Skora á yfirvöld að stöðva núverandi sölufyrirkomulag á rafrettum

Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er til staðar vegna skaðlegra áhrifa. Alþingi samþykkti í sumar ný lög varðandi rafrettur en lögin taka gildi í mars á næsta ári.

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Lækna­fé­lag Íslands skorar á yfir­völd að stöðva án tafar sölu á ra­frett­u­m eftir því fyr­ir­komu­lagi sem nú er til staðar vegna skað­legra áhrifa rafretta. Sam­kvæmt ályktun Lækna­fé­lags­ins þarf að finna við­eig­andi lausn á sölu ra­fretta ­sem hjálp­ar­tæki til að hætta reyk­ing­um, með því til dæmis að selja þær í apó­tekum en í álykt­un­inni segir að núver­andi sölu­fyr­ir­komu­lag sé óásætt­an­leg­t. Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu frá Lækna­­fé­lag­inu en aðal­fundur félags­ins var hald­inn síð­asta fimmtu­dag þar sem sjö álykt­­anir voru sam­­þykktar um marg­vís­­leg mál­efni sem snerta heil­brigð­is­­mál.

Í álykt­un­inni kemur fram að tæp­lega fjórð­ungur tíunda­bekk­inga hafi reykt rafrett­ur einu sinni eða oft­ar ­síð­ast­lið­inn mán­uð ­sam­kvæmt ný­birtum lýð­heilsu­vísis land­lækn­is­. Því þykir Lækna­fé­lag­inu rétt að bregð­ast við en sam­kvæmt félag­inu stefnir þessi þróun þeim mikla árangri sem Íslend­ingar hafa náð í minnka reyk­ingar barna í hættu.

Lög um ra­frett­ur ­sam­þykkt í sumar

Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðnum ný lög varð­and­i ra­frett­ur og áfyll­ingar fyr­ir­ ra­frett­ur en lögin öðl­ast gildi í mars 2019. Í lög­unum segir að mark­mið lag­anna sé að veita heim­ildir til inn­flutn­ings, sölu, ­mark­aðs­setn­ing­ar og notk­un­ar ra­frettna og tryggja gæði og örygg­i ra­frettna og áfyll­inga fyr­ir­ ra­frett­ur á mark­aði og tryggja með til­tækum ráð­stöf­unum að börn geti ekki keypt ra­frett­ur.

Auglýsing

Seinna í sama mán­uði sendi Lækna­fé­lag Íslands frá sér ályktun um lög­in, þar sem skorað var á heil­brigð­is­ráð­herra að leggja fram laga­breyt­ing­ar­til­lögu við fram­an­greind lög um að bætt verði við að bannað væri að nota ra­frett­ur á veit­inga og skemmti­stöð­u­m. LÍ telur það ganga gegn settum lýð­heilsu­m­ark­miðum um að draga úr reyk­ingum og neyslu ávana- og fíkni­efna s.s. nikótíns að ekki skuli hafa verið bann­aðar reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöðum í hinum nýju lög­um. 

Heimilt er að nota rafrettur inn á veitingastöðum samkvæmt núverandi lögumÍ tóbaks­varn­ar­lögum eru reyk­ingar óheim­ilar á veit­inga- og skemmti­stöðum vegna mögu­legra  áhrifa á óbeinar reyk­ingar geta haft á heilsu­far þeirra sem við­staddir eru. Sam­kvæmt á­lykt­un­inn­i tel­ur LÍ  mik­il­vægt að sömu heil­brigð­is- og for­varn­ar­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi þegar kemur að reyk­ingum á ra­frett­u­m. 

„Við með­ferð laga um ra­frett­ur á Alþingi var lagt til að sam­bæri­legt bann yrði sett fyrir notk­un ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöð­um. Með naumum meiri­hluta, 26 atkvæðum gegn 25 var sú breyt­ing­ar­til­laga felld. Þegar hin nýju lög um ra­frett­ur ­ganga í gildi verður eig­endum veit­inga- og skemmti­staða því í sjálfs­vald sett hvort reykja meg­i ra­frett­ur á þessum stöð­u­m,“ segir í ályktun Lækna­fé­lags­ins.

Lækna­fé­lagið lýsti í álykt­un­inni yfir sér­stök­um á­hyggj­u­m í þessu til­liti vegna við­kvæmra hópa s.s. barna, fyrr­ver­andi reyk­inga­fólks og ein­stak­linga með við­kvæma hjarta- og lungna­sjúk­dóma. Í álykt­un­inni segir að mik­il­vægt sé virða rétt þeirra sem náð hafa að hætta neyslu nikótíns, en að þeir aðilar verði með þessum hætti óhjá­kvæmi­lega fyrir áhrifum óbeinna reyk­inga. LÍ hvetur því í álykt­un­inni alþing­is­menn til að lag­færa þau mis­tök sem félagið telur að gerð hafi verið við afgreiðslu fram­an­greindrar breyt­ing­ar­til­lög­u. Tak­ist ekki með laga­breyt­ingu að banna reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og ­skemmti­stöðum skorar stjórn Lækna­fé­lags Íslands á eig­endur þess­ara staða að banna reyk­ing­ar ra­fretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi.

Notk­un ra­fretta hefur ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja

Kjarn­inn greindi frá því á síð­asta ári að sam­kvæmt sölu­að­il­u­m nikótín­lyfja á Íslandi hafði aukin notk­un ra­fretta ekki áhrif á sölu þeirra. Brynj­­úlfur Guð­­munds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­Arta­san lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins benti á í sam­tali við Kjarn­ann að ekki væri búið að sanna að ra­frett­ur hjálpi fólki að hætta að reykja. En sam­kvæmt sölu­að­ilum eru rafrettur í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in ­vegna mis­mun­andi mark­hóps, unga fólkið sem not­ar ra­frett­ur í mestu mæli notar var­la nikótín­lyf­. Rann­­sóknir hafa á hinn bóg­inn sýnt að átta af tíu sem nota ra­frett­ur reyktu einnig.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent