Skúli veðsetti heimili sitt fyrir 358 milljónir í september

Skúli Mogensen, eigandi WOW air, veðsetti heimili sitt, hótel á Suðurnesjum og fasteignir í Hvalfirði fyrir lánum frá Arion banka í september síðastliðnum. Um er að ræða tæplega 733 milljónir króna á tveimur tryggingabréfum.

Auglýsing
Skúli Mogensen

Skúli Mog­en­sen, eig­and­i WOW a­ir, veð­setti heim­ili sitt, hótel á Suð­ur­nesjum og fast­eignir í Hval­firði fyrir lánum frá­ ­Arion ­banka. Sam­tals er um að ræða 733 millj­ónir króna á tveimur trygg­inga­bréfum sem ­Arion ­banki þing­lýsti á fast­eignir tengdum Skúla í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í umfjöll­un Stund­ar­innar í dag.

Veð­setti húsið sitt fyrir nærri 360 millj­ónir

Trygg­inga­bréf­inu var bæði þing­lýst á eignir sem tengj­ast rekstri WOW a­ir ­með óbeinum hætti, á hótel á Suð­ur­nesjum sem félag­ið T­F-KEF ehf. á, og eins á fast­eignir í Hvamms­vík í Hval­firði sem Skúli Mog­en­sen á í gegnum félagið Kota­sælu ehf..  Trygg­inga­bréfið á hót­el­inu á Suð­ur­nesjum er á þriðja veð­rétti á eftir tveimur trygg­inga­bréfum frá­ ­Arion ­upp á sam­tals 650 millj­ónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veð­rétti, sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­inn­ar.

Arion ­banki þing­lýsti einnig nýju trygg­inga­bréfi upp á 2,77 millj­ónir evra, 358 millj­ónir króna, á heim­ili Skúla á Sel­tjarn­ar­nesi sama dag. Engin veð­bönd hvíldu á hús­inu fyrir þetta. 

Sam­tals er því um að ræða tæp­lega 5,7 millj­ón­ir ­evra, 733 millj­ónir króna, á tveimur trygg­inga­bréfum sem ­Arion ­banki þing­lýsti á fast­eignir tengdar Skúla í september.

Auglýsing

Skúli fjár­festi 770 millj­ónir í skulda­bréfa­út­boði WOW air

Í sept­em­ber 2018 stóð WOW a­ir í skulda­bréfa­út­boði í þeirri von að tryggja áfram­haldi rekstur flug­fé­lags­ins. Þremur dögum áður en Skúli Mog­en­sen und­ir­rit­aði trygg­ing­ar­bréfin á fast­eign­unum lauk skulda­bréfa­út­boð­inu.

Skúli til­kynnti skulda­bréfa­höf­um WOW a­ir í nóv­em­ber að hann hefði sjálfur fjár­fest í skulda­bréfa­út­boð­inu fyrir 770 millj­ónir króna. Það var 1/12 af því sem safn­að­ist í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 60 millj­ónir evra til að end­ur­fjár­magna WOW a­ir að hluta. 

Ekki fékkst svar frá­ ­Arion ­banka 

Stundin hafði sam­band við ­Arion ­banka til að spyrj­ast fyrir um málið og hvort bank­inn hefði veitt ný lán til Skúla á þessum tíma eða hvort bank­inn hefði verið að taka frek­ari veð, og þar með tryggja stöðu, gagn­vart Skúla á WOW a­ir á þessum tíma. Í svari frá bank­anum sagði að banka­leynd kæmi í veg fyrir að ­Arion ­gæti tjáð sig um við­skipti sín við við­skipta­vini bank­ans. ­Stundin spurði Skúla Mog­en­sen einnig að því hvort hann hefði fjár­magnað þátt­töku sína í skulda­bréfa­út­boð­inu með láni frá­ ­Arion ­banka. Skúli svar­aði ekki fyr­ir­spurn blaðs­ins, sem send var í tölvu­póst­i. 

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent