Skora á yfirvöld að stöðva núverandi sölufyrirkomulag á rafrettum

Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er til staðar vegna skaðlegra áhrifa. Alþingi samþykkti í sumar ný lög varðandi rafrettur en lögin taka gildi í mars á næsta ári.

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Lækna­fé­lag Íslands skorar á yfir­völd að stöðva án tafar sölu á ra­frett­u­m eftir því fyr­ir­komu­lagi sem nú er til staðar vegna skað­legra áhrifa rafretta. Sam­kvæmt ályktun Lækna­fé­lags­ins þarf að finna við­eig­andi lausn á sölu ra­fretta ­sem hjálp­ar­tæki til að hætta reyk­ing­um, með því til dæmis að selja þær í apó­tekum en í álykt­un­inni segir að núver­andi sölu­fyr­ir­komu­lag sé óásætt­an­leg­t. Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu frá Lækna­­fé­lag­inu en aðal­fundur félags­ins var hald­inn síð­asta fimmtu­dag þar sem sjö álykt­­anir voru sam­­þykktar um marg­vís­­leg mál­efni sem snerta heil­brigð­is­­mál.

Í álykt­un­inni kemur fram að tæp­lega fjórð­ungur tíunda­bekk­inga hafi reykt rafrett­ur einu sinni eða oft­ar ­síð­ast­lið­inn mán­uð ­sam­kvæmt ný­birtum lýð­heilsu­vísis land­lækn­is­. Því þykir Lækna­fé­lag­inu rétt að bregð­ast við en sam­kvæmt félag­inu stefnir þessi þróun þeim mikla árangri sem Íslend­ingar hafa náð í minnka reyk­ingar barna í hættu.

Lög um ra­frett­ur ­sam­þykkt í sumar

Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðnum ný lög varð­and­i ra­frett­ur og áfyll­ingar fyr­ir­ ra­frett­ur en lögin öðl­ast gildi í mars 2019. Í lög­unum segir að mark­mið lag­anna sé að veita heim­ildir til inn­flutn­ings, sölu, ­mark­aðs­setn­ing­ar og notk­un­ar ra­frettna og tryggja gæði og örygg­i ra­frettna og áfyll­inga fyr­ir­ ra­frett­ur á mark­aði og tryggja með til­tækum ráð­stöf­unum að börn geti ekki keypt ra­frett­ur.

Auglýsing

Seinna í sama mán­uði sendi Lækna­fé­lag Íslands frá sér ályktun um lög­in, þar sem skorað var á heil­brigð­is­ráð­herra að leggja fram laga­breyt­ing­ar­til­lögu við fram­an­greind lög um að bætt verði við að bannað væri að nota ra­frett­ur á veit­inga og skemmti­stöð­u­m. LÍ telur það ganga gegn settum lýð­heilsu­m­ark­miðum um að draga úr reyk­ingum og neyslu ávana- og fíkni­efna s.s. nikótíns að ekki skuli hafa verið bann­aðar reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöðum í hinum nýju lög­um. 

Heimilt er að nota rafrettur inn á veitingastöðum samkvæmt núverandi lögumÍ tóbaks­varn­ar­lögum eru reyk­ingar óheim­ilar á veit­inga- og skemmti­stöðum vegna mögu­legra  áhrifa á óbeinar reyk­ingar geta haft á heilsu­far þeirra sem við­staddir eru. Sam­kvæmt á­lykt­un­inn­i tel­ur LÍ  mik­il­vægt að sömu heil­brigð­is- og for­varn­ar­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi þegar kemur að reyk­ingum á ra­frett­u­m. 

„Við með­ferð laga um ra­frett­ur á Alþingi var lagt til að sam­bæri­legt bann yrði sett fyrir notk­un ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöð­um. Með naumum meiri­hluta, 26 atkvæðum gegn 25 var sú breyt­ing­ar­til­laga felld. Þegar hin nýju lög um ra­frett­ur ­ganga í gildi verður eig­endum veit­inga- og skemmti­staða því í sjálfs­vald sett hvort reykja meg­i ra­frett­ur á þessum stöð­u­m,“ segir í ályktun Lækna­fé­lags­ins.

Lækna­fé­lagið lýsti í álykt­un­inni yfir sér­stök­um á­hyggj­u­m í þessu til­liti vegna við­kvæmra hópa s.s. barna, fyrr­ver­andi reyk­inga­fólks og ein­stak­linga með við­kvæma hjarta- og lungna­sjúk­dóma. Í álykt­un­inni segir að mik­il­vægt sé virða rétt þeirra sem náð hafa að hætta neyslu nikótíns, en að þeir aðilar verði með þessum hætti óhjá­kvæmi­lega fyrir áhrifum óbeinna reyk­inga. LÍ hvetur því í álykt­un­inni alþing­is­menn til að lag­færa þau mis­tök sem félagið telur að gerð hafi verið við afgreiðslu fram­an­greindrar breyt­ing­ar­til­lög­u. Tak­ist ekki með laga­breyt­ingu að banna reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og ­skemmti­stöðum skorar stjórn Lækna­fé­lags Íslands á eig­endur þess­ara staða að banna reyk­ing­ar ra­fretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi.

Notk­un ra­fretta hefur ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja

Kjarn­inn greindi frá því á síð­asta ári að sam­kvæmt sölu­að­il­u­m nikótín­lyfja á Íslandi hafði aukin notk­un ra­fretta ekki áhrif á sölu þeirra. Brynj­­úlfur Guð­­munds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­Arta­san lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins benti á í sam­tali við Kjarn­ann að ekki væri búið að sanna að ra­frett­ur hjálpi fólki að hætta að reykja. En sam­kvæmt sölu­að­ilum eru rafrettur í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in ­vegna mis­mun­andi mark­hóps, unga fólkið sem not­ar ra­frett­ur í mestu mæli notar var­la nikótín­lyf­. Rann­­sóknir hafa á hinn bóg­inn sýnt að átta af tíu sem nota ra­frett­ur reyktu einnig.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent