ASÍ: Jólakveðjur ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks nöturlegar

Miðstjórn ASÍ skorar á fjármálráðherra og ríkisstjórn að hraða allri vinnu er lýtur að kröfum verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum og hvetur Bjarna Benediktsson til að vinna að sátt í skattamálum frekar en beita vinnandi fólk hótunum.

Alþýðusamband Íslands - ASÍ
Auglýsing

Jóla­kveðjur rík­is­stjórnar til vinn­andi fólks eru nöt­ur­legar og ekki til þess gerðar að skapa sátt á vinnu­mark­aði eða auð­velda gerð nýrra kjara­samn­inga. Þetta ályktar mið­stjórn ASÍ en frétta­til­kynn­ing þess efnis var send út í dag. 

­Bjarni Bene­dikts­­­son fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í við­tali við Morg­un­blað­ið, sem birt­ist í morg­un, að áform rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­inn­ar um lækk­­­un tekju­skatts yrði end­­­ur­­­met­in ef samið verði um óá­­­byrg­ar launa­hækk­­­an­ir í kom­andi kjara­­­samn­ing­­­um. Hann sagði að til þess að unnt yrði að lækka skatta þyrftu launa­hækk­­­anir að vera innan þess svig­­rúms sem fyrir hendi sé. Hann sagði að tekjur rík­­is­­sjóðs gætu orðið minni en spáð var vegna óvissu í ferða­­þjón­­ustu og mög­u­­legs ­sam­­drátt ­vegna óróa í flug­­in­u.

„Við þurfum að fara að snúa umræð­unni á Íslandi upp í það fyrir hvaða launa­hækk­­unum er svig­­rúm í hag­­kerf­inu. Ef launa­hækk­­­anir eru langt umfram það svig­­rúm sem er sann­­ar­­lega til staðar í hag­­kerf­inu fer að vera mikið vafa­­mál hvort stjórn­­völd gera rétt í því að fylgja eftir áformum um ­lækk­­an­ir á tekju­skatti ein­stak­l­inga,“ sagði Bjarni í við­tal­inu.

Auglýsing

Í ályktun mið­stjórnar ASÍ kemur fram að hún for­dæmi að fjár­mála­ráð­herra velji að beita hót­unum í stað lausna ef umsamdar kjara­bætur verka­fólks verði honum ekki að skapi. 

„Mið­stjórn ASÍ bendir á að stjórn­völd séu því miður lítið að gera til að létta róð­ur­inn í kjara­samn­inga­við­ræð­unum sem nú standa yfir. Til­lögur í skatta- og hús­næð­is­málum hafa enn ekki komið fram, en brýn þörf er á rót­tækum til­lögum sem raun­veru­lega skipta sköpum fyrir almenn­ing. Því miður er það svo að for­gangs­röðun stjórn­valda felst í lækkun veiði­gjalda á útgerð­ina, lög­fest­ingu síð­asta dóm kjara­ráðs sem veitti kjörnum full­trúum ríf­legar launa­hækk­anir ásamt því að veita fjár­mála­fyr­ir­tækjum ríf­legar skatta­lækk­an­ir,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Mið­stjórn ASÍ skorar jafn­framt á fjár­mál­ráð­herra og rík­is­stjórn að hraða allri vinnu sem lýtur að kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í kom­andi kjara­við­ræðum og hvetur Bjarna til að vinna að lausnum og sátt í skatta­málum frekar en beita vinn­andi fólk hót­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent