Suður-kóreumaðurinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr býtum í forsetakjöri alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi hennar í Dubai. Fyrir kosningarnar var umdeildur fulltrúi Rússa, Alexander Prokopchuk talinn líklegastur til þess að hljóta kosningu. Frá þessu er greint á BBC.
Fulltrúar 194 aðildaþjóða Interpol komu saman í Dubai til þess að kjósa nýjan forseta eftir hvarft sitjandi forseta Kínverjans Meng Hongwei í október. Hongwei hafði verið týndur í nokkrar vikur eftir ferð til Kína í september. Síðar kom hins vegar í ljós að Meng var handtekinn í heimalandinu sínu Kína vegna ásakana um mútuþægni og glæpi.
Umdeildur frambjóðandi Rússa
Mótframbjóðenda Kim Jong-yang var hinn rússneski Alexander Prokopchuk, fyrrverandi undirhershöfðingi í rússneska innanríkisáðuneytinu en hann er varaforseti Interpol og yfirmaður Interpol í Moskvu. Prokopchuk þótti sigurstranglegasti frambjóðandinn en framboð hans var umdeild þar sem hann var meðal annars sakaður um að hafa misnotað alþjóðlegt handtökunarkerfi lögreglunnar til að lýsa eftir glæpamönnum á alþjóðavísu í þágu Valdimirs Pútíns Rússlandsforseta.
Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að dregið hafi verið úr trúverðugleika síns frambjóðanda en mannréttindasamtök víða um heim höfðu lýst yfir áhyggjum ef Prokopchuck yrði kosinn myndi hann misnota hlutverk sitt sem forseti Interpol gegn helstu andstæðingum Rússlandsforseta. Talið er að því hafi Banadaríkin og Bretland stutt forsetakjör Kim Jong-yang en hann hefur verið starfandi forseti Interpol frá hvarfi Meng. Kim mun gegna embætti næstu tvö árin, eða út kjörtímabil Meng.