Meirihluti Íslendinga fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs

63 prósent almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu en tæplega 10 prósent andvíg honum.

Norðausturland
Norðausturland
Auglýsing

63 pró­sent almenn­ings á Íslandi er fylgj­andi stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands, ferða­menn nefna sem aðdrátt­ar­afl hálend­is­ins að þar sé ein­stök nátt­úra og þverpóli­tísk nefnd vinnur nú að því að und­ir­búa stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Þetta er meðal þess sem kom fram á Umhverf­is­þingi sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hélt þann 9. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og birt­ist í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Michaël Bis­hop kynnti nið­ur­stöður spurn­inga­könn­unar sem unnin var af Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands og fram kom að tæp­lega 63 pró­sent af þeim sem tóku afstöðu eru fylgj­andi stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu en tæp­lega 10 pró­sent and­víg hon­um. 

Fram kom að ríf­lega 75 pró­sent þeirra sem eru fylgj­andi stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu taka fram að hann myndi vernda mörg svæði sem ekki njóta verndar í dag, rúm­lega 70 pró­sent þeirra að hann myndi vernda mið­há­lendið sem eina heild og 68 pró­sent að hann myndi auka skiln­ing á verð­mæti mið­há­lend­is­ins. Rann­sóknin var hluti af meist­ara­verk­efni Michaëls í land- og ferða­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Til­laga um mið­há­lend­is­þjóð­garð er skrifuð í sátt­mála rík­is­stjórnar Íslands og fram kom á Umhverf­is­þing­inu að þverpóli­tísk nefnd sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði síð­ast­liðið vor vinnur nú að fram­gangi máls­ins. Í máli Óla Hall­dórs­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar, kom fram að nefndin væri byrjuð að fjalla um mörk þjóð­garðs­ins og að stefnt væri að sam­ráðs­fundum með sveit­ar­fé­lögum og nytja­rétt­ar­höfum en slíkt sam­tal væri afar mik­il­vægt. Nefndin mun skila af sér til­lögu að laga­frum­varpi næsta haust.

Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir, pró­fessor í ferða­mála­fræði við HÍ, kynnti rann­sóknir sína á við­horfum ferða­manna á mið­há­lend­inu en hún hefur í gegnum tíð­ina lagt spurn­inga­lista fyrir alls 9.000 ferða­menn á hálend­inu og tekið við­töl við hátt í 300 manns. Í máli hennar kom meðal ann­ars fram að ferða­menn nefna sem aðdrátt­ar­afl hálendis að þar sé ein­stök og lítt snortin nátt­úra, ein­fald­leiki, kyrrð og fámenni.

Beinn efna­hags­legur ávinn­ingur 10 millj­arðar

Í frétt Kjarn­ans sem birt­ist síð­ast­lið­inn föstu­dag kemur fram að efna­hags­­leg áhrif frið­­lýstra svæða á Íslandi séu ótví­­rætt jákvæð en á árinu 2017 hafi beinn efna­hags­­legur ávinn­ingur tólf svæða og nær­­sam­­fé­laga þeirra verið um 10 millj­­arðar króna. Ávinn­ing­­ur­inn fyrir þjóð­­ar­­búið í heild hafi verið 33,5 millj­­arðar króna.

Sam­kvæmt nið­­ur­­stöðum fyrstu rann­­sóknar sem gerð hefur verið á lands­vísu á efna­hags­­legum áhrifum frið­­lýstra svæða á Íslandi eyða ferða­­menn árlega sam­tals 10 millj­­örðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rann­­sökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöð­u­­gildi. Um er að ræða bein störf í ferða­­þjón­ustu, svo sem við gist­ingu, skipu­lagðar ferð­ir, akstur og veit­inga­­þjón­­ustu. 45 pró­­sent af eyðslu ferða­­fólks var inni á frið­­lýstu svæð­unum eða í næsta nágrenni þeirra. Rann­­sóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til frið­­lýstra svæða skila 23 krónur sér til baka.

„Eng­inn má hafa afnot af þjóð­lendu fyrir sjálfan sig“

Sam­ráð um drög að stefnu um sam­þykki fyrir nýt­ingu lands og lands­rétt­inda í þjóð­lendum stendur nú yfir í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 30. nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Í henni kemur fram að nú séu alls 217 þjóð­lendur á land­inu og þeki þær um 86 hund­raðs­hluta mið­há­lend­is­ins og 44 hund­raðs­hluta lands­ins alls, ef miðað er við þau land­svæði sem óbyggða­nefnd hefur tekið til með­ferðar og úrskurð­að.

„Eng­inn má hafa afnot af þjóð­lendu fyrir sjálfan sig. Til slíkra afnota telst meðal ann­ars að reisa mann­virki, hvers konar jarð­rask sem og nýt­ing hlunn­inda, vatns- og jarð­hita­rétt­inda. Öll slík afnot eru leyf­is­skyld. Leyf­is­veit­ing­ar­hlut­verk­inu er skipt á milli for­sæt­is­ráð­herra ann­ars vegar og sveit­ar­stjórna hins veg­ar. Nýt­ing vind­orku, vatns- og jarð­hita­rétt­inda, námu­vinnsla og önnur jarð­efna­nýt­ing er háð leyfi ráð­herra. Að öðru leyti þarf leyfi hlut­að­eig­andi sveit­ar­stjórnar til að nýta land og lands­rétt­indi. Sé nýt­ing sem sveit­ar­stjórn heim­ilar til lengri tíma en eins árs þarf jafn­framt sam­þykki ráð­herra.

Í ljósi mik­il­vægis þess að setja fram í stefnu þau sjón­ar­mið sem ráð­herra leggur til grund­vallar við ákvörðun um sam­þykki fyrir nýt­ingu lands og lands­rétt­inda, sem sveit­ar­fé­lög hyggj­ast veita leyfi fyr­ir, hefur for­sæt­is­ráðu­neytið mótað stefnu um það hvernig ráð­herra beitir sam­þykkt­ar­hlut­verki sínu. Með því er unnt að skapa auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika og festu í stjórn­sýslu­fram­kvæmd ráðu­neyt­is­ins,“ segir á sam­ráðs­gát­inn­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent