Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní

Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Auglýsing

Kvika banki hefur keypt allt hlutafé í GAMMA Capi­tal Mana­gement á tæp­lega 2,9 millj­arða króna. GAMMA verður eftir kaupin dótt­ur­fé­lag Kviku.

Miðað við bók­fært virði árang­urstengdra þókn­ana hjá GAMMA í lok júní 2018 nemur kaup­verðið þó 2,4 millj­örðum króna. Kaup­verðið er greitt með 839 millj­ónum króna í reiðu­fé, með hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA upp á 535 millj­ónir króna auk þess sem árang­urstengdar greiðslur sem metnar eru á 1.032 millj­ónir króna verða greiddar þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Verðið er umtals­vert lægra en til stóð að greiða fyrir GAMMA þegar til­kynnt var um vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin í júní síð­ast­liðn­um. Þá kom fram að kaup­verðið ætti að vera 3.750 millj­ónir króna.

End­an­legt kaup­verð liggur ekki fyrir

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að hlut­hafar GAMMA muni einnig eiga „rétt til auk­inna greiðslna vegna árang­urstengdra þókn­ana fast­eigna­sjóða félags­ins. Kaup­verðið á GAMMA getur jafn­framt tekið breyt­ingum til hækk­unar eða lækk­unar eftir því hvernig rekstur og verð­mæti eigna GAMMA þró­ast á næstu miss­er­um.“

GAMMA er tíu ára gam­alt sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki sem rekur nokkra af stærstu fyr­ir­tækja­skulda­bréfa­sjóðum lands­ins. Sjóðir þess eru líka á meðal stærstu fjár­festum á íslenskum fast­eigna­mark­aði og alls er stærð þeirra um 140 millj­arðar króna. Sam­an­lagðar eignir í stýr­ingu hjá Kviku og rekstr­ar­fé­lögum í eigu bank­ans verða um 400 millj­arðar króna gangi kaupin á GAMMA eft­ir.

Auglýsing
Kvika hefur verið að vaxa hratt á síð­ustu árum með yfir­tökum á öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Stjórn bank­ans sam­þykkti í júlí að stefna að skrán­ingu hluta­bréfa Kviku á aðal­markað Kaup­hallar Íslands innan árs.

Stærstu eig­endur GAMMA voru Gísli Hauks­­­son og Agnar Tómas Möll­er, fram­­­kvæmda­­­stjóri sjóða GAMMA, en báðir eiga þeir 31 pró­­­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. Gísli er hættur störfum hjá fyr­ir­tæk­inu og sinnir nú eigin fjár­­­­­fest­ing­­­um. Þar að auki áttu Guð­­mundur Björns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri rekstr­­ar­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Straum­­nes, sem er í eigu Fen­­ger-­­barna, hvor sinn tíu pró­­senta hlut. Vald­i­mar Ármann, for­­stjóri GAMMA, átti einnig 5 pró­­senta hlut í fyr­ir­tæk­in­u.

Stefnt að því að sam­eina starf­semi í London

Valdi­mar Ármann, for­stjóri GAMMA, segir að salan styrki GAMMA. „Ár­angur GAMMA und­an­far­inn ára­tug er mik­ils­verður fyrir við­skipta­vini, starfs­menn sem og hlut­hafa. Félagið er eitt öfl­ug­asta sjóða­stýr­ing­ar­fé­lag lands­ins og rekur fjöl­breytt sjóða­úr­val sem er um 140 millj­arðar króna að stærð. Við hjá GAMMA lítum stolt um öxl á þessum tíma­mótum og björtum augum til fram­tíð­ar.“

Gísli Hauks­son, stærsti eig­andi GAMMA sem hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­inu fyrr á þessu ári, segir í til­kynn­ingu að það felist mikil tæki­færi fyrir hlut­hafa GAMMA að hluti kaup­verðs­ins sé greiddur í hlut­deild­ar­skír­teinum sjóða félags­ins.

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, segir að kaupin á GAMMA efli veru­lega eigna- og sjóða­stýr­ingu Kviku og auki umtals­vert vænta arð­semi bank­ans. „Stefnt er að því að sam­eina starf­semi félag­anna í London, sem mun skjóta styrk­ari stoðum undir erlenda starf­semi bank­ans. Starfs­fólk GAMMA hefur náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri í sjóða­stýr­ingu á und­an­förnum árum og það er mik­ill fengur fyrir Kviku að fá góðan hóp til liðs við sig.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent