOW air hefði aldrei skulda Isa­via um tvo millj­­arða króna.

Hagn­aður af rekstri fyrstu 6 mán­uð­ina tæp­­lega 1,6 millj­­arðar

Isa­via er opin­bert hluta­­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­­is­ins. Félagið ann­­­­ast rekstur og upp­­­­­­­bygg­ingu allra flug­­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­­um­­ferð á íslenska flug­­­­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­­ur­­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­­Sy­­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­­stæðan velti 38 millj­­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­­lega fjög­­­­urra millj­­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­­ar­­tekjur Isa­via um 19 millj­­arðar króna sem var um 12 pró­­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Hafa beitt einum flug­rek­anda stöðv­un­ar­heim­ild frá 2013

Jón Stein­dór spurði jafn­framt hvort ein­hverjum flug­fé­lögum hefði verið neitað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda frá og með árinu 2013. Í svari ráð­herra kemur fram að frá og með árinu 2013 hafi Isa­via beitt stöðv­un­ar­heim­ild gagn­vart einum flug­rek­anda en að öðru leyti hafi engum flug­rek­anda verið synjað um við­skipti vegna van­greiddra gjalda enda verði ekki séð að það sé heim­ilt. Um hafi verið að ræða stöðvun á flug­vél í þjón­ustu Air Berlin sem kyrr­sett var haustið 2017. Nokkur eldri sam­bæri­leg dæmi séu til um þetta.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent