EDF: Algjörlega misboðið og gáttuð á hryllilegum ummælum

Regnhlífasamtök aðildarfélaga fatlaðs fólks, European Disability Forum, telja að þingmennirnir sem viðhöfðu niðrandi ummæli um Freyju Haraldsdóttur ættu að gera sér grein fyrir því hversu óásættanleg hegðun þeirra sé og segja af sér.

Þingmennirnir sex sem sátu við drykkju á Klaustur bar 20. nóvember 2018 og töluðu um samstarfsfólk sitt og aðra samfélagsþegna.
Þingmennirnir sex sem sátu við drykkju á Klaustur bar 20. nóvember 2018 og töluðu um samstarfsfólk sitt og aðra samfélagsþegna.
Auglýsing

Sam­tökin European Disa­bility Forum (ED­F), sem eru regn­hlífa­sam­tök aðild­ar­fé­laga fatl­aðs fólks, sendu frá sér yfir­lýs­ingu þann 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn eftir að Klaust­urs­málið svo­kall­aða komst í erlenda fjöl­miðla. Í henni kemur fram að þeim sé algjör­lega mis­boðið og þau gáttuð á hinum hrylli­legu ummælum sem íslenskir þing­menn við­höfðu gegn kven­kyns sam­starfs­fólki sínu og gegn Freyju Har­alds­dótt­ur, bar­áttu­mann­eskju fatl­aðra og fyrr­ver­andi vara­þing­konu.

Sér­fræð­ingar sem Kjarn­inn hefur talað við eru á einu máli að Freyja Har­alds­dóttir njóti mik­illar virð­ingar á alþjóða­vett­vangi vegna starfa hennar og hafa við­brögð við drykkju­fundi þing­mann­anna sex á Klaustur bar ekki látið á sér standa. Á hljóð­upp­­­töku heyr­­ast þing­menn­irnir gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­gæfum beina­­­sjúk­­­dómi. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­­maður Mið­­flokks­ins, kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­greindri þing­­konu Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

„Þing­menn­irnir sem hlut eiga að máli ættu að gera sér grein fyrir því hversu óásætt­an­leg hegðun þeirra er og segja af sér. Hat­urs­orð­ræða af þessu tagi er óaf­sak­an­leg. Hálf­gerðu afsök­un­ar­beiðn­irnar sem bár­ust frá þeim eru óaf­sak­an­leg­ar. Stjórn­mála­menn eiga að vera fyr­ir­mynd­ir. Þeir voru and­stæðan við það. Þessi frétt und­ir­strikar einnig algenga til­hneig­ingu: fötl­uðum konum er sér­stak­lega hætt við því að verða fyrir hat­urs­orð­ræðu, mis­munun og ofbeld­i,“ segir í yfir­lýs­ingu EDF.

Auglýsing

EDF bendir á að saga Freyju end­ur­taki sig í sífellu í Evr­ópu í lífum ótelj­andi kvenna. „Við hvetjum alla til þess að láta til sín taka í hvert sinn sem aðstæður sem þessar koma upp: til að binda enda á svona hegðun eru skýr stefnu­mál nauð­syn­leg, en einnig sterkar aðgerð­ir, eins og að láta í sér heyra í dag­legu líf­i.“

Virð­ingar og virkrar hlust­unar er þörf

T­veir erlendir sér­fræð­ingar í mann­rétt­indum fatl­aðs fólks, þau Ger­ard Quinn og Anna Law­son, hafa fylgst með atburða­rásinni en þau skrif­uðu opið bréf til íslensku þjóð­ar­innar og birtu á Kjarn­anum í gær. Í því segja þau að ef til vill geti þessi upp­á­koma á Íslandi leitt af sér eitt­hvað gott. Það sé ekki nóg að biðj­ast afsök­unar og láta eins og ekk­ert hafi í skorist! Virð­ingar og virkrar hlust­unar sé þörf.

„Við viljum trúa því að Ísland geti gert eitt­hvað sem myndi gera Bush stolt­an, vakið öfund Evr­ópu og rétt við hlut Freyju. Það er lág­mark að stjórn­völd hlýði á eigin þegna og stofni sjálf­stæða og óháða mann­rétt­inda­stofnun strax. Slík stofnun kemur ekki í stað­inn fyrir stjórn­mál eða stjórn­mála­fólk. En minnir okkur á að stjórn­málin snú­ast – þegar best lætur – um almanna­heill en ekki for­dóma eða sér­hags­muni. Slík mann­rétt­inda­stofnun myndi geta fært hluti til betri vegar þegar eitt­hvað fer úrskeiðis eins og virð­ist hafa gerst hér og myndi tengja Ísland alþjóð­legri umræðu um rétt­læti í heim­in­um. Það er hið rétta í stöð­unni. Það myndi gera Freyju aftur stolta af því að vera Íslend­ing­ur,“ segja þau.

Hat­urs­orð­ræða gegn fötl­uðum

Umfjöllun um málið var birt á vef BBC síð­ast­lið­inn mánu­dag. Í henni segir að stór hluti Íslend­inga hafi kallað eftir afsögn sex­menn­ing­anna. Fjallað er um ummæli þing­mann­anna um Freyju, sem og stöðu­upp­frærslu hennar á Face­book, þar sem hún lýsti því að afsök­un­ar­beiðni þar sem við­kom­andi reynir að útskýra og ljúga um hvað hafi átt sér stað sé ekki raun­veru­leg afsök­un­ar­beiðni.

Enn fremur talar blaða­maður BBC við for­mann Þroska­hjálp­ar, Bryn­dísi Snæ­björns­dótt­ur, sem sagði að um hefði verið að ræða hat­urs­orð­ræðu gegn fötl­uð­um. „Það var hræði­legt að þurfa að hlusta á upp­tök­urnar þar sem þing­menn­irnir leika eftir dýra­hljóð og gera grín að fatl­aðri konu sem hefur barist svo ötul­lega fyrir rétt­indum fatl­aðra,“ sagði Bryn­dís í sam­tali við BBC.

Jafn­framt er fjallað um þátt­töku Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins og þing­manns, og skýr­ingu hans um að hljóðin sem líkj­ast áttu sel, þegar nafn Freyju Har­alds­dóttur bar á góma, hafi komið frá stól inni á staðn­um. Einnig er for­tíð hans í tengslum við Panama­skjölin rifjuð upp og afsök­un­ar­beiðnin sem Mið­flokk­ur­inn sendi frá sér þar sem sagði að þing­menn hygð­ust læra af mál­inu og að umræð­urnar væru óaf­sak­an­leg­ar.

Frá­biður sér frek­ari sím­töl þar sem talað er niður til hennar

Freyja sagði í fyrr­nefndri stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að niðr­andi og meið­andi ummæli þing­­manna á drykkju­fundi í þar­síð­­­ustu viku, um hana og fjöl­marga aðra naf­­greinda ein­stak­l­inga, væru kerf­is­bundið hat­­ur. „Það bein­ist harð­­ast að kon­­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­­mönnum sem ein­hvern­­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­­myndir um (skað­­lega) karl­­mennsku. Það er hvorki til­­viljun né eins­­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­­fang orð­a­­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er allt­u­m­lykj­andi - alltaf.“

Hún sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sinni að fyrstu við­brögð hennar við hat­­ur­s­orð­ræðu þing­­mann­anna hefði verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinn­u­dag­inn sinn. „En ég hélt auð­vitað ekk­ert áfram með dag­inn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi ger­­ir.“

Freyja skrif­aði grein sem birt­ist á vef­síðu Kjarn­ans síð­asta sunnu­dags­kvöld þar sem hún greinir frá sam­skiptum sínum við Sig­mund Davíð en hann hringdi í hana fyrr um dag­inn. „Ég frá­bið mér frek­ari sím­töl þar sem ófatl­aður karl­maður í valda­stöðu talar niður til mín og reynir að útskýra fyrir mér hvað eru fötl­un­ar­for­dómar og hvað ekki. Eina eðli­lega sím­talið í stöð­unni væri að biðj­ast ein­læg­lega afsök­un­ar, án nokk­urra útskýr­inga eða mála­leng­inga, og segj­ast í ljósi gjörða sinna ætla að axla ábyrgð á ofbeld­inu sem við vorum beittar og segja af sér,“ sagði hún í grein­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent