Formaður tilnefningarnefnd VÍS, Sandra Hlíf Ocares, segir að engar heimildir séu í starfsreglum nefndarinnar sem heimili nefndarmönnum að skila sératkvæði. Það sé skýrt í reglunum að meirihluti atkvæða ræður niðurstöðum.
Þetta kemur fram í athugasemd frá Söndru sem send var vegna fréttar Kjarnans í morgun um afsögn Helgu Hlínar Hákonardóttur, fyrrverandi stjórnarformanns VÍS, úr tilnefningarnefndinni vegna þess að sératkvæði sem hún skilaði um tilnefningu til næstu stjórnar félagsins skyldi ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar. Þá sagði Helga Hlín að tilnefningarnefndin hefði fundað án hennar viðveru og vitneskju þegar ákvarðanir um lokaskýrslu nefndarinnar voru teknar.
Auglýsing
Nefndin mun gera grein fyrir lokaskýrslu sinni á hluthafafundi VÍS í dag og fara þar ítarlega yfir störf nefndar og rökstuðning.“
Tilnefningarnefnd VÍS lagði til að þau Gestur Breiðfjörð Gestsson, Marta Guðrún Blöndal, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Valdimar Svavarsson og Vilhjálmur Egilsson verði kjörin í stjórn félagsins á hluthafafundi á eftir klukkan 16.