Sigmundur Davíð gefur í skyn að vinstrimenn á upptöku hefðu fengið öðruvísi meðhöndlun

Formaður Miðflokksins hefur birt pistil á heimasíðu sinni þar sem hann setur Klausturmálið upp í tvær ímyndaðar atburðarrásir þar sem uppteknir þingmenn séu úr Vinstri grænum og Samfylkingu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur birt pistil á heima­síðu sinni þar sem hann gefur í skyn að fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn hefðu farið öðru­vísi með Klaust­ur­upp­tök­urnar svoköll­uðu ef þeir sem teknir væru upp væru úr vinstri­flokk­um.

Í pistl­in­um, sem ber nafnið „Er sama hver er?“, leggur Sig­mundur Davíð út frá því að þing­menn­irnir sex sem sátu að sum­bli á Klaust­ur­bar hefðu verið úr Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu og að sá sem tekið hafi upp sam­tal þing­mann­anna hafi verið „ungir Heim­dell­ingur og harð­lín­u-frjáls­hyggju­mað­ur“ sem hefði „gert ráð­staf­anir til að njósna um einka­sam­tal þeirra klukku­tímunum sam­an.“

Auglýsing
Sigmundur Davíð gefur þing­mönnum og flestum fjöl­miðlum gervi­nöfn í pistl­inum og gengur einnig út frá því að upp­tökur á sam­tölum eins og þeim sem áttu sér stað á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, séu ólög­leg­ar. Í skrif­unum er Stundin t.d. köllum hin ákafa hægri­vef­síða Tíð­ar­and­inn og Kjarn­inn fær við­ur­nefnið hægri­vef­ur­inn Kvörnin sem „hafi lengi helgað sig bar­átt­unni gegn ógnum komm­ún­isma og krat­isma.“

Atburða­rás 1

Í pistli Sig­mundar Dav­íðs er stillt upp tveimur mis­mun­andi atburð­ar­rásum: annarri þar sem þing­menn Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar fá sömu með­ferð í umræð­unni og þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins sem voru í raun á upp­tök­unum hafa fengið að hans mati. Ljóst er að skrif­unum að Sig­mundi Davíð finnst sú með­ferð ekki sann­gjörn. Í þeirri atburða­rás setur Sig­mundur Davíð for­mann Mið­flokks­ins í hlut­verk Lilju Alfreðs­dótt­ur, vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem rætt var um með mjög niðr­andi hætti á upp­tök­unum frá Klaust­ur­bar. Lilja kom í kjöl­farið í við­tal í Kast­ljósi og kall­aði Mið­flokks­menn­ina sem talað hefðu um hana á kyn­ferð­is­legan og niðr­andi hátt ofbeld­is­menn.

Getur verið að nú til dags ráð­ist túlkun á því sem er sagt og gert fyrst og fremst af því hverjir eiga í hlut? Í pistli...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Sunday, Decem­ber 16, 2018

Í pistli Sig­mundar Dav­íðs seg­ir: „Einn þeirra sem talað var um í hinum ólög­mætu upp­tök­um, for­maður Mið­flokks­ins, er boð­aður í við­tal í Kast­ljósi til að flytja ótrufl­aður sýn­ingu sem er enn betur æfð en upp­setn­ing Leik­fé­lags Garða­bæj­ar. Sýn­ingin er þó ekki und­ir­búin af leik­stjóra heldur PR-­mönnum og snýst um að koma út til­heyr­andi frösum og stikkorð­um. Mið­flokks­for­mað­ur­inn kallar vinstri­menn­ina sem talað höfðu illa um hann sín á milli (eða hlýtt á) ofbeld­is­fólk. Fram­lag þátt­ar­stjórn­and­ans felst í því að kinka kolli og segja já.“

Auglýsing
Sigmundur Davíð gefur í kjöl­farið í skyn að fjöl­miðlar hafi þaggað niður mál Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og ráð­ist hafi verið að mik­illi ósekju að Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur, þing­manni Mið­flokks­ins. Anna Kol­brún, sem fær nafnið Guð­björn í frá­sögn Sig­mundar Dav­íðs, er sögð sam­visku­samt ljúf­menni sem hafi verið „stimpl­aður for­dóma­fullur og í fram­hald­inu gerður tor­tryggi­legur á allan hátt.“

Undir lok fyrri hluta pistils­ins seg­ir: „Áfram heldur umfjöllun um málið á þeim for­sendum að vinstri­menn­irnir skuli dirfast að biðja um rann­sókn á atburða­rásinn­i.“

Atburða­rás 2

Í síð­ari hluta pistils­ins stillir Sig­mundur Davíð upp annarri atburða­rás sem hann telur að gæti hafa átt sér stað ef per­sónur og leik­endur á upp­tök­unni hefðu verið úr vinstri­flokkum en ekki úr Mið­flokknum eða Flokki fólks­ins.

Þar lýsir hann því að allur fókus fjöl­miðla og stjórn­mála yrði á „að aldrei fyrr í íslenskri stjórn­mála­sögu hafi öðrum eins aðferðum verið beitt. Tekin eru við­töl við kunna álits­gjafa sem rifja upp sögur af því sem þeir kalla skrímsla­deild Sjálf­stæð­is­flokks­ins en láta þó fylgja sög­unni að jafn­vel í þá tíð hafi menn ekki beitt svo óheið­ar­legum brögð­um. Þetta sýni að nú svíf­ist Sjálf­stæð­is­menn einskis vegna þess að þeir sjái ofsjónum yfir auknum stuðn­ingi við þá flokka sem njósnað var um.“

Hann segir frá for­seta þings­ins, sem sé flokks­bróðir þeirra þing­manna Vinstri grænna sem teknir hefðu verið upp sem væri harmi sleg­inn vegna þess að „menn skuli leggj­ast svo lágt að hljóð­rita með ólög­mætum hætti sam­töl þing­manna“ og að þingið þurfi að bregð­ast við til að vernda rétt þeirra sem gefa sig að störfum í almanna­þágu. Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, bað fyrr í þessum mán­uði aðra þing­menn en tóku þátt í sam­ræð­unum á Klaustri,  að­stand­end­ur þeirra, starfs­­menn þings­ins, kon­­ur, fatl­aða, hinsegin fólk og þjóð­ina alla af­­sök­un­ar fyr­ir hönd þings­ins á því sem fram kom á upp­tök­un­um.

Auglýsing
Í ímynd­aðri atburða­rás Sig­mundar Dav­íðs fær hann nafnið Kristín og Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son, sam­flokks­menn hans, fá nöfnin Svan­hvít og Bjarklind . Um hlut­verk þess­arra þriggja ímynd­uðu vin­strikvenna í upp­tök­unum segir í pistli Sig­mundar Dav­íðs: „Ófáir benda á að Kristín hafi ekki lagt mikið til mál­anna og alls ekki notað dóna­leg orð jafn­vel í því and­rúms­lofti sem var ríkj­andi þegar upp­takan var gerð. Það segi sína sögu um Krist­ínu. Hvað varði þær Svan­hvíti og Bjarklindi geti menn ekki leyft sér að taka orða­val þeirra of alvar­lega. Þetta sé aug­ljós­lega sagt í kald­hæðni. Það sé skilj­an­legt að þær vilji, í öruggu umhverfi, fá útrás vegna þeirra tak­mark­ana sem sam­fé­lagið nú til dags setji á það með hvaða hætti konur megi tjá sig. Þær búi við hömlur alla daga og þótt það brjót­ist fram með þessum hætti, þegar þær telja sig vera að ræða mál­inn þar sem eng­inn heyrir til og eng­inn verður fyrir skaða, megi ekki túlka það sem svo að þær séu að lýsa afstöðu sinni eða hug­ar­fari.“

Í kjöl­farið fjallar pistil­inn um það að for­maður Mið­flokks­ins yrði gerður ábyrgur fyrir því að hafa verið til umræðu á upp­tök­unum og þegar hann skjóti því inn að hann telji sig  hafa verið beittan ofbeldi þá hafi hann verið „spurður hvort hann geti í alvöru haldið því fram að það sé ofbeldi að gagn­rýna ein­hvern í einka­sam­tal­i.“

Þá segir að eftir að „löng saga ásak­ana um kyn­ferð­is­lega áreitni og þöggun í Sjálf­stæð­is­flokknum kemur í ljós eru beinar útsend­ingar frá Val­höll í hverjum frétta­tím­anum af öðrum þar sem sagt er frá því að for­maður flokks­ins neiti að svara fyrir mál­ið. Kvörnin er for­dæmd fyrir að hylma yfir málin með flokknum jafn­vel þótt hluti atburð­anna hafi átt sér stað á skrif­stofum fjöl­mið­ils­ins. Vinstri­menn tala um að mið­ill­inn hafi birt hat­ursá­róður en þaggað önnur mál nið­ur.“

Í ímynd­aðri seinni atburða­rás Sig­mundar Davíð er sá sem tók upp sam­tölin (Heim­dell­ing­ur­inn) kjöl­dregin á net­inu fyrir athæf­ið, Hann sagður óheið­ar­legur en því miður aðeins birt­ing­ar­mynd af sjúku ástandi í „flokki sem svífst einskis í því að koma höggi á and­stæð­inga sína til að geta við­haldið sér­hags­muna­gæslu sinni. Ef mað­ur­inn verði ekki sóttur til saka verði eng­inn öruggur í sam­fé­lag­inu fram­ar. Stasi-­sam­lík­ingar koma fram.

Leiddir eru fram sér­fræð­ingar til að útskýra að atburð­ur­inn kalli á aðgerðir svo það verði ekki reglan að mann­rétt­indi fólks séu brotin með per­sónunjósn­um. Rann­saka þurfi málið enda séu vís­bend­ingar um að fleiri hafi komið við sögu. Það þurfi að verja rétt­ar­rík­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent