Inga Sæland upplifir sig sem „einn af aðalleikurunum í House of Cards“

Formaður Flokks fólksins segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við birtingu upptöku af drykkjuspjalli „sorgleg“. Hún segir að Miðflokkurinn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólksins sé ekki að fara í eina sæng með honum með neinum hætti.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

„Maður hefur á til­finn­ing­unni að ég sé orðið einn af aðal­leik­ur­unum í House of Cards, sem er svo­lítið skrýt­ið.“ Þetta sagði Inga Sæland, for­maður fólks­ins, í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun þar sem upp­tökur af drykkju­fundi sex þing­manna, þar sem Inga var meðal ann­ars harð­lega gagn­rýnd af hluta hóps­ins, voru rædd­ar. Fréttir upp úr upp­tök­unum voru birtar á vefum Stund­ar­innar og DV í gær­kvöldi.

Inga segir að ummæli Berg­þórs Óla­son­ar, þing­flokks Mið­flokks­ins, sem heyr­ist á upp­tök­unni kalla hana „húrr­andi klikk­uðu kunt­u[...]­sem þið ráðið ekki við“, dæma sig sjálf. Hún sé vön því að vera í mót­læti, hafi meðal ann­ars verið lögð í ein­elti, og taki ekki svona ummæli nærri sér. Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, hefur þegar beðið Ingu afsök­unar og hún seg­ist taka þá afsökun gilda. Á upp­tök­unni heyr­ist hann efast um hæfi­leika hennar til að leiða flokk­inn. Inga seg­ist ekki hafa heyrt þetta áður. Varð­andi til­hneig­ingu hennar til að tár­ast eða gráta, sem tölu­vert er rædd á upp­tök­unni, seg­ist hún beygja af þegar hún finni fyrir hinni þykku spill­ingu sem ein­kenni stjórn­mál­in. „Hvað sem öðrum finnst um mig þá er ég að minnsta kosti trú og trygg mínum kjós­end­um.“ Hún sé ekki í þess­ari veg­ferð fyrir sjálfa sig.

Auglýsing
Sömuleiðis seg­ist Inga hafa rætt við Ólaf Ísleifs­son, þing­flokks­for­mann sinn, sem var á umræddum hitt­ingi. Málið sé hins vegar grafal­var­legt, flokk­ur­inn sé fjöl­skylda og það verði tekið á mál­inu.

Mið­flokk­ur­inn má „éta það sem úti frýs“

Inga segir málið allt saman sorg­legt og enn sorg­legri séu við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Hann var einn fjög­urra þing­manna þess flokks sem sat við drykkju á umræddum hitt­ingi og tók virkan þátt í umræðum þar sem rætt var með niðr­andi hætti um m.a. aðra stjórn­mála­menn og kon­ur. Sig­mundur Davíð birti stöðu­upp­færslu í gær þar sem hann fjall­aði ekki efn­is­lega um neitt sem fjöl­miðlar höfðu birt úr upp­tök­unum en sagði það alvar­leg­ast í mál­inu „ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­­anir á einka­­sam­­tölum stjórn­­­mála­­manna. Hafi verið gerð hljóð­­upp­­­taka af fundi þeirra sex þing­­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­­ast alvar­­legt mál. Hóp­­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­­ar­­bún­­að­i.“ Hann gaf einnig í skyn að hann vildi láta rann­saka fjöl­miðla vegna þess að tal hans við þing­menn­ina hafi verið tekið upp.

Auglýsing
Inga segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs vera þau sömu og í mörgum öðrum málum sem að honum snúi, t.d. „þegar hann flytur bunka af pen­ing­um“ í skatta­skjól. Hann kenni öðrum um og geti ekki litið í eigin barm. Mið­flokk­ur­inn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólks­ins sé ekki að fara í eina sæng með þeim flokki með neinum hætti.

Telur ástæð­una andóf sitt gegn sjálftöku

Á upp­tök­unum kemur einnig fram að for­ystu­menn Mið­flokks­ins reyndu mikið að fá þá tvo þing­menn Flokks fólks­ins sem sátu hitt­ing­inn til að koma yfir í sinn flokk. Ólafi Ísleifs­syni er meðal ann­ars lofað stöðu þing­flokks­for­manns láti hann slag standa. Inga segir að það sé ánægju­legt fyrir Flokk fólks­ins að Mið­flokks­menn vilji fá þeirra fólk yfir. „Mér finnst allt í lagi að þeir öfundi okkur pínu­lítið á því hvað við séum frá­bær.“

Í við­tal­inu segir Inga einnig að hún telji að ummælin um sig, þar sem lítið er gert úr hæfi­leikum hennar til að stjórna og stunda stjórn­mál, eigi rætur sínar að rekja til þess að hún hafi stundað andóf gegn sjálftöku þing­manna, sem hlaupi á millj­ónum króna. Það andóf hafi ekki mælst vel fyrir hjá sumum öðrum þing­mönn­um. Ekki kom fram nákvæm­lega hvað hún ætti við þar, en bæði launa­hækk­anir þing­manna upp á tugi pró­senta og hækk­anir á fram­lögum til stjórn­mála­flokka, sem aukast um 127 pró­sent í ár, hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum miss­er­um. Flokkur fólks­ins var einn tveggja flokka sem skrif­aði ekki upp á þá hækk­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent