Ólafur Ísleifsson segir markað fyrir „rasistagreinar“ Ásmundar Friðrikssonar

Í samræðum Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks Fólksins, við þingmenn Flokks Fólksins og Miðflokksins sagði Ólafur að það væri augljós markaður fyrir sjónarmið Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um innflytjendur í Suðurkjördæmi.

Auglýsing
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.

Nokkrir þing­menn Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins ræddu akst­urs­kostnað og ras­ista­grein­ar Ás­mundar Frið­riks­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á hljóð­upp­töku sem Stundin hefur und­ir­ hönd­un­um. 

„Ás­mundur Frið­riks­son er ekki maður að mínu skapi,“ sagði Ólafur á upp­tök­unni. „Þið takið eftir því að það er einn þáttur í honum sem stjórn­mála­manni og það er það að hann hefur treyst sér til að fjalla um mjög við­kvæm mál­efni, sem „góða fólk­inu“ er mjög á móti skapi.“

Auglýsing

Ólafur Ísleifs­son, þing­maður Flokks Fólks­ins, heyr­ist segja í upp­tök­unn­i að mark­aður sé fyrir sjón­ar­mið Ásmundar um inn­flytj­endur í Suð­ur­kjör­dæmi. Ás­mundur hefur sem þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins verið gagn­rýndur fyrir mál­flutn­ing sinn varð­andi inn­flytj­endur og hæl­is­leit­end­ur. Ummæli hans um mála­flokk­inn hafa vakið mikla athygli og þótt á skjön við það sem íslenskir stjórn­mála­menn hafa látið hafa eftir sér opin­ber­lega. Ásmundur hefur meðal ann­ars skrifað stöðu­upp­færslu þar sem hann veltir fyrir sér hvort múslimar sem búa á Íslandi hafi verið kann­aðir með það að leið­­­ar­­­ljósi að kom­­­ast að því hvort þeir hefðu farið í „þjálf­un­­­ar­­­búðir hryðju­verka­­­manna“.

„Og þegar hann er þarna í sínu öðru sæti [á lista flokks­ins] að skrifa það sem and­stæð­ingar hans kalla ras­ista­grein­ar. Ein slík grein hefði mögu­lega getað dregið Unni Brá [Kon­ráðs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann] í fram­boð. Hennar eini séns var að Ásmundur mundi herða á sínu. Það er aug­ljós mark­aður fyrir þessi sjón­ar­mið í Suð­ur­kjör­dæmi. Það kom mjög skýrt fram í þessu fjöl­menn­asta próf­kjöri sem haldið var fyrir kosn­ing­arn­ar,“ segir Ólaf­ur.

„Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra“ 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir voru á Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ræddu við Ólaf og Karl Gauta Hjalta­son, þing­menn Flokks fólks­ins. Orða­skiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna við­ur­vist og náð­ust að hluta á upp­töku. Ummæli af upp­­tök­unni voru birt á vef­um Stund­­ar­innar og DV í gær og í morg­un. 

Áður en skoð­anir Ásmundar í inn­flytj­enda­málum bár­ust í tal höfðu þing­menn­irnir rætt akst­urs­kostnað hans og hvort hann hefði brugð­ist rétt við gagn­rýni sem hann hlaut í byrjun árs. En mikið hefur verið fjallað um akst­urs­kostnað Ás­munds ­sem nam 4,6 millj­ónir króna árið 2017 í fjöl­miðlum og á Alþingi.

Í upp­tök­unni segir Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, að Ásmundur hafi játað á sig sök­ina með því að minnka akst­ur­inn. „Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra,“ sagði þá Anna Kol­brún. „Hann helm­ing­aði akst­ur­inn á milli ára. Hann ját­aði sök­ina.“

Ásmundur byrj­aði í kjöl­far gagn­rýn­innar að nota bíla­leigu­bíl í stað síns eigin bíls, sam­kvæmt reglum Alþing­is. Í fram­hald­inu af þessum umræðum sagð­ist Berg­þór Óla­son hafa heyrt þá hug­mynd að Ásmundur hefði átt að setja bíla­leigu­bíl­inn á búkka í bíl­skúrn­um. „Þar væri hann á 100 kíló­metra hraða alltaf þegar hann væri sof­andi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sof­andi þá keyrir bíll­inn svona 700 kíló­metra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafn­vel meira.“ Loks sagð­i ­Sig­mund­ur Da­víð: „Hann virkar hræddur almennt.“ 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent