Neita að vinna með velferðarnefnd á meðan að Anna Kolbrún situr áfram

Fræðafólk við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hefur sent forseta Alþingis bréf vegna Klausturmálsins. Þar kemur fram að fólkið ætli sér ekki að vinna með velferðarnefnd þingsins á meðan að þingmaður Miðflokksins situr þar áfram.

Anna Kolbrún Árnadóttir.
Anna Kolbrún Árnadóttir.
Auglýsing

Fræðafólk við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum segir að Klaustursmálið og ummæli þingmanna sem þar voru séu þeim „áfall og þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“

Þetta kemur fram í bréfi sem fólkið sendi Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær.

Þar segir enn fremur að þeir „djúpstæðu fordómar, mannfyrirlitning, hroki og vanvirðing sem þar birtast í garð fatlaðs fólks og annarra jaðarsetra hópa gerir það að verkum að við munum ekki taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan að Anna Kolbrún Árnadóttir á sæti í nefndinni.“

Undir bréfið skrifa Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hann Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektor. Afrit af bréfi þeirra var sent á alla fulltrúa sem sæti eiga í velferðarnefnd.

Auglýsing
Rannsóknarsetrið hefur haft umtalsverða aðkomu að störfum velferðarnefndar á undanförnum árum. Aðkoman felst aðallega í umsögnum um þingsályktunartillögur, lagafrumvörp, framkvæmdaáætlanir og ýmislegt fleira. Þá hafa fulltrúar setursins margoft komið fyrir þingnefndir.

Kallaði fatlaða konu „Freyju eyju“

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir er starfandi þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins og einn sex­menn­ing­anna sem var við­stödd niðr­andi sam­ræður um stjórn­mála­menn og annað nafn­greint fólk á Klausturbar þann 20. nóvember.

Á upp­­­tökum af drykkju­fundi þing­­mann­anna, sem til­­heyra Mið­­flokknum og Flokki fólks­ins, heyr­­ast þeir gera grín að Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni og þekktri baráttukonu fyrir bættum mannréttindum fatlaðs fólks, sem þjá­ist af sjald­­­gæfum beina­­­sjúk­­­dómi. Anna Kol­brún kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­greindri þing­­konu Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sem hljómar eins og selshljóð.

Anna Kolbrún hefur þegar tilkynnt að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins.

Stiklu úr viðtali við Freyju Haraldsdóttur um málið í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut má sjá hér að neðan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent