Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní

Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Auglýsing

Kvika banki hefur keypt allt hlutafé í GAMMA Capi­tal Mana­gement á tæp­lega 2,9 millj­arða króna. GAMMA verður eftir kaupin dótt­ur­fé­lag Kviku.

Miðað við bók­fært virði árang­urstengdra þókn­ana hjá GAMMA í lok júní 2018 nemur kaup­verðið þó 2,4 millj­örðum króna. Kaup­verðið er greitt með 839 millj­ónum króna í reiðu­fé, með hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA upp á 535 millj­ónir króna auk þess sem árang­urstengdar greiðslur sem metnar eru á 1.032 millj­ónir króna verða greiddar þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Verðið er umtals­vert lægra en til stóð að greiða fyrir GAMMA þegar til­kynnt var um vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin í júní síð­ast­liðn­um. Þá kom fram að kaup­verðið ætti að vera 3.750 millj­ónir króna.

End­an­legt kaup­verð liggur ekki fyrir

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að hlut­hafar GAMMA muni einnig eiga „rétt til auk­inna greiðslna vegna árang­urstengdra þókn­ana fast­eigna­sjóða félags­ins. Kaup­verðið á GAMMA getur jafn­framt tekið breyt­ingum til hækk­unar eða lækk­unar eftir því hvernig rekstur og verð­mæti eigna GAMMA þró­ast á næstu miss­er­um.“

GAMMA er tíu ára gam­alt sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki sem rekur nokkra af stærstu fyr­ir­tækja­skulda­bréfa­sjóðum lands­ins. Sjóðir þess eru líka á meðal stærstu fjár­festum á íslenskum fast­eigna­mark­aði og alls er stærð þeirra um 140 millj­arðar króna. Sam­an­lagðar eignir í stýr­ingu hjá Kviku og rekstr­ar­fé­lögum í eigu bank­ans verða um 400 millj­arðar króna gangi kaupin á GAMMA eft­ir.

Auglýsing
Kvika hefur verið að vaxa hratt á síð­ustu árum með yfir­tökum á öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Stjórn bank­ans sam­þykkti í júlí að stefna að skrán­ingu hluta­bréfa Kviku á aðal­markað Kaup­hallar Íslands innan árs.

Stærstu eig­endur GAMMA voru Gísli Hauks­­­son og Agnar Tómas Möll­er, fram­­­kvæmda­­­stjóri sjóða GAMMA, en báðir eiga þeir 31 pró­­­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. Gísli er hættur störfum hjá fyr­ir­tæk­inu og sinnir nú eigin fjár­­­­­fest­ing­­­um. Þar að auki áttu Guð­­mundur Björns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri rekstr­­ar­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Straum­­nes, sem er í eigu Fen­­ger-­­barna, hvor sinn tíu pró­­senta hlut. Vald­i­mar Ármann, for­­stjóri GAMMA, átti einnig 5 pró­­senta hlut í fyr­ir­tæk­in­u.

Stefnt að því að sam­eina starf­semi í London

Valdi­mar Ármann, for­stjóri GAMMA, segir að salan styrki GAMMA. „Ár­angur GAMMA und­an­far­inn ára­tug er mik­ils­verður fyrir við­skipta­vini, starfs­menn sem og hlut­hafa. Félagið er eitt öfl­ug­asta sjóða­stýr­ing­ar­fé­lag lands­ins og rekur fjöl­breytt sjóða­úr­val sem er um 140 millj­arðar króna að stærð. Við hjá GAMMA lítum stolt um öxl á þessum tíma­mótum og björtum augum til fram­tíð­ar.“

Gísli Hauks­son, stærsti eig­andi GAMMA sem hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­inu fyrr á þessu ári, segir í til­kynn­ingu að það felist mikil tæki­færi fyrir hlut­hafa GAMMA að hluti kaup­verðs­ins sé greiddur í hlut­deild­ar­skír­teinum sjóða félags­ins.

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, segir að kaupin á GAMMA efli veru­lega eigna- og sjóða­stýr­ingu Kviku og auki umtals­vert vænta arð­semi bank­ans. „Stefnt er að því að sam­eina starf­semi félag­anna í London, sem mun skjóta styrk­ari stoðum undir erlenda starf­semi bank­ans. Starfs­fólk GAMMA hefur náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri í sjóða­stýr­ingu á und­an­förnum árum og það er mik­ill fengur fyrir Kviku að fá góðan hóp til liðs við sig.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent