Jafnrétti kynjanna mest á Íslandi tíunda árið í röð

Jöfnuður á milli kynjanna mælist mestur á Íslandi á heimsvísu tíunda árið í röð samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Forsætisráðherra segir árangurinn spegla það mikla starf sem unnið hefur verið á Íslandi í þágu jafnréttis en að enn sé verk að vinna.

Kvennafrí 2018
Kvennafrí 2018
Auglýsing

Tíunda árið í röð trónar Ísland á toppi lista Al­þjóða­efn­hags­ráðs­ins yfir ríki þar sem kynja­jafn­rétti mælist mest. Ísland hefur náð að brúa rúm­lega 86 pró­sent kynja­bils­ins hér á landi, sem er mest allra ríkja sam­kvæmt skýrslu Alþjóða­efn­hags­ráðs­ins. Á eftir Íslandi eru Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land efst á list­an­um. Skýrslan var birt í morgun og úttektin nær yfir 149 lönd og leggur mat á jafn­rétti kynj­anna í stjórn­mál­um, mennt­un, atvinnu og heil­brigð­i.   

Bakslag í stjórn­mála­þátt­töku kvenna

Ísland mæld­ist með 87 pró­sent í skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins á síð­asta ári og hefur því farið eilítið aft­ur. Þegar kemur að stjórn­mála­þát­töku kvenna stendur Ísland sig best allra ríkja en þó er enn 33 pró­sent bil á milli kynj­anna þegar kemur að þátt­töku í stjórn­málum hér á landi. Í skýrsl­unni segir að bilið hafi stækkað hér á landi á síð­asta ári en það er meðal ann­ars vegna þess hve konum fækk­aði á Alþingi í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um. Ísland mælist einnig með lægsta launa­mis­rétti kynj­anna en í skýrsl­unni segir að Ísland eigi enn langt í land þegar kemur að konum í stjórn­un­ar­stöðum fyrirtækja.

Auglýsing

Ekki enn tek­ist að upp­ræta ofbeldi gegn konum hér á landi

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að sæti Íslands á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins end­ur­spegli það mikla starf sem unnið hefur verið í þágu jafn­rétt­is­mála á Íslandi, á vett­vangi stjórn­valda, innan fræð­anna og í gras­rót­inn­i,  í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu „Við eigum kvenna­hreyf­ing­unni á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt braut­ina og þrýst á breyt­ingar í sam­fé­lag­inu. Lyk­il­at­riðið er að skilja að jafn­rétti kynj­anna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér,“ segir Katrín og bendir á að enn að enn sé verka að vinna. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra„Þegar ég er spurð um árangur Íslands á alþjóða­vett­vangi nefni ég oft almenna leik­skóla og fæð­ing­ar­or­lof sem lyk­il­stefnu­mál. En síðan vitum við líka að ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleið­ing kynja­mis­réttis og það hefur okkur því miður ekki tek­ist að upp­ræta hér á landi. Við eigum enn verk að vinna og ég hlakka til að leiða þennan mála­flokk fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar næstu árin,” segir Katrín.

Telja að það taki 108 ár til ná fullu jafn­rétti kynj­anna

Í skýrslu Al­þjóða­efn­hags­ráðs­ins segir að fram­farir í jafn­rétt­is­málum gangi hægt á heims­vísu og í nið­ur­stöðu skýrsl­unnar kemur fram að það muni taka 108 ár að ná fullu jafn­rétti karla og kvenna í heim­in­um.

Í skýrsl­unni segir að lág stjórn­mála­þát­taka kvenna og launa­munur kynj­anna séu helstu hindr­an­irnar í bar­átt­unn­i ­fyrir jafn­rétti kynj­anna. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda til að enn eru mun færri konur en karlar sem taka þátt í stjórn­málum og launa­munur kynj­anna mælist 51 pró­sent í heild­ina í heim­in­um.

Þegar að það kemur að ­stjórn­mála­þátt­töku þá hefur aðeins 23 pró­sent kynja­bils­ins verið brúað í heim­in­um. Aðeins sjö lönd hafa náð að brúa yfir 50 pró­sent kynja­bils­ins þegar að kemur að þátt­töku í stjórn­mál­u­m,  það eru Ísland, Ník­arag­va, Nor­eg­ur, Rúanda, ­Bangla­des­h, F­inn­land og Sví­þjóð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent