Ófrávíkjanleg krafa um að Katrín verði forsætisráðherra

Meirihluti stjórnmálaflokka sem á sæti á Alþingi vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra frekar en Bjarna Benediktsson, óháð því hvaða flokkar enda í ríkisstjórn. Mikill póker er nú leikinn við hið óformlega stjórnarmyndunarborð.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Mik­ill póker er nú leik­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Mestar líkur eru taldar á því að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks verði mynduð eins og staðan er í dag. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur hins vegar gert við­mæl­endum sínum það algjör­lega skýrt að í slíkri stjórn yrði hún að vera for­sæt­is­ráð­herra. Það er ófrá­víkj­an­leg krafa sem verður að mæta áður en byrjað yrði að ræða um mál­efni. Næsta rík­is­stjórn þurfi leið­toga sem kljúfi ekki þjóð­ina.

Sú krafa hefur ekki hlotið góðan hljóm­grunn hjá Sjálf­stæð­is­flokknum sem þykir eðli­legt að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður hans, verði áfram for­sæt­is­ráð­herra í ljósi þess að flokk­ur­inn er stærsti flokkur lands­ins. Ef til greina kæmi að gefa eftir for­sæt­is­ráðu­neytið myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fara fram á aukið vægi ráðu­neyta í nýrri stjórn í sára­bæt­ur.

Það liggur þó fyrir að Katrín nýtur stuðn­ings Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar, og Við­reisnar sem næsti for­sæt­is­ráð­herra umfram Bjarna. Pírötum hugn­ast einnig mun frekar að Katrín verði for­sæt­is­ráð­herra en Bjarni, þótt að þeir styðji ekki allar teg­undir stjórna sem hún gæti leitt. Þeir eru sér­stak­lega mót­fallnir rík­is­stjórn sem inni­heldur Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Því er meiri­hluti þing­manna á bak við það að Katrín leiði næstu rík­is­stjórn frekar en Bjarni.

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja að enn sé unnið að hálfu Vinstri grænna að koma á mögu­legri rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki þar Sam­fylk­ingin myndi koma í stað Fram­sókn­ar­flokks. Nokkur ljón eru þar í veg­in­um, sér­stak­lega það að Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, og Bjarni Bene­dikts­son hafa aldrei rætt saman um mögu­legt sam­starf og þekkj­ast lítið sem ekk­ert. Ólík­legt er talið að báðar þessar kröfur Vinstri grænna, að fá for­sæt­is­ráðu­neytið og Sam­fylk­ing­una inn í rík­is­stjórn, muni fást upp­fyllt­ar.

Kosningarnar í október skiluðu sér í því að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fimm þingmönnum. Hann er samt sem áður stærsti þingflokkurinn. Hér sést Bjarni Benediktsson kjósa fyrir tíu dögum síðan. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞriðja mögu­lega stjórnin sem hefur verið rædd und­an­farna daga er stjórn gamla fjór­flokks­ins. Þ.e. Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lít­ill sem eng­inn áhugi er sagður á þeirri stjórn innan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar er hins vegar vilji til að kanna að taka Við­reisn inn í slíka stjórn í stað Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Enn von­ast eftir stjórn­ar­and­stöðu­stjórn

Ef for­seta Íslands verður ekki til­kynnt um mögu­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður í á næstu dögum er allt eins búist við því að hann láti Bjarna Bene­dikts­son fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið og leyfi honum að spreyta sig við myndun stjórn­ar.

Það fjölgar þó ekk­ert mögu­leik­unum sem eru í stöð­unni eins og hún er í dag. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær þá telja nær allir við­mæl­endur hans að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Flokks fólks­ins, sem er oft­ast kölluð „Mogga­stjórnin“ sökum áhuga Morg­un­blaðs­ins á myndun henn­ar, ekki talin raun­hæfur mögu­leiki. Myndun hennar sé hótun sem notuð sé í þeim póker sem nú sé spil­aður við stjórn­ar­mynd­un­ar­borð­ið. En aðrir flokkar virð­ast ætla að sjá í gegnum þá hótun og láta reyna á alvar­leika hennar í stað þess að gefa eftir kröfur sínar til þess að stöðva myndun „Mogga­stjórn­ar­innar“.

Fyrir liggur að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ekki áhuga á að vinna með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, eftir allt sem á undan hefur gengið þeirra á milli. Hann sagði við mbl.is í fyrra­dag að hann væri ekki spenntur fyrir ofan­greindri sam­setn­ingu á rík­is­stjórn. Hann hafi „lagt áherslu á að rík­­­is­­­stjórn í land­inu, til að búa til póli­­­tísk­an stöðug­­­leika, þurfi breið­­ari skír­skot­un. Ég get ekki séð að hún myndi svara því kall­i.“

Þetta er afstaða sem for­menn ann­arra flokka á miðju- og vinstri væng stjórn­mál­anna deila. Breið skírskotun og stöð­ug­leiki felist ekki í því að leiða tvo umdeild­ustu stjórn­mála­menn þjóð­ar­inn­ar, Sig­mund Davíð og Bjarna, saman í rík­is­stjórn að nýju.

Innan Sam­fylk­ingar og Pírata er enn mik­ill vilji til þess að end­ur­vekja við­ræður núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem sigldu í strand á mánu­dag vegna afstöðu Fram­sókn­ar­flokks gagn­vart þeim, jafn­vel með aðkomu Við­reisn­ar. Hvorki Vinstri græn né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa haft áhuga á end­ur­vakn­ingu þess sam­tals, að minnsta kosti ekki í bili.

Patt­staðan í íslenskum stjórn­málum heldur því áfram.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar