Þrír oddvitar minnihlutans vilja afsögn Dags

Enginn af samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur krafist afsagnar borgarstjóra vegna braggamálsins en Píratar munu funda um afstöðu sína í janúar.

dagur og bragginn.jpg
Auglýsing

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, hafa öll farið fram á afsögn Dags B. Eggertssonar, borgarstjórans í Reykjavík, vegna braggamálsins svokallaða. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur einnig fram að oddviti þriðja flokksins sem myndar minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur,  Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokki Íslands, segist hafa orðið orðlaus við lesningu skýrslunnar en fer ekki fram á afsögn borgarstjóra. Hildur Björnsdóttir, sem er annar maður á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, hefur ekki farið fram á afsögn líkt og oddviti flokks hennar. Hún hefur hins vegar sagt að ef Dagur segi sig ekki úr rýnihóp sem hann, hún og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, skipa, og á að skoða skýrslu innri endurskoðunar nánar muni Hildur sjálf víkja úr þeim hópi.

Enginn oddviti þeirra flokka sem mynda meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn hefur farið fram á að borgarstjóri víki vegna málsins. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir við Morgunblaðið að Dagur njóti stuðnings þangað til að annað kemur í ljós. Endanlega ákvörðun um stuðning verði tekin eftir að fundað verði með grasrót flokksins í janúar.

Auglýsing
Sjálfur hefur Dagur sagt á undanförnum dögum að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins. Það er afstaða sem hann hefur haft nær allan tímann síðan að málið kom upp en hann ræddi það meðal annars í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í lok október. Stiklu úr þættinum má sjá hér að neðan.

Kostnaður við framkvæmdir við endurgerð braggans við Nauthólsveg  fór yfir 400 milljónum króna en upphaflega var gert ráð fyrir að hann yrði 158 milljónir.

Hæsti reikn­ing­­ur­inn við fram­­kvæmd­irn­ar hljóð­aði upp á 105 millj­­ón­ir króna og gras­strá sem gróð­ur­­­sett voru í kring­um bygg­ing­una kost­uðu 757 þús­und krón­­ur. Fram­kvæmdum er enn ólokið en tölu­verð vinna er eft­ir í við­bygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frumkvöðlasetur.

Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna verkefnisins var birt í lok síðustu viku. Niðurstöður hennar benda eindregið til þess að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. Þar kemur skýrt fram að meginsök á framúrkeyrslunni hafi legið hjá skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar og fyrrverandi yfirmanni hennar, Hrólfi Jónssyni. Í skýrslunni segir hins vegar einnig: „Sam­kvæmt skipu­riti er borg­ar­rit­ari næsti yfir­maður skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar en þó hafa mál skrif­stof­unnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borg­ar­stjóra og því hefur ekki verið unnið sam­kvæmt réttri umboðskeðju. Mikil sam­skipti hafa verið milli fyrrum skrif­stofustjóra og borg­ar­stjóra allt frá stofnun skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­un­ar, en þeim ber saman um að borg­ar­stjóra hafi ekki verið kunn­ugt um fram­vindu fram­kvæmda að Naut­hóls­vegi 100. Engar skrif­legar heim­ildir liggja fyrir um upp­lýs­inga­gjöf frá skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar til borg­ar­stjóra varð­andi fram­kvæmd­irn­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent