Ólafur Ísleifsson segir markað fyrir „rasistagreinar“ Ásmundar Friðrikssonar

Í samræðum Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks Fólksins, við þingmenn Flokks Fólksins og Miðflokksins sagði Ólafur að það væri augljós markaður fyrir sjónarmið Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um innflytjendur í Suðurkjördæmi.

Auglýsing
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.

Nokkrir þing­menn Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins ræddu akst­urs­kostnað og ras­ista­grein­ar Ás­mundar Frið­riks­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á hljóð­upp­töku sem Stundin hefur und­ir­ hönd­un­um. 

„Ás­mundur Frið­riks­son er ekki maður að mínu skapi,“ sagði Ólafur á upp­tök­unni. „Þið takið eftir því að það er einn þáttur í honum sem stjórn­mála­manni og það er það að hann hefur treyst sér til að fjalla um mjög við­kvæm mál­efni, sem „góða fólk­inu“ er mjög á móti skapi.“

Auglýsing

Ólafur Ísleifs­son, þing­maður Flokks Fólks­ins, heyr­ist segja í upp­tök­unn­i að mark­aður sé fyrir sjón­ar­mið Ásmundar um inn­flytj­endur í Suð­ur­kjör­dæmi. Ás­mundur hefur sem þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins verið gagn­rýndur fyrir mál­flutn­ing sinn varð­andi inn­flytj­endur og hæl­is­leit­end­ur. Ummæli hans um mála­flokk­inn hafa vakið mikla athygli og þótt á skjön við það sem íslenskir stjórn­mála­menn hafa látið hafa eftir sér opin­ber­lega. Ásmundur hefur meðal ann­ars skrifað stöðu­upp­færslu þar sem hann veltir fyrir sér hvort múslimar sem búa á Íslandi hafi verið kann­aðir með það að leið­­­ar­­­ljósi að kom­­­ast að því hvort þeir hefðu farið í „þjálf­un­­­ar­­­búðir hryðju­verka­­­manna“.

„Og þegar hann er þarna í sínu öðru sæti [á lista flokks­ins] að skrifa það sem and­stæð­ingar hans kalla ras­ista­grein­ar. Ein slík grein hefði mögu­lega getað dregið Unni Brá [Kon­ráðs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann] í fram­boð. Hennar eini séns var að Ásmundur mundi herða á sínu. Það er aug­ljós mark­aður fyrir þessi sjón­ar­mið í Suð­ur­kjör­dæmi. Það kom mjög skýrt fram í þessu fjöl­menn­asta próf­kjöri sem haldið var fyrir kosn­ing­arn­ar,“ segir Ólaf­ur.

„Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra“ 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir voru á Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ræddu við Ólaf og Karl Gauta Hjalta­son, þing­menn Flokks fólks­ins. Orða­skiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna við­ur­vist og náð­ust að hluta á upp­töku. Ummæli af upp­­tök­unni voru birt á vef­um Stund­­ar­innar og DV í gær og í morg­un. 

Áður en skoð­anir Ásmundar í inn­flytj­enda­málum bár­ust í tal höfðu þing­menn­irnir rætt akst­urs­kostnað hans og hvort hann hefði brugð­ist rétt við gagn­rýni sem hann hlaut í byrjun árs. En mikið hefur verið fjallað um akst­urs­kostnað Ás­munds ­sem nam 4,6 millj­ónir króna árið 2017 í fjöl­miðlum og á Alþingi.

Í upp­tök­unni segir Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, að Ásmundur hafi játað á sig sök­ina með því að minnka akst­ur­inn. „Feill­inn sem Ási gerði var að hætta að keyra,“ sagði þá Anna Kol­brún. „Hann helm­ing­aði akst­ur­inn á milli ára. Hann ját­aði sök­ina.“

Ásmundur byrj­aði í kjöl­far gagn­rýn­innar að nota bíla­leigu­bíl í stað síns eigin bíls, sam­kvæmt reglum Alþing­is. Í fram­hald­inu af þessum umræðum sagð­ist Berg­þór Óla­son hafa heyrt þá hug­mynd að Ásmundur hefði átt að setja bíla­leigu­bíl­inn á búkka í bíl­skúrn­um. „Þar væri hann á 100 kíló­metra hraða alltaf þegar hann væri sof­andi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sof­andi þá keyrir bíll­inn svona 700 kíló­metra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafn­vel meira.“ Loks sagð­i ­Sig­mund­ur Da­víð: „Hann virkar hræddur almennt.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent