Ríkislögmaður víkur sæti í bótamáli

Sáttanefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vinnur með ríkislögmanni við að semja um bótagreiðslur til þeirra sem voru sýknaðir. Ríkislögmaður er hins vegar vanhæfur vegna aðkomu föður hans að rannsókn málsins og því hefur nýr verið settur.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Einar Karl Hall­varðs­son rík­is­lög­maður er van­hæfur til að koma að bóta­máli þeirra sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu.

Ástæðan er sú að faðir hans Hall­varður Ein­varðs­son var vara­rík­is­sak­sókn­ari þegar rann­sókn á mál­unum hófst í kringum ára­mótin 1975-76. Hann hefur því vikið sæti í bóta­mál­inu og Andri Árna­son lög­maður hefur verið settur rík­is­lög­maður í hans stað í mál­inu. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

End­­ur­­upp­­­töku­­nefnd féllst í febr­­úar í fyrra á að dómur Hæsta­réttar í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu sem felldur var árið 1980 skyldi tek­inn upp hvað varð­aði fimm sak­­born­inga af sex. End­­ur­­upp­­­töku­beiðni Erlu Bolla­dóttur var hins vegar hafn­að. Þann 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn voru fimm­menn­ing­arnir sýkn­aðir í Hæsta­rétti.

Auglýsing

Í byrjun októ­ber skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sátta­nefnd fyrir hönd stjórn­valda til að leiða sátta­við­ræður við fyrr­ver­andi sak­born­inga. Nefnd­ina skipa Kristrún Heim­is­dóttir lög­­fræð­ing­­ur, en hún mun sitja sem full­­trúi for­sæt­is­ráðu­neytis og for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, Bryn­­dís Helga­dóttir skrif­­stofu­­stjóri í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu og Magnús Óskar Haf­­steins­­son sér­­fræð­ingur í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu. Rík­is­lög­maður vinnur að mál­inu ásamt sátta­nefnd­inni þar sem hún hefur ekki umboð lögum sam­kvæmt að semja um greiðslur úr rík­is­sjóði.  

Katrín segir við Frétta­blaðið að van­hæfi Ein­ars Karls hafi legið fyrir frá önd­verðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent