Skúli veðsetti heimili sitt fyrir 358 milljónir í september

Skúli Mogensen, eigandi WOW air, veðsetti heimili sitt, hótel á Suðurnesjum og fasteignir í Hvalfirði fyrir lánum frá Arion banka í september síðastliðnum. Um er að ræða tæplega 733 milljónir króna á tveimur tryggingabréfum.

Auglýsing
Skúli Mogensen

Skúli Mog­en­sen, eig­and­i WOW a­ir, veð­setti heim­ili sitt, hótel á Suð­ur­nesjum og fast­eignir í Hval­firði fyrir lánum frá­ ­Arion ­banka. Sam­tals er um að ræða 733 millj­ónir króna á tveimur trygg­inga­bréfum sem ­Arion ­banki þing­lýsti á fast­eignir tengdum Skúla í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í umfjöll­un Stund­ar­innar í dag.

Veð­setti húsið sitt fyrir nærri 360 millj­ónir

Trygg­inga­bréf­inu var bæði þing­lýst á eignir sem tengj­ast rekstri WOW a­ir ­með óbeinum hætti, á hótel á Suð­ur­nesjum sem félag­ið T­F-KEF ehf. á, og eins á fast­eignir í Hvamms­vík í Hval­firði sem Skúli Mog­en­sen á í gegnum félagið Kota­sælu ehf..  Trygg­inga­bréfið á hót­el­inu á Suð­ur­nesjum er á þriðja veð­rétti á eftir tveimur trygg­inga­bréfum frá­ ­Arion ­upp á sam­tals 650 millj­ónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veð­rétti, sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­inn­ar.

Arion ­banki þing­lýsti einnig nýju trygg­inga­bréfi upp á 2,77 millj­ónir evra, 358 millj­ónir króna, á heim­ili Skúla á Sel­tjarn­ar­nesi sama dag. Engin veð­bönd hvíldu á hús­inu fyrir þetta. 

Sam­tals er því um að ræða tæp­lega 5,7 millj­ón­ir ­evra, 733 millj­ónir króna, á tveimur trygg­inga­bréfum sem ­Arion ­banki þing­lýsti á fast­eignir tengdar Skúla í september.

Auglýsing

Skúli fjár­festi 770 millj­ónir í skulda­bréfa­út­boði WOW air

Í sept­em­ber 2018 stóð WOW a­ir í skulda­bréfa­út­boði í þeirri von að tryggja áfram­haldi rekstur flug­fé­lags­ins. Þremur dögum áður en Skúli Mog­en­sen und­ir­rit­aði trygg­ing­ar­bréfin á fast­eign­unum lauk skulda­bréfa­út­boð­inu.

Skúli til­kynnti skulda­bréfa­höf­um WOW a­ir í nóv­em­ber að hann hefði sjálfur fjár­fest í skulda­bréfa­út­boð­inu fyrir 770 millj­ónir króna. Það var 1/12 af því sem safn­að­ist í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 60 millj­ónir evra til að end­ur­fjár­magna WOW a­ir að hluta. 

Ekki fékkst svar frá­ ­Arion ­banka 

Stundin hafði sam­band við ­Arion ­banka til að spyrj­ast fyrir um málið og hvort bank­inn hefði veitt ný lán til Skúla á þessum tíma eða hvort bank­inn hefði verið að taka frek­ari veð, og þar með tryggja stöðu, gagn­vart Skúla á WOW a­ir á þessum tíma. Í svari frá bank­anum sagði að banka­leynd kæmi í veg fyrir að ­Arion ­gæti tjáð sig um við­skipti sín við við­skipta­vini bank­ans. ­Stundin spurði Skúla Mog­en­sen einnig að því hvort hann hefði fjár­magnað þátt­töku sína í skulda­bréfa­út­boð­inu með láni frá­ ­Arion ­banka. Skúli svar­aði ekki fyr­ir­spurn blaðs­ins, sem send var í tölvu­póst­i. 

Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
Kjarninn 13. desember 2018
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXVIII - Neandercool
Kjarninn 13. desember 2018
Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV
Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.
Kjarninn 13. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már: Kannaði sáttagrundvöll í Samherjamálum og fór að lögum
Seðlabankastjóri segir að hann hafi kannað mögulegan sáttagrundvöll í máli Seðlabankans gegn Samherja.
Kjarninn 13. desember 2018
Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent