Vopnuð útköll sérsveitarinnar nær þrefaldast á einu ári

Vopnuð útköll og verkefni sérsveitar lögreglunnar jukust um 190 útköll á milli ára. Skýring lögreglunnar er að tilkynningum um vopnaða einstaklinga hefur fjölgað undanfarin ár og þar af leiðandi útköllum lögreglu til að sinna þeim verkefnum.

Lögreglan
Auglýsing

Vopnuðum útköllum sérsveitar lögreglunnar hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum en það sem af er ári hefur sérsveitin sinnt 177 vopnuðum verkefnum og útköllum. Fjöldi vopnaðra útkalla jókst úr 108 útköllum árið 2016 í 298 útköll árið 2017 og því nærri þrefaldst á milli ári. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára Mccarthy, þingmanns Pírata.

Breyting á eðli brota og samsetningu brotamanna í landinu

Í svari dómsmálaráðherra segir að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefur tilkynningum um fjölda vopnaðra einstaklinga fjölgað undanfarin ár og þar af leiðandi útköllum til að sinna þeim verkefnum en ástæða þess er meðal annars breyting á eðli brota og samsetningu brotamanna í landinu.

Í svari við spurningu Smára, um hvort að gerðar hafi verið breytingar á starfsreglum, málaflokkum eða aðgerðavenjum lögreglu á undanförnu ári, segir að ekki hafi verið gerðar breytingar á þessum sviðum varðandi sérsveit ríkislögreglustjóra heldur er skýrningin breyting á eðli brota og samsetningu brotamanna í landinu en tilkynningar um vopnaða einstaklinga hefur aukist til muna á milli ára en árið 2017 voru 174 tilkynningar til lögreglu um vopnaða einstaklinga en aðeins 83 árið 2016. Árið 2003 voru 65 tilkynningar um vopnaða einstaklinga og 52 útköll vopnaðra sérsveita.

Auglýsing

Segir það hlutverk lögreglu að bregðast við tilkynningum 

Smári McCarthy Mynd:Bára Huld BeckSmári spyr einnig hvort að það sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í löggæslumálum að fjölga vopnuðum verkefnum og útköllum lögreglu og ef svo er ekki hvort það standi til að sporna við þessari fjölgun í vopnuðum verkefnum lögreglunnar. Í svari við þeirri fyrirspurn segir dómsmálaráðherra að það sé ekki stefna ríkisstjórnarinnar að fjölga vopnuðum verkefnum eða útköllum lögreglu en tekið er fram að það sé hlutverk lögreglu að bregðast við tilkynningum um vopnaða einstaklinga. 

Ekki kemur fram í svarinu hvort til standi að sporna við fjölguninni en fram kemur að ráðist hefur verið í ýmsar aðgerðir og verkefni til að styrkja starf lögreglunnar á undanförnum árum, til dæmis hefur viðbótarfjármagni verið varið til eflingar löggæslu almennt í landinu, búnaðarkaupa og umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá lögreglunni með fækkun lögregluembætta úr fimmtán í níu og aðskilnaði lögregluembætta og sýslumannsembætta árið 2015.

„Öflug löggæsla er ein af forsendum þess að öryggi borgaranna sé tryggt. Mikilvægt er að lögregla veiti eins góða þjónustu og mögulegt er á hverjum tíma í samræmi við það hlutverk sem henni er falið. Í því felst að gæta öryggis borgaranna með því að svara hjálparkalli hratt og örugglega, að stemma stigu við afbrotum, meðal annars með því að hafa afskipti þar sem brot, slys eða aðrar ófarir kunna að vera yfirvofandi og rannsaka brot og leiða hið sanna í ljós. Þessu hlutverki sinnir lögreglan á ýmsan hátt, svo sem með fyrirbyggjandi aðgerðum, fræðslu til almennings og samstarfi við ýmsa aðila hérlendis og erlendis, auk rannsókna mála.“ segir jafnframt í svari dómsmálaráðherra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent