Kalla eftir tafarlausri afsögn þingmanna

Þrenn evrópsk samtök fatlaðs fólks og kvenna kalla eftir tafarlausri afsögn þingmannanna sex sem viðhöfðu niðrandi ummæli á Klaustur bar. Þau telja að það sé hið eina rétta í stöðunni.

Þingmennirnir sex sem sátu við drykkju á Klaustur bar 20. nóvember 2018 og töluðu um samstarfsfólk sitt og aðra samfélagsþegna.
Þingmennirnir sex sem sátu við drykkju á Klaustur bar 20. nóvember 2018 og töluðu um samstarfsfólk sitt og aðra samfélagsþegna.
Auglýsing

Ummælin sem sex þing­menn Alþingis við­höfðu á Klaustur bar þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn er óaf­sak­an­leg hat­urs­orð­ræða og eru þeir hvattir til að segja af sér undir eins. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá þrennum Evr­ópu­sam­tökum fatl­aðs fólks og kvenna sem send var út þann 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

„Okkur hjá sam­tök­unum the European Disa­bility Forum (ED­F), the European Network on Independent Liv­ing (ENIL) og the European Women’s Lobby (EWL) mis­býður þær athuga­semdir sem íslensku þing­menn­irnir við­höfðu. Á einu augna­bliki líktu þing­menn­irnir Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann­eskju og með­limi ENIL, þekktri bar­áttu­konu fyrir rétt­indum kvenna og fatl­aðs fólk, við sel. Þessar athuga­semdir eru hat­urs­orð­ræða. Þær hlut­gera konur og svipta þær mann­gildi og stað­festa þá stað­reynd að konur með fatl­anir standa frammi fyrir tvö­faldri mis­munun vegna fötl­unar sinnar og kyns,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Atvik eru rakin í yfir­lýs­ing­unni en þar segir að eftir að málið kom fyrir augu almenn­ings hafi Freyja hlotið afsök­un­ar­beiðni frá hátt settum stjórn­mála­manni á Íslandi. Henni hafi sú afsök­un­ar­beiðni þó ekki þótt vera ein­læg. Athuga­semd­irnar hafi verið útskýrðar með til­vísun í bar­áttu Freyju Har­alds­dóttur fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks. Þetta sé dæmi­gerð til­raun til að færa sök ger­and­ans yfir á þol­and­ann og til að grafa undan virkni kvenna í stjórn­mál­um.

Auglýsing

Ber vott um algjöra kven­fyr­ir­litn­ingu

Haft er eftir Freyju að hún telji að hið versta í þessu sé það að fólk líti ekki svo á að í þess­ari árás skarist kyn og fötlun – heldur að um sé að ræða háð í garð fatl­aðs fólks. En þetta sé marg­slungn­ara en svo og beri vott um algjöra kven­fyr­ir­litn­ingu.

Einnig er vitnað í Þur­íði Hörpu Sig­urð­ar­dótt­ur, stjórn­ar­með­lim í the European Disa­bility Forum og for­mann Öryrkja­banda­lags Íslands. „Það er sorg­legur vitn­is­burður um þessa þing­menn að þeir skuli atyrða fatlað fólk. Freyja Har­alds­dóttir er ein af virt­ustu frum­kvöðlum okkar og bar­áttu­mann­eskjum fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og kvenna, og þau hrak­yrði sem hún hefur mátt upp­lifa vekja sorg og sýna hvaða menn þing­menn­irnir sem um ræðir hafa að geyma,“ sagði Þur­íð­ur.

Hún bætti því við að þing­menn hafi umboð þjóð­ar­inn­ar, þeir séu fyr­ir­myndir og þeim sé ætlað að iðka umboð sitt af heil­indum og virð­ingu fyrir öll­um. Orð þeirra sýni hugs­un­ar­hátt sem ein­fald­lega leiðir af sér hindr­anir fyrir því að fatlað fólk geti notið sjálf­sagðra mann­rétt­inda, og útskýri eig­in­lega hvers vegna fram­farir í þeim efnum ger­ast of hægt hér á Íslandi.

Ofbeldi gegn konum gegn­sýrir enn heims­byggð­ina alla

For­seti European Women’s Lobby, Gwendoline Lefebvre, segir í yfir­lýs­ing­unni það vera morg­un­ljóst að hund­rað árum eftir að konur fengu kosn­inga­rétt sé enn langt í land með að konur fái notið jafn­réttis á við menn og með að karl­menn hætti að kom­ast upp með ofbeldi sitt gegn kon­um. „Það sem fr. Har­alds­dóttir hefur mátt þola er óvið­un­andi og færir heim sann­inn um það hvernig ofbeldi gegn konum og stúlkum gegn­sýrir enn Evr­ópu og heims­byggð­ina alla. EWL for­dæmir harð­lega allar birt­ing­ar­myndir ofbeldis gegn konum á vett­vangi einka­lífs, á opin­berum vett­vangi og í netheim­um.“

Þau kalla því eftir taf­ar­lausri afsögn þing­mann­anna frá Alþingi Íslend­inga. Það sé hið rétta í stöð­unni.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ing­una í heild sinn­i. 

Þeir þurfa að segja af sér undir eins

Á öld­ur­húsi heyrð­ist til sex full­trúa íslenska þings­ins láta út úr sér athuga­semdir varð­andi fjölda þekktra kvenna, athuga­semdir sem lit­uð­ust af kven­fyr­ir­litn­ingu og fyr­ir­litn­ingu fyrir fötl­uðu fólki. Þetta er óaf­sak­an­leg hat­urs­orð­ræða og við krefj­umst taf­ar­lausrar afsagnar þeirra



Okkur hjá sam­tök­unum the European Disa­bility Forum (ED­F), the European Network on Independent Liv­ing (ENIL) og the European Women’s Lobby (EWL) mis­býður þær athuga­semdir sem íslensku þing­menn­irnir við­höfðu. Á einu augna­bliki líktu þing­menn­irnir Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann­eskju og með­limi ENIL, þekktri bar­áttu­konu fyrir rétt­indum kvenna og fatl­aðs fólk, við sel. Þessar athuga­semdir eru hat­urs­orð­ræða. Þær hlut­gera konur og svipta þær mann­gildi og stað­festa þá stað­reynd að konur með fatl­anir standa frammi fyrir tvö­faldri mis­munun vegna fötl­unar sinnar og kyns. 



Eftir að atvikið kom fyrir augu almenn­ings hlaut Freyja afsök­un­ar­beiðni frá hátt settum stjórn­mála­manni á Íslandi. Henni þótti sú afsök­un­ar­beiðni þó ekki vera ein­læg. Athuga­semd­irnar voru útskýrðar með til­vísun í bar­áttu Freyju Har­alds­dóttur fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks. Þetta er dæmi­gerð til­raun til að færa sök ger­and­ans yfir á þol­and­ann og til að grafa undan virkni kvenna í stjórn­mál­um.



Freyja Har­alds­dóttir sagði: „Ég tel að hið versta í þessu sé það að fólk lítur ekki svo á að í þess­ari árás skarist kyn og fötlun – heldur að um sé að ræða háð í garð fatl­aðs fólks. En þetta er marg­slungn­ara en svo og ber vott um algjöra kven­fyr­ir­litn­ing­u.“



Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, stjórn­ar­með­limur í the European Disa­bility Forum og for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands, bætti við: „Það er sorg­legur vitn­is­burður um þessa þing­menn að þeir skuli atyrða fatlað fólk. Freyja Har­alds­dóttir er ein af virt­ustu frum­kvöðlum okkar og bar­áttu­mann­eskjum fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og kvenna, og þau hrak­yrði sem hún hefur mátt upp­lifa vekja sorg og sýna hvaða menn þing­menn­irnir sem um ræðir hafa að geyma.“



Hún sagði einnig: „Þing­menn hafa umboð þjóð­ar­inn­ar, þeir eru fyr­ir­myndir og þeim er ætlað að iðka umboð sitt af heil­indum og virð­ingu fyrir öll­um. Orð þeirra sýna hugs­un­ar­hátt sem ein­fald­lega leiðir af sér hindr­anir fyrir því að fatlað fólk geti notið sjálf­sagðra mann­rétt­inda, og útskýra eig­in­lega hvers vegna fram­farir í þeim efnum ger­ast of hægt hér á Ísland­i.“



For­seti European Women’s Lobby, Gwendoline Lefebvre lýsti þessu yfir: „Það er morg­un­ljóst að hund­rað árum eftir að konur fengu kosn­inga­rétt er enn langt í land með að konur fái notið jafn­réttis á við menn og með að karl­menn hætti að kom­ast upp með ofbeldi sitt gegn kon­um.“ Hún bætti við: „Það sem fr. Har­alds­dóttir hefur mátt þola er óvið­un­andi og færir heim sann­inn um það hvernig ofbeldi gegn konum og stúlkum gegn­sýrir enn Evr­ópu og heims­byggð­ina alla. EWL for­dæmir harð­lega allar birt­ing­ar­myndir ofbeldis gegn konum á vett­vangi einka­lífs, á opin­berum vett­vangi og í netheim­um.“



Við köllum eftir taf­ar­lausri afsögn þing­mann­anna frá Alþingi Íslend­inga. Það er hið rétta í stöð­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent