Skora á yfirvöld að stöðva núverandi sölufyrirkomulag á rafrettum

Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er til staðar vegna skaðlegra áhrifa. Alþingi samþykkti í sumar ný lög varðandi rafrettur en lögin taka gildi í mars á næsta ári.

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Lækna­fé­lag Íslands skorar á yfir­völd að stöðva án tafar sölu á ra­frett­u­m eftir því fyr­ir­komu­lagi sem nú er til staðar vegna skað­legra áhrifa rafretta. Sam­kvæmt ályktun Lækna­fé­lags­ins þarf að finna við­eig­andi lausn á sölu ra­fretta ­sem hjálp­ar­tæki til að hætta reyk­ing­um, með því til dæmis að selja þær í apó­tekum en í álykt­un­inni segir að núver­andi sölu­fyr­ir­komu­lag sé óásætt­an­leg­t. Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu frá Lækna­­fé­lag­inu en aðal­fundur félags­ins var hald­inn síð­asta fimmtu­dag þar sem sjö álykt­­anir voru sam­­þykktar um marg­vís­­leg mál­efni sem snerta heil­brigð­is­­mál.

Í álykt­un­inni kemur fram að tæp­lega fjórð­ungur tíunda­bekk­inga hafi reykt rafrett­ur einu sinni eða oft­ar ­síð­ast­lið­inn mán­uð ­sam­kvæmt ný­birtum lýð­heilsu­vísis land­lækn­is­. Því þykir Lækna­fé­lag­inu rétt að bregð­ast við en sam­kvæmt félag­inu stefnir þessi þróun þeim mikla árangri sem Íslend­ingar hafa náð í minnka reyk­ingar barna í hættu.

Lög um ra­frett­ur ­sam­þykkt í sumar

Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðnum ný lög varð­and­i ra­frett­ur og áfyll­ingar fyr­ir­ ra­frett­ur en lögin öðl­ast gildi í mars 2019. Í lög­unum segir að mark­mið lag­anna sé að veita heim­ildir til inn­flutn­ings, sölu, ­mark­aðs­setn­ing­ar og notk­un­ar ra­frettna og tryggja gæði og örygg­i ra­frettna og áfyll­inga fyr­ir­ ra­frett­ur á mark­aði og tryggja með til­tækum ráð­stöf­unum að börn geti ekki keypt ra­frett­ur.

Auglýsing

Seinna í sama mán­uði sendi Lækna­fé­lag Íslands frá sér ályktun um lög­in, þar sem skorað var á heil­brigð­is­ráð­herra að leggja fram laga­breyt­ing­ar­til­lögu við fram­an­greind lög um að bætt verði við að bannað væri að nota ra­frett­ur á veit­inga og skemmti­stöð­u­m. LÍ telur það ganga gegn settum lýð­heilsu­m­ark­miðum um að draga úr reyk­ingum og neyslu ávana- og fíkni­efna s.s. nikótíns að ekki skuli hafa verið bann­aðar reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöðum í hinum nýju lög­um. 

Heimilt er að nota rafrettur inn á veitingastöðum samkvæmt núverandi lögumÍ tóbaks­varn­ar­lögum eru reyk­ingar óheim­ilar á veit­inga- og skemmti­stöðum vegna mögu­legra  áhrifa á óbeinar reyk­ingar geta haft á heilsu­far þeirra sem við­staddir eru. Sam­kvæmt á­lykt­un­inn­i tel­ur LÍ  mik­il­vægt að sömu heil­brigð­is- og for­varn­ar­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi þegar kemur að reyk­ingum á ra­frett­u­m. 

„Við með­ferð laga um ra­frett­ur á Alþingi var lagt til að sam­bæri­legt bann yrði sett fyrir notk­un ra­frettna á veit­inga- og skemmti­stöð­um. Með naumum meiri­hluta, 26 atkvæðum gegn 25 var sú breyt­ing­ar­til­laga felld. Þegar hin nýju lög um ra­frett­ur ­ganga í gildi verður eig­endum veit­inga- og skemmti­staða því í sjálfs­vald sett hvort reykja meg­i ra­frett­ur á þessum stöð­u­m,“ segir í ályktun Lækna­fé­lags­ins.

Lækna­fé­lagið lýsti í álykt­un­inni yfir sér­stök­um á­hyggj­u­m í þessu til­liti vegna við­kvæmra hópa s.s. barna, fyrr­ver­andi reyk­inga­fólks og ein­stak­linga með við­kvæma hjarta- og lungna­sjúk­dóma. Í álykt­un­inni segir að mik­il­vægt sé virða rétt þeirra sem náð hafa að hætta neyslu nikótíns, en að þeir aðilar verði með þessum hætti óhjá­kvæmi­lega fyrir áhrifum óbeinna reyk­inga. LÍ hvetur því í álykt­un­inni alþing­is­menn til að lag­færa þau mis­tök sem félagið telur að gerð hafi verið við afgreiðslu fram­an­greindrar breyt­ing­ar­til­lög­u. Tak­ist ekki með laga­breyt­ingu að banna reyk­ing­ar ra­frettna á veit­inga- og ­skemmti­stöðum skorar stjórn Lækna­fé­lags Íslands á eig­endur þess­ara staða að banna reyk­ing­ar ra­fretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi.

Notk­un ra­fretta hefur ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja

Kjarn­inn greindi frá því á síð­asta ári að sam­kvæmt sölu­að­il­u­m nikótín­lyfja á Íslandi hafði aukin notk­un ra­fretta ekki áhrif á sölu þeirra. Brynj­­úlfur Guð­­munds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­Arta­san lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins benti á í sam­tali við Kjarn­ann að ekki væri búið að sanna að ra­frett­ur hjálpi fólki að hætta að reykja. En sam­kvæmt sölu­að­ilum eru rafrettur í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in ­vegna mis­mun­andi mark­hóps, unga fólkið sem not­ar ra­frett­ur í mestu mæli notar var­la nikótín­lyf­. Rann­­sóknir hafa á hinn bóg­inn sýnt að átta af tíu sem nota ra­frett­ur reyktu einnig.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent