Íbúðalánasjóður stofnar opinbert leigufélag

Nýtt leigufélag hefur fengið nafnið Bríet og mun það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi Íbúðalánasjóðs í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.

hellisheii-og-arnessysla_14520480346_o.jpg
Auglýsing

Ákveðið var á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs í morgun að sjóðurinn stofni opinbert leigufélag. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti ákvörðunina fundi um húsnæðismál landsbyggðarinnar, sem hófst nú í hádeginu í Dalabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. 

Í tilkynningunni segir að leigufélagið hafi fengið nafnið Bríet og muni það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. 

Bríeti er ekki ætlað að fara í samkeppni við einkarekin leigufélög á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt ráðuneytinu. Soffía Guðmundsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, mun stýra hinu nýja leigufélagi. 

Auglýsing

Ákvörðunin um stofnun nýja leigufélagsins hefur verið til skoðunar um nokkra hríð en gengið var endanlega frá henni á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs nú í morgun, segir í tilkynningunni. „Íbúðalánasjóður vill taka fram að enginn núverandi leigutaka þarf að óttast um sinn hag vegna þessara breytinga. Nánari áherslur í rekstri leigufélagsins verða kynntar á næstunni.“

Ásmundur Einar segir stofnun Bríetar vera viðbragð við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði sem birtist ekki síst í háu verði og skorti á leiguhúsnæði á landsbyggðinni. Hann segist vilja fá sveitarfélög til samstarfs við nýja félagið en mörg þeirra reka nú þegar félagslegt leiguhúsnæði. Hann telur að hægt verði að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins.

„Ég er mjög ánægður með þetta skref. Finnar fóru svipaða leið í sinni húsnæðiskrísu og þar voru áhrif spennunnar á húsnæðismarkaði á almenning mun minni en hér. Ég horfi ekki síst til þess að þverpólitísk sátt myndaðist um aðgerðirnar hjá þeim. Samstaða er mikilvæg og að farið sé strax í aðgerðir sem nýtast fólki í húsnæðiskröggum. Við þurfum fjölbreyttar lausnir til að takast á við húsnæðisvandann. Sem betur fer hefur íbúðum í byggingu farið fjölgandi upp á síðkastið, þó það sé reyndar langmest á suðvesturhorninu. Íbúar og atvinnurekendur í sveitarfélögum annars staðar á landinu geta ekki beðið lengur og það er því rökrétt skref að leggja íbúðir sem ríkið á, í gegnum Íbúðalánasjóð, inn í þetta félag. Stór hluti þeirra íbúða er nú þegar í útleigu, en skort hefur á viðhald og langtímaöryggi fyrir þá sem þær leigja,“ segir Ásmundur Einar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent