Þrír oddvitar minnihlutans vilja afsögn Dags

Enginn af samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur krafist afsagnar borgarstjóra vegna braggamálsins en Píratar munu funda um afstöðu sína í janúar.

dagur og bragginn.jpg
Auglýsing

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins og Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins, hafa öll farið fram á afsögn Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík, vegna bragga­máls­ins svo­kall­aða. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar kemur einnig fram að odd­viti þriðja flokks­ins sem myndar minni­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur,  Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir frá Sós­í­alista­flokki Íslands, seg­ist hafa orðið orð­laus við lesn­ingu skýrsl­unnar en fer ekki fram á afsögn borg­ar­stjóra. Hildur Björns­dótt­ir, sem er annar maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík, hefur ekki farið fram á afsögn líkt og odd­viti flokks henn­ar. Hún hefur hins vegar sagt að ef Dagur segi sig ekki úr rýni­hóp sem hann, hún og Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, skipa, og á að skoða skýrslu innri end­ur­skoð­unar nánar muni Hildur sjálf víkja úr þeim hópi.

Eng­inn odd­viti þeirra flokka sem mynda meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata í borg­ar­stjórn hefur farið fram á að borg­ar­stjóri víki vegna máls­ins. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, segir við Morg­un­blaðið að Dagur njóti stuðn­ings þangað til að annað kemur í ljós. End­an­lega ákvörðun um stuðn­ing verði tekin eftir að fundað verði með gras­rót flokks­ins í jan­ú­ar.

Auglýsing
Sjálfur hefur Dagur sagt á und­an­förnum dögum að hann ætli ekki að segja af sér vegna máls­ins. Það er afstaða sem hann hefur haft nær allan tím­ann síðan að málið kom upp en hann ræddi það meðal ann­ars í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í lok októ­ber. Stiklu úr þætt­inum má sjá hér að neð­an.

Kostn­aður við fram­kvæmdir við end­ur­gerð bragg­ans við Naut­hóls­veg  fór yfir 400 millj­ónum króna en upp­haf­lega var gert ráð fyrir að hann yrði 158 millj­ón­ir.

Hæsti reikn­ing­­­ur­inn við fram­­­kvæmd­irn­ar hljóð­aði upp á 105 millj­­­ón­ir króna og gras­strá sem gróð­­ur­­­­sett voru í kring­um bygg­ing­una kost­uðu 757 þús­und krón­­­ur. Fram­­kvæmdum er enn ólokið en tölu­verð vinna er eft­ir í við­­bygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­kvöðla­set­ur.

Skýrsla innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um kostnað vegna verk­efn­is­ins var birt í lok síð­ustu viku. Nið­ur­stöður hennar benda ein­dregið til þess að kostn­að­ar­eft­ir­liti hafi verið ábóta­vant og hlítni við lög, inn­kaupa­regl­ur, starfs­lýs­ing­ar, verk­ferla, ábyrgð og for­svar hafi ekki verið nægj­an­leg. Þar kemur skýrt fram að meg­in­sök á fram­úr­keyrsl­unni hafi legið hjá skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar og fyrr­ver­andi yfir­manni henn­ar, Hrólfi Jóns­syni. Í skýrsl­unni segir hins vegar einnig: „Sam­­kvæmt skipu­­riti er borg­­ar­­rit­­ari næsti yfir­­­maður skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar en þó hafa mál skrif­­stof­unnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borg­­ar­­stjóra og því hefur ekki verið unnið sam­­kvæmt réttri umboðskeðju. Mikil sam­­skipti hafa verið milli fyrrum skrif­­stofu­stjóra og borg­­ar­­stjóra allt frá stofnun skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­un­­ar, en þeim ber saman um að borg­ar­­stjóra hafi ekki verið kunn­ugt um fram­vindu fram­­kvæmda að Naut­hóls­­vegi 100. Engar skrif­­legar heim­ildir liggja fyrir um upp­­lýs­inga­­gjöf frá skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar til borg­­ar­­stjóra varð­andi fram­­kvæmd­irn­­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent