Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol

Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.

Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Auglýsing

Suð­ur­-kóreu­mað­ur­inn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr býtum í for­seta­kjöri alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol á árs­þingi hennar í Dubai. Fyrir kosn­ing­arnar var umdeildur full­trúi Rússa, Alex­ander Prokopchuk tal­inn lík­leg­astur til þess að hljóta kosn­ingu. Frá þessu er greint á BBC.

­Full­trúar 194 aðilda­þjóða Inter­pol komu saman í Dubai til þess að kjósa nýjan for­seta eftir hvarft sitj­andi for­seta Kín­verj­ans Meng Hongwei í októ­ber. Hongwei hafði verið týndur í nokkrar vikur eftir ferð til Kína í sept­em­ber. Síðar kom hins vegar í ljós að Meng var hand­tek­inn í heima­land­inu sínu Kína vegna ásak­ana um mútu­þægni og glæpi.

Umdeildur fram­bjóð­andi Rússa

Mót­fram­bjóð­enda Kim Jong-yang var hinn rúss­neski A­lex­and­er Prokopchuk, fyrr­ver­andi und­ir­hers­höfð­ingi í rúss­neska inn­an­rík­isáðu­neyt­inu en hann er vara­for­seti Inter­pol og yfir­maður Inter­pol í Moskvu. Prokopchuk þótti sig­ur­strang­leg­asti fram­bjóð­and­inn en fram­boð hans var umdeild þar sem hann var meðal ann­ars sak­aður um að hafa mis­notað alþjóð­legt hand­tök­un­ar­kerfi lög­regl­unnar til að lýsa eftir glæpa­mönnum á alþjóða­vísu í þágu Valdimirs Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Auglýsing

Yfir­völd í Rúss­landi hafa sagt að dregið hafi verið úr trú­verð­ug­leika síns fram­bjóð­anda en mann­rétt­inda­sam­tök víða um heim höfðu lýst yfir áhyggjum ef Prokopchuck yrði kos­inn myndi hann mis­nota hlut­verk sitt sem for­seti Inter­pol gegn helstu and­stæð­ingum Rúss­lands­for­seta. Talið er að því hafi Banada­ríkin og Bret­land ­stutt for­seta­kjör Kim Jong-yang en hann hefur verið starf­andi for­seti Inter­pol frá hvarfi Meng. Kim mun gegna emb­ætti næstu tvö árin, eða út kjör­tíma­bil Meng.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent