Fleiri fangar í samfélagsþjónustu en í fangelsi

Nú afplána um 200 einstaklingar dóma með ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins en 170 sitja í fangelsi. Fangelsismálastjóri segir samfélagsþjónustu skila miklum árangri en í vikunni var lögð fram þingsályktunartillaga um betrun fanga.

Litla hraun
Litla hraun
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem afplána dóm sinn með sam­fé­lags­þjón­ustu hefur fjölgað und­an­farið en nú afplána um 200 ein­stak­lingar refsi­dóma sína í sam­fé­lags­þjón­ustu í stað þess að sitja í fang­elsi. Á sama tíma sitja 170 manns í fang­elsi, sem þýðir að fleiri eru í sam­fé­lags­þjón­ustu en vistaðir eru í fang­elsum lands­ins. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Unnt er að heim­ila þeim sem dæmdir hafa verið til árs fang­els­is­refs­ingar eða minna að afplána dóm­inn með utan fang­els­is­kerfs­ins,­með sam­fé­lags­þjón­ustu. Þetta á þó ekki við um kyn­ferð­is­af­brota­menn og aðra sem taldir eru hættu­legir umhverfi sínu. Ein­stak­lingur sem sækir um og fær leyfi til að afplána í sam­fé­lags­þjón­ustu getur stundað fulla vinnu eða nám en notar frí­tíma sinn til að vinna launa­laust í þágu góðra mál­efni. Svo sem fyrir Rauða kross Íslands, hjá sam­býlum fatl­aðra eða fyrir trú­fé­lag sitt, svo eitt­hvað sé nefnt. 

Auglýsing

Hægt að gera betur

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sam­fé­lags­þjón­ustan hafi reynst vel. Aðeins 16 pró­sent þeirra sem afplána refsi­dóm sinn á þann veg brjóti af sér á ný. Einnig hafa verið auknir mögu­leikar til að afplána hluta fang­els­is­vistar í opnu fang­elsi en það hefur einnig skilað árangri í því að menn brjóta síður af sér að lok­inni afplán­un.

„Við þurfum að hugsa um það hvernig lík­leg­ast er að menn geti staðið sig þegar þeir koma aftur út í sam­fé­lag­ið. Reynslan sýnir að það gerum við með því að loka menn inni í eins skamman tíma og mögu­legt er.“ segir Páll.

Hann bendir á að maður sem fékk 8 ára fang­els­is­dóm hafi áður þurft að vera í lok­uðu fang­elsi í 7 ár. Nú sé hann þar í 2-3 ár, 3 ár í opnu fang­elsi, 16 mán­uði á áfanga­heim­il­inu Vernd og svo það sem eftir er á heim­ili sínu með ökkla­band. Þetta stendur þeim til boða sem standa sig vel.

„Við getum gert betur í þessu. Margir fangar eiga við fíkni­vanda­mál að stríða og við þurfum að bjóða upp á fleiri með­ferð­ar­úr­ræði fyrir þá,“ segir Páll.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um betrun fanga 

Í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um betrun fanga er m.a. lagt til að kanna kosti auk­ins vægis sam­fé­lags­þjón­ustu og meta hvort rétt sé að dóm­stólar taki ákvörðum um slíka ákvörðun í stað Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Þor­steinn Víglunds­son lagði fram til­lög­una nú á dög­unum ásamt átta öðrum flutn­ings­mönnum úr þing­flokkum Við­reisn­ar, Pírata, Flokk fólks­ins og Sam­fylk­ing­in.

Í til­lög­unni er lagt til að Alþingi feli dóms­mála­ráð­herra, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og heil­brigð­is­ráð­herra að setja á fót starfs­hóp um mótun heild­stæðrar betr­un­ar­stefnu í fang­els­is­mála­kerf­inu. Í til­lög­unni er lagt til að nauð­syn­legar breyt­ingar verði gerðar á lögum og fjár­magn lagt til þess að tryggja öllum föngum ein­stak­lings­bundar með­ferð­ar- og vist­un­ar­áælt­un, bættan aðgang að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu og auk­inn stuðn­ing að afplánun lok­inni. Starfs­hóp­ur­inn á að skila skýrslu með nið­ur­stöðum eigi síðar en 1. maí á næsta ári.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er mark­mið betr­unar að auka færni og lífs­gæði fanga og sporna við frek­ari brota­starf­semi og end­ur­komu í fang­elsi. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að heild­stæð betr­un­ar­stefna er ekki til staðar á Íslandi og óljóst að hvaða marki lögin stuðla að betr­un, enda er aðgengi að námi og heil­brigð­is­þjón­ustu mis­mun­andi á milli fang­elsa og með­ferð­ar­á­ætlun ein­ungis aðgengi­leg þeim föngum sem Fang­els­is­mála­stofnun telur nauð­syn­legt að hljóti með­ferð. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Fang­els­is­mála­stofn­unar er end­ur­komu­tíðni fanga um 24 pró­sent sem er t.d. mun hærra en í Nor­egi.

Nauð­syn­legt að bæta með­ferð í fang­elsum

Meðal þess sem lagt er til að starfs­hóp­ur­inn skoði er hvernig má bæta sál­fræði­leg og félags­leg með­ferð í fang­elsum, einnig skal auka aðgengi að réttri með­ferð við fíkni­vanda­málum og auka mögu­leika fanga til mennt­unar og atvinnu. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni hefur emb­ætti umboðs­manns Alþingis ítrekað vakið athygli á nauð­syn þess að bætt verði úr geð­heil­brigð­is­þjón­ustu við fanga og bent á að vistun fanga með alvar­legar geð­rask­anir í af­plán­un­ar­fang­elsum­ kunni að telj­ast brjóta gegn mann­rétt­inda­á­kvæðum stjórn­ar­skrár­innar og mann­rétt­inda­sátt­mál­u­m. 

Í grein­ar­gerð­inni er auk þess er lagt mikil áherslu á að auka stuðn­ing að lok­inni afplán­un. Í grein­ar­gerð­inni segir að þegar líður að lokum afplán­unar þarf að tryggja öllum föngum ráð­gjöf og stuðn­ing við hús­næð­is­leit og atvinnu­leit og veita þeim aðgang að stuðn­ings­neti til að aðlag­ast sam­fé­lag­inu og koma undir sig fótum á ný. Slíkt stuðn­ings­net og ráð­gjöf er til þess fallin að skila miklum árangri og auka öryggi og hag­sæld sam­fé­lags­ins alls.

Að lokum er tekið fram að ef tak­ist ekki að bæta úr þessum málum er ekki ein­ungis hætta á að end­ur­komu­tíðni standi í stað heldur aukast lík­urnar á að þeir fangar sem ekki snúa aftur í fang­elsi hljóti var­an­legan skaða af vist­inni, og jafn­vel örorku, með til­heyr­andi álagi fyrir heil­brigð­is­kerfið og almanna­trygg­inga­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent