Útgerðarfélag Reykjavíkur öðlaðist ekki yfirráð í HB Granda

Útgerðarfélag Reykjavíkur öðlaðist ekki yfirráð yfir HB Granda með kaupum á þriðjungshlut í félaginu að mati Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið segir þó félögunum að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða ÚR í HB Granda.

Guðmundur Kristjánsson
Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið telur ekki unnt að slá því föstu að ­Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hafi, með­ ­kaupum á ríf­lega þriðj­ungs­hlut í HB Granda, öðl­ast yfir­ráð yfir sjáv­ar­út­vegs­fé­lag­inu í skiln­ingi sam­keppn­islaga. Komi hins vegar fram vís­bend­ingar um annað áskilur eft­ir­litið sér­ rétt til þess að rann­saka málið að nýju. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Fylgj­ast með hvort að reynt verið að stofna til yfir­ráða

Í apríl 2018 keypti Guð­­mundur Krist­jáns­­son, for­­stjóri Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur sem áður var Brim, 34 pró­­sent eign­­ar­hluta í HB Granda. Heild­­ar­­upp­­hæð við­­skipt­anna nam tæp­­lega 21,7 millj­­örðum króna, en mark­aðsvirð­i HB Granda á sama tíma var metið á 54,7 millj­­arða króna. HB Grandi er það útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tæki sem er með mesta afla­hlut­­­deild allra íslenskra útgerða, eða 10,4 pró­­­sent. Guð­mund­ur Krist­jáns­­son tók við sem for­­stjóri HB Granda í kjöl­far kaupanna. 

Auglýsing

Í nóv­­em­ber sam­­þykkti síðan stjórn­ HB Granda að kaupa Ögur­vík af útgerð­­ar­­fé­lag­inu Brim. Stærsti eig­andi Brim og þar með selj­andi Ögur­víkur var Guð­mund­ur Krist­jáns­­son, stærsti eig­andi og for­­stjóri HB Granda. 

Í sumar upp­lýsti Sam­keppn­is­eft­ir­litið félögin um að til­kynn­ing­ar­skyld­ur ­sam­runi kynni að hafa átt sér stað þegar Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur eign­að­ist kjöl­festu­hlut í HB Granda síð­asta vor. Sagði eft­ir­litið að um slíkan sam­runa gæti verið að ræða þrátt fyrir að fyrr­nefnda félagið hefði ekki eign­ast meiri­hluta í því síð­ar­nefnda. Aðal­at­riðið væri að meta hvort kaupin veittu kaup­and­anum yfir­ráð yfir­ HB Granda, til að mynda hvort hann kæm­ist í þá stöðu að geta tekið mik­il­vægar ákvarð­anir innan félags­ins. 

Í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem Frétta­blaðið hefur undir hönd­um, er hins vegar til­kynnt að eft­ir­litið teldi kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á 34 pró­sent hlut í HB Granda hafi ekki ver­ið til­kynn­ing­ar­skyld. Í bréf­inu kemur einnig fram að beint er til umræddra félaga að hafa „vak­andi auga“ með því hvort í reynd stofn­ist til yfir­ráða Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda þó svo að ekki sé um meiri­hluta­eign­ar­hald að ræða. „Dreif­ing eign­ar­halds, mæt­ing á hlut­hafa­fundum og aðkoma ann­arra eig­enda að stjórnun getur skipt máli í því sam­band­i,“ segir í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið fund­aði með líf­eyr­is­sjóðum

Fram kemur í bréf­inu að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi fundað með for­svars­mönnum Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins og Gild­is, en sjóð­irnir eru á meðal stærstu hlut­hafa HB Granda. Eft­ir­litið spurði þá m.a. hvernig hlut­hafa þeir teldu sig vera í félag­inu og jafn­framt hvaða áhrif það hefði, að þeirra mati, að aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur sæti í for­stjóra­stóli félags­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir svör­uðu því til að þeirra hlut­verk væri einna helst að gæta að góðum stjórn­ar­háttum inn­an­ HB Granda en þeir kæmu ekki að dag­legri stjórn­un. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir lögðu enn fremur áherslu á mik­il­vægi þess að hafa kjöl­festu­fjár­festi, líkt og Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, í hlut­hafa­hópnum til móts við stofn­ana­fjár­festa.Einnig segir í bréf­inu að þeim þótti jákvætt fyrir félagið hve umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu Guð­mundur hefði á sviði sjáv­ar­út­vegs. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi sjón­ar­mið líf­eyr­is­sjóð­anna geta bent til þess að líta mætti svo á að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði öðl­ast yfir­ráð yfir­ HB Granda á grund­velli sér­þekk­ingar útgerð­ar­fé­lags­ins. Á hinn bóg­inn sagði eft­ir­litið ljóst að mæt­ing á hlut­hafa­fundi í HB Granda væri góð sem benti til þess að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur kæmi ekki til með að fara með meiri­hluta atkvæða­magns á slíkum fund­um. Aðrir hlut­hafar gætu því gripið inn í mik­il­vægar ákvarð­anir félags­ins. Þetta kemur fram í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem Frétta­blaðið hefur undir hönd­un­um.

Var­huga­vert að sami maður sem á hluta­fé í einu félagi, sé á sami tíma for­stjóri félags á sama mark­aði 

Í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins kemur fram að eft­ir­litið rann­saki enn hvort það feli í sér sam­keppn­is­brot að Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sé for­stjóri HB Granda og hafi setið í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar. Eft­ir­litið hefur aflað gagna vegna máls­ins, að því er segir í bréf­inu, og er rann­sókn­inni ólok­ið. Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði í sumar að var­huga­vert væri í sam­keppn­is­legu til­liti að sami mað­ur, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma for­stjóri félags á sama mark­aði og stjórn­ar­maður í því þriðja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent