Eru forsendur fyrir því að stofna miðhálendisþjóðgarð?

Út er komin skýrsla um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands en þar er náttúru þess lýst, stefnumörkun sem fyrir liggur, verndun, nýtingu og innviðum. Einnig er fjallað um mismunandi möguleika fyrir þjóðgarð og frekari verndun miðhálendis

suurland_14424888949_o.jpg
Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um hvort stofna eigi þjóð­garð á mið­há­lendi Íslands. Nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ing­in, úti­vist­ar­sam­tök og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar und­ir­rit­uðu til að mynda vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands í mars á síð­asta ári. Sér­stakri vef­síðu um hálendis­verk­efn­is­ins var komið á lagg­irn­ar. 

Mark­miðið með vilja­yf­ir­lýs­ing­unni var að ná sem víð­tæk­astri sam­stöðu um verndun mið­há­lendis Íslands með stofnun þjóð­garðs í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar. Þau sam­tök sem und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ing­una voru sam­mála um að hálend­is­þjóð­garður geti orðið eitt stærsta fram­lag Íslend­inga til nátt­úru­verndar um leið og þjóð­garð­ur­inn yrði griða­staður fyrir þá sem vilja njóta nátt­úru mið­há­lend­is­ins og nýta hana til ferða­mennsku, úti­vistar og nátt­úru­upp­lif­un­ar.

Auglýsing

Mið­há­lendið nær yfir um 40 pró­sent af flat­ar­máli lands­ins og er eitt stærsta sam­fellda svæðið í Evr­ópu þar sem ekki er föst búseta. Innan mið­há­lend­is­ins eru stærstu víð­erni lands­ins og fremur fá og dreifð mann­virki. Svæðið markast af svo­nefndri mið­há­lend­is­línu sem mið­ast í grunn­inn við línu dregna milli heima­landa og afrétta. Mið­há­lendið þykir ein­stakt af nátt­úr­unnar hendi og innan þess er mik­ill fjöldi nátt­úru­minja og sam­felldra svæða sem njóta verndar að ein­hverju leyt­i. 

Þetta kemur fram í skýrslu á vegum Umhverf­is-og auð­linda­ráðu­neytis sem kom út 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði nefnd 14. júlí á síð­asta ári sem falið var það hlut­verk að greina og kort­leggja svæðið innan mið­há­lend­is­línu á heild­stæðan hátt. Mark­miðið með starf­inu var að kanna for­sendur fyrir því hvort rétt þætti að stofna þjóð­garð innan mið­há­lend­is­ins, með stækkun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs eða með ann­ars konar fyr­ir­komu­lagi. Þar yrði meðal ann­ars horft til reynslu af starf­semi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs. 

Fjallað hefur verið um það af hálfu Alþing­is, stjórn­valda, hags­muna­að­ila og almenn­ings hvert eigi að vera fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag varð­andi stjórnun land­nýt­ingar á þessu svæði. Þar hefur m.a. verið rætt um nýt­ingu og verndun og upp­bygg­ingu inn­viða, ekki síst vegna vax­andi fjölda ferða­manna sem koma til lands­ins. 

Með þess­ari skýrslu er ann­ars vegar tekið saman heild­stætt yfir­lit um mið­há­lendið þar sem lýst er nátt­úru þess, stefnu­mörkun sem fyrir ligg­ur, vernd­un, nýt­ingu og innvið­um. Hins vegar er í skýrsl­unni fjallað um fjórar mis­mun­andi sviðs­myndir fyrir þjóð­garð á mið­há­lend­inu og frek­ari verndun innan mið­há­lend­is­ins og grein­ingu á áskor­unum og tæki­færum mis­mun­andi hags­muna gagn­vart hug­myndum um þjóð­garð eða þjóð­garða. 

Lítt snortin nátt­úru­svæði má frið­lýsa sem þjóð­garða

Á Íslandi eru þrír þjóð­garð­ar, þjóð­garð­ur­inn á Þing­völl­um, Vatna­jök­uls­þjóð­garður og þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull. Sá síð­ast­nefndi var stofn­aður á grund­velli heim­ildar í nátt­úru­vernd­ar­lögum en um hina tvo gildir sér­stök lög­gjöf. 

Sam­kvæmt 47. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga má frið­lýsa sem þjóð­garða stór nátt­úru­svæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sér­stætt eða dæmi­gert líf­ríki, jarð­minjar og/eða lands­lag, segja skýrslu­höf­und­ar. Einnig skuli líta til mik­il­vægis svæðis í menn­ing­ar­legu eða sögu­legu til­liti þegar tekin er ákvörðun um stofnun þjóð­garðs. Í þjóð­görðum séu bann­aðar allar athafnir og fram­kvæmdir sem hafa var­an­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins, nema þær séu nauð­syn­legar til að mark­mið frið­lýs­ingar náist. Frjálsa för fólks sam­kvæmt almanna­rétti sé aðeins hægt að tak­marka á afmörk­uðum svæðum í þjóð­görðum þar sem það er nauð­syn­legt til að vernda plönt­ur, dýr, menn­ing­arminjar eða jarð­minj­ar. Land­svæði þjóð­garða skuli vera í rík­is­eign nema sér­stakar ástæður mæli með öðru og um það náist sam­komu­lag milli ráð­herra og land­eig­enda. 

Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að skil­grein­ing á þjóð­garði sé mis­mun­andi eftir ríkj­um. Víða er höfð til hlið­sjónar skil­grein­ing Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (IUCN) á þjóð­görð­um. IUCN hafa skil­greint mis­mun­andi vernd­ar­flokka sem grund­vall­ast á því hver mark­miðin eru með stjórn svæð­anna en fleiri þættir skipta einnig máli, til dæmis ein­kenni þeirra og þau atriði sem gera þau ein­stök. Svæði geta raunar fallið undir fleiri en einn flokk en flokk­unin ræðst jafnan af meg­in­mark­miði með vernd þeirra. Þjóð­garð­ar, sam­kvæmt skil­grein­ingu IUCN, eru stór nátt­úru­leg eða lítt snortin svæði sem afmörkuð eru til verndar heild­stæðum vist­fræði­legum ferlum og þeim teg­undum og vist­kerfum sem ein­kenna svæð­ið. Jafn­framt skapa svæðin marg­vís­lega mögu­leika til and­legrar upp­lif­un­ar, vís­inda­iðk­un­ar, fræðslu, úti­vistar og afþrey­ingar fyrir ferða­menn af því tagi sem sam­rým­ist menn­ingu og umhverf­is­sjón­ar­mið­u­m. 

Móta þarf heild­ar­stefnu fyrir mið­há­lendið

Sviðs­mynda­grein­ing dregur fram ýmis atriði sem verður unnið með við frek­ari ákvörðun um fram­hald þessa verk­efn­is. Í skýrsl­unni var fjallað um verndun og sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru mið­há­lend­is­ins, hvernig tek­ist er á við áskor­anir sem því fylgja og hvernig tæki­fær­in, sem fel­ast í nýt­ingu þessa land­svæð­is, verða best nýtt. Ekki hefur verið lokið við kort­lagn­ingu víð­erna en unnið er að því af hálfu Skipu­lags­stofn­unar að þróa aðferðir til að kort­leggja stað­setn­ingu, stærð og mörk víð­erna á Íslandi í sam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög. Af þessum sökum tekur umfjöllun um sviðs­mynd­irnar ekki til­lit til þessa mik­il­væga þáttar með beinum hætti, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Sviðs­myndir gætu tekið breyt­ingum þegar þess­ari vinnu er lok­ið. 

Nefndin taldi mik­il­vægt að kalla eftir sjón­ar­miðum frá full­trúum sveit­ar­fé­laga sem liggja innan mið­há­lend­is­ins til hug­mynda um þjóð­garð á mið­há­lend­inu. Settar voru fram fjórar sviðs­myndir til að skapa umræður um verndun mið­há­lend­is­ins og fram­tíð­ar­skipu­lag þess. Í því skyni voru haldnir fimm fundir með full­trúum sveit­ar­fé­laga sem eiga land að mið­há­lend­inu í júní, ágúst og sept­em­ber 2017.

Enn fremur segir í skýrsl­unni að móta þurfi heild­ar­stefnu fyrir mið­há­lendið til langs tíma sem sam­staða er um. Margt hafi áhrif þar á, svo sem land­notkun og stefna fyrir þjóð­lend­ur, sam­spil skipu­lags­á­ætl­ana sveit­ar­fé­laga og ann­arra áætl­ana og fjár­mögnun þess sem gert er. Verði valið að stofna þjóð­garð þurfi traust að ríkja í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga og við hags­muna­að­ila. Heima­menn þurfi að hafa áhrif á stefnu­mótun og stjórnun þjóð­garða og leggja þurfi áherslu á að ná bæði mark­miðum jákvæðrar byggða­þró­unar og vernd­un­ar. Svæð­is­ráð séu góð teng­ing í heima­byggð en þau megi þó ekki vera of mörg og full­trúar í þeim eigi ekki að vinna í sjálf­boða­vinnu. Mik­il­vægt sé að kerfið verði ekki of þungt í vöfum og því þurfi að tryggja góð tengsl og sam­ráð milli svæð­is­ráða, stjórnar þjóð­garðs­ins og sveit­ar­stjórna. Æski­legt sé að sam­hæfa stjórn­sýslu þjóð­garða, til dæmis með nýrri þjóð­garða­stofn­un.

Skýrslu­höf­undar segja að þjóð­garður megi ekki vera of háður sér­tekj­um. Það þurfi að tryggja ákveð­inn rekstr­ar­grunn og þjón­ustu innan þjóð­garðs­ins sem og stofn­kostn­að. 

Til­lögur að fjórum sviðs­myndum

Til að varpa ljósi á þau tæki­færi og áskor­anir sem geta falist í núver­andi og auk­inni verndun og stjórn­skipu­lagi á mið­há­lend­inu eru settar upp sviðs­myndir í skýrsl­unni sem er ætlað að draga fram mis­mun­andi afmörkun svæð­is­ins, verndun og stjórn­skipu­lag og um leið til­högun stefnu­mót­unar og stjórn­sýslu fyrir svæð­ið. Mark­mið með því er fyrst og fremst að draga fram öll sjón­ar­mið gagn­vart frek­ari verndun mið­há­lend­is­ins. 

Fjallað er um fjórar sviðs­mynd­ir, þrjár sem fela í sér mis­miklar breyt­ingar frá núver­andi stöðu og eina sem byggir á óbreyttri stöðu mið­há­lend­is­ins. Þessar sviðs­myndir eru skoð­aðar með hlið­sjón af leið­ar­ljósi fyrir skipu­lag land­notk­unar á mið­há­lend­inu sam­kvæmt lands­skipu­lags­stefnu 2015 til 2026 og jafn­framt fyr­ir­liggj­andi mark­miðum um land­notkun innan mið­há­lend­is­ins

Mögu­leikar fyrir stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs

Vernd­ar­svæði þjóð­garðs­ins afmarkast af mörkum þjóð­lendna á mið­há­lend­inu og frið­lýstra svæða sem er um 85 pró­sent af mið­há­lend­inu. Lönd í einka­eigu falla því ekki innan þjóð­garðs nema með sam­þykki við­kom­andi land­eig­enda, segir í skýrsl­unn­i. 

Jafn­framt segir að núver­andi frið­lýst nátt­úru­vernd­ar­svæði hafi skil­greinda vernd­ar­flokka sem skoða þarf með til­liti til frek­ari vernd­unar og skil­grein­ingar jað­ar­svæða. Skil­greina þurfi vernd­ar­flokka í sam­ræmi við við­mið IUCN og nátt­úru­vernd­ar­lög fyrir önnur svæði innan þjóð­lendna, meðal ann­ars út frá fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum um nátt­úru­far, vernd­ar­gildi og land­notk­un.

Svæð­is­ráð yrðu sam­sett með svip­uðum hætti og í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, þ.e. þrír full­trúar hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­laga, ferða­mála­sam­tök við­kom­andi svæð­is, úti­vist­ar­sam­tök og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök. Svæð­is­ráð er ráð­gef­andi um mál­efni þjóð­garðs­ins á við­kom­andi svæði og hefur yfir­um­sjón með gerð til­lögu að stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun fyrir við­kom­andi svæði auk verk­efna tengdum rekstri. Yfir þjóð­garð­inum væri stjórn sem væri skipuð full­trúum allra svæð­is­ráða, full­trúum sam­taka svo sem ferða­mála-, úti­vistar-, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka og full­trúum skip­uðum af ráð­herra. Hlut­verk stjórnar yrði stefnu­mót­andi, gerð stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­un­ar, rekstr­ar­á­ætl­an­ir, sam­ræm­ing, eft­ir­lit, 78 leyf­is­veit­ingar og gerð atvinnu- og byggða­stefnu. Stjórn myndi ráða starfs­fólk til að sinna þessum hlut­verk­um.

Sviðsmynd 1 - Miðhálendisþjóðgarður

Þessi sviðs­mynd get­ur, að mati skýrslu­höf­unda, tryggt mark­mið um heild­stæða nátt­úru­vernd á mið­há­lend­inu og tæki­færi fel­ast í heild­stæðri verndun lands­lags­heilda, vatna­sviða og víð­erna. Skil­greina þurfi vernd­ar­stig þjóð­lendna innan þjóð­garðs­ins, sem lenda utan núver­andi frið­lýstra svæða og eftir atvikum end­ur­skoða vernd­ar­flokka núver­andi frið­lýstra svæða. Sviðs­myndin feli í sér tæki­færi til að stjórna nýt­ingu innan mið­há­lend­is­ins með sam­ræmdum hætt­i. 

Svæðið sem þjóð­garð­ur­inn nær til er mjög víð­feðmt eða um 40 pró­sent af land­inu og fjöl­breytt og því er stjórn land­nýt­ingar innan þess mikil áskor­un, segir í skýrsl­unn­i. Sviðs­myndin tak­marki þróun nýrra mann­virkja­belta sem geta falist í bygg­ingu háspennu­lína í lofti, virkj­ana eða umfangs­mik­illar upp­bygg­ingar í ferða­þjón­ustu (hót­el, veit­inga­stað­ir, bens­ín­stöðv­ar). Sviðs­myndin auki líkur á þróun aðstöðu fyrir ferða­menn á því svæði innan mið­há­lend­is­ins sem félli innan þjóð­garðs­ins og þurfi að skil­greina slíka upp­bygg­ingu í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­un.

Jökla­þjóð­garðar gætu orðið að veru­leika

Fjórir þjóð­garðar afmarkast af núver­andi frið­lýstum svæðum auk jöklanna og jað­ar­-/á­hrifa­svæða þeirra. Miðað sé við að þau sveit­ar­fé­lög, sem eiga stjórn­sýslu­mörk að eða innan þjóð­garðs, komi að stjórnun og stefnu­mót­un. Lang­jök­uls­þjóð­garður afmarkast af Langjökli og Geitlandi. Hofs­jök­uls­þjóð­garður afmarkast af Guð­laugstung­um, Hofsjökli og Þjórs­ár­ver­um. Mýr­dals- og Eyja­fjalla­jök­uls­þjóð­garður afmarkast af Friðlandi að Fjalla­baki og Mýr­dals- og Eyja­fjalla­jökl­um. Vatna­jök­uls­þjóð­garður hefur núver­andi afmörkun en við bæt­ast Herðu­breið­ar­lind­ir, Kring­ils­árrani og Lónsör­æfi.

Afmörkun þess­ara þjóð­garða getur tekið breyt­ingum í sam­ræmi við sam­þykkta stefnu­mótun um verndun og nýt­ingu lands eins og nátt­úru­minja­skrá, mat á vernd­ar­gildi vist­gerða, grein­ingu og vernd­ar­gildi víð­erna og ramma­á­ætlun þegar hún liggur fyr­ir. Sviðs­mynd tvö getur því breyst, sam­kvæmt skýrsl­unni, þannig að verndað svæði þjóð­garða verði stækkað og mynd­aðar stærri vernd­ar­heildir í sam­ræmi við sam­þykkta stefnu­mót­un. 

Núver­andi frið­lýst nátt­úru­vernd­ar­svæði hafa skil­greinda vernd­ar­flokka, sem gæti þurft að end­ur­skoða í ljósi frek­ari vernd­unar og skil­grein­ingar jað­ar­svæða. Segir enn fremur í skýrsl­unni að skil­greina þurfi vernd­ar­flokka fyrir jöklana utan Vatna­jök­uls í sam­ræmi við við­mið IUCN og nátt­úru­vernd­ar­lög.

Sviðsmynd 2 - Jöklaþjóðgarðar

Í skýrsl­unni segir að sviðs­myndin auki vernd­ar­stig jökla, sem einnig eru flokk­aðir sem víð­erni en hafi lítil áhrif á vernd víð­erna að öðru leyti. Hún hafi lítil bein áhrif á vernd líf­ríkis eða líf­fræði­lega fjöl­breytni. Vernd þeirra jarð­minja og jarð­fræði­heilda sem tengj­ast jöklunum ætti að verða betur tryggð. 

Skoða þurfi afmörkun jað­ar­svæða jöklanna sem eru í sumum til­vikum eign­ar­lönd. Sviðs­myndin geti leitt af sér frekara upp­brot mið­há­lend­is­ins í smærri ein­ingar í ljósi þess að hún við­heldur mögu­leika á upp­bygg­ingu orku­mann­virkja á milli jökla og á víð­ern­um, svo sem háspennu­lína og miðl­un­ar­lóna. Vernd víð­erna yrði því einnig síður tryggð. Tæki­færi sviðs­mynd­ar­innar teng­ist stækkun þjóð­garða vegna nýrra frið­lýs­inga í sam­ræmi við nátt­úru­minja­skrá og með skil­grein­ingu víð­erna. Mögu­lega geti tæki­færi legið í þróun lög­gjafar um þjóð­lendur sem myndi styrkja verndun mið­há­lend­is­ins.

Stofn­aðir þjóð­garðar á mið­há­lend­inu á núver­andi frið­lýstum svæðum

Vernd­ar­svæði þjóð­garð­anna afmarkast af frið­lýstum svæðum innan mið­há­lend­is­ins. Jafn­framt segir í skýrsl­unni að miðað sé við að þau sveit­ar­fé­lög sem eiga stjórn­sýslu­mörk að eða innan þjóð­garðs komi að stjórnun og stefnu­mót­un. Afmörkun hvers þjóð­garðs geti breyst í sam­ræmi við stefnu­mót­un, svo sem nátt­úru­minja­skrá, ramma­á­ætlun og verndun víð­erna. Vernd­ar­flokkar Frið­lýst nátt­úru­vernd­ar­svæði myndi nokk­urs konar kjarna hvers þjóð­garðs. Þau megi tengja öðrum vernd­ar­svæð­um, svo sem hverf­is­vernd.

Sviðsmynd 3 - Þjóðgarður utan um núverandi friðlýst svæði.



Sviðs­myndin felur í sér sömu áskor­anir og tæki­færi og sviðs­mynd tvö nema að hún felur ekki í sér aukna vernd jökla, segir í skýrsl­unn­i. 

Óbreytt staða vernd­unar

Vernd­ar­svæði innan mið­há­lendis afmarkast af núver­andi frið­lýstum svæð­um. Breyt­ingar á verndun byggj­ast á sam­þykktri stefnu­mót­un, svo sem nátt­úru­minja­skrá og ramma­á­ætl­un. Vernd­ar­flokkar Vernd­ar­skil­málar fyrir frið­lýst nátt­úru­vernd­ar­svæði skil­greina vernd­ar­flokk hvers og eins.

Sviðsmynd 4 - Óbreytt fyrirkomulag



Sviðs­myndin felur ekki í sér for­sendur fyrir heild­stæðri verndun mið­há­lend­is­ins, hún tryggir ekki vernd víð­erna og hefur ekki áhrif á vernd líf­ríkis eða líf­fræði­lega fjöl­breytni eða vernd jarð­minja og jarð­fræði­heilda. Sviðs­myndin heldur opnum þeim mögu­leika að byggja upp fleiri orku­mann­virki og háspennu­línur á mið­há­lend­inu. Tæki­færi tengj­ast frið­lýs­ingum í sam­ræmi við nátt­úru­minja­skrá og með skil­grein­ingu víð­erna.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar