Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní

Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Auglýsing

Kvika banki hefur keypt allt hlutafé í GAMMA Capi­tal Mana­gement á tæp­lega 2,9 millj­arða króna. GAMMA verður eftir kaupin dótt­ur­fé­lag Kviku.

Miðað við bók­fært virði árang­urstengdra þókn­ana hjá GAMMA í lok júní 2018 nemur kaup­verðið þó 2,4 millj­örðum króna. Kaup­verðið er greitt með 839 millj­ónum króna í reiðu­fé, með hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA upp á 535 millj­ónir króna auk þess sem árang­urstengdar greiðslur sem metnar eru á 1.032 millj­ónir króna verða greiddar þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Verðið er umtals­vert lægra en til stóð að greiða fyrir GAMMA þegar til­kynnt var um vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin í júní síð­ast­liðn­um. Þá kom fram að kaup­verðið ætti að vera 3.750 millj­ónir króna.

End­an­legt kaup­verð liggur ekki fyrir

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að hlut­hafar GAMMA muni einnig eiga „rétt til auk­inna greiðslna vegna árang­urstengdra þókn­ana fast­eigna­sjóða félags­ins. Kaup­verðið á GAMMA getur jafn­framt tekið breyt­ingum til hækk­unar eða lækk­unar eftir því hvernig rekstur og verð­mæti eigna GAMMA þró­ast á næstu miss­er­um.“

GAMMA er tíu ára gam­alt sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki sem rekur nokkra af stærstu fyr­ir­tækja­skulda­bréfa­sjóðum lands­ins. Sjóðir þess eru líka á meðal stærstu fjár­festum á íslenskum fast­eigna­mark­aði og alls er stærð þeirra um 140 millj­arðar króna. Sam­an­lagðar eignir í stýr­ingu hjá Kviku og rekstr­ar­fé­lögum í eigu bank­ans verða um 400 millj­arðar króna gangi kaupin á GAMMA eft­ir.

Auglýsing
Kvika hefur verið að vaxa hratt á síð­ustu árum með yfir­tökum á öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Stjórn bank­ans sam­þykkti í júlí að stefna að skrán­ingu hluta­bréfa Kviku á aðal­markað Kaup­hallar Íslands innan árs.

Stærstu eig­endur GAMMA voru Gísli Hauks­­­son og Agnar Tómas Möll­er, fram­­­kvæmda­­­stjóri sjóða GAMMA, en báðir eiga þeir 31 pró­­­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. Gísli er hættur störfum hjá fyr­ir­tæk­inu og sinnir nú eigin fjár­­­­­fest­ing­­­um. Þar að auki áttu Guð­­mundur Björns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri rekstr­­ar­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Straum­­nes, sem er í eigu Fen­­ger-­­barna, hvor sinn tíu pró­­senta hlut. Vald­i­mar Ármann, for­­stjóri GAMMA, átti einnig 5 pró­­senta hlut í fyr­ir­tæk­in­u.

Stefnt að því að sam­eina starf­semi í London

Valdi­mar Ármann, for­stjóri GAMMA, segir að salan styrki GAMMA. „Ár­angur GAMMA und­an­far­inn ára­tug er mik­ils­verður fyrir við­skipta­vini, starfs­menn sem og hlut­hafa. Félagið er eitt öfl­ug­asta sjóða­stýr­ing­ar­fé­lag lands­ins og rekur fjöl­breytt sjóða­úr­val sem er um 140 millj­arðar króna að stærð. Við hjá GAMMA lítum stolt um öxl á þessum tíma­mótum og björtum augum til fram­tíð­ar.“

Gísli Hauks­son, stærsti eig­andi GAMMA sem hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­inu fyrr á þessu ári, segir í til­kynn­ingu að það felist mikil tæki­færi fyrir hlut­hafa GAMMA að hluti kaup­verðs­ins sé greiddur í hlut­deild­ar­skír­teinum sjóða félags­ins.

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, segir að kaupin á GAMMA efli veru­lega eigna- og sjóða­stýr­ingu Kviku og auki umtals­vert vænta arð­semi bank­ans. „Stefnt er að því að sam­eina starf­semi félag­anna í London, sem mun skjóta styrk­ari stoðum undir erlenda starf­semi bank­ans. Starfs­fólk GAMMA hefur náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri í sjóða­stýr­ingu á und­an­förnum árum og það er mik­ill fengur fyrir Kviku að fá góðan hóp til liðs við sig.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent