Þrír oddvitar minnihlutans vilja afsögn Dags

Enginn af samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur krafist afsagnar borgarstjóra vegna braggamálsins en Píratar munu funda um afstöðu sína í janúar.

dagur og bragginn.jpg
Auglýsing

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins og Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins, hafa öll farið fram á afsögn Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík, vegna bragga­máls­ins svo­kall­aða. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar kemur einnig fram að odd­viti þriðja flokks­ins sem myndar minni­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur,  Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir frá Sós­í­alista­flokki Íslands, seg­ist hafa orðið orð­laus við lesn­ingu skýrsl­unnar en fer ekki fram á afsögn borg­ar­stjóra. Hildur Björns­dótt­ir, sem er annar maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík, hefur ekki farið fram á afsögn líkt og odd­viti flokks henn­ar. Hún hefur hins vegar sagt að ef Dagur segi sig ekki úr rýni­hóp sem hann, hún og Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, skipa, og á að skoða skýrslu innri end­ur­skoð­unar nánar muni Hildur sjálf víkja úr þeim hópi.

Eng­inn odd­viti þeirra flokka sem mynda meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata í borg­ar­stjórn hefur farið fram á að borg­ar­stjóri víki vegna máls­ins. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, segir við Morg­un­blaðið að Dagur njóti stuðn­ings þangað til að annað kemur í ljós. End­an­lega ákvörðun um stuðn­ing verði tekin eftir að fundað verði með gras­rót flokks­ins í jan­ú­ar.

Auglýsing
Sjálfur hefur Dagur sagt á und­an­förnum dögum að hann ætli ekki að segja af sér vegna máls­ins. Það er afstaða sem hann hefur haft nær allan tím­ann síðan að málið kom upp en hann ræddi það meðal ann­ars í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í lok októ­ber. Stiklu úr þætt­inum má sjá hér að neð­an.

Kostn­aður við fram­kvæmdir við end­ur­gerð bragg­ans við Naut­hóls­veg  fór yfir 400 millj­ónum króna en upp­haf­lega var gert ráð fyrir að hann yrði 158 millj­ón­ir.

Hæsti reikn­ing­­­ur­inn við fram­­­kvæmd­irn­ar hljóð­aði upp á 105 millj­­­ón­ir króna og gras­strá sem gróð­­ur­­­­sett voru í kring­um bygg­ing­una kost­uðu 757 þús­und krón­­­ur. Fram­­kvæmdum er enn ólokið en tölu­verð vinna er eft­ir í við­­bygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­kvöðla­set­ur.

Skýrsla innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um kostnað vegna verk­efn­is­ins var birt í lok síð­ustu viku. Nið­ur­stöður hennar benda ein­dregið til þess að kostn­að­ar­eft­ir­liti hafi verið ábóta­vant og hlítni við lög, inn­kaupa­regl­ur, starfs­lýs­ing­ar, verk­ferla, ábyrgð og for­svar hafi ekki verið nægj­an­leg. Þar kemur skýrt fram að meg­in­sök á fram­úr­keyrsl­unni hafi legið hjá skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar og fyrr­ver­andi yfir­manni henn­ar, Hrólfi Jóns­syni. Í skýrsl­unni segir hins vegar einnig: „Sam­­kvæmt skipu­­riti er borg­­ar­­rit­­ari næsti yfir­­­maður skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar en þó hafa mál skrif­­stof­unnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borg­­ar­­stjóra og því hefur ekki verið unnið sam­­kvæmt réttri umboðskeðju. Mikil sam­­skipti hafa verið milli fyrrum skrif­­stofu­stjóra og borg­­ar­­stjóra allt frá stofnun skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­un­­ar, en þeim ber saman um að borg­ar­­stjóra hafi ekki verið kunn­ugt um fram­vindu fram­­kvæmda að Naut­hóls­­vegi 100. Engar skrif­­legar heim­ildir liggja fyrir um upp­­lýs­inga­­gjöf frá skrif­­stofu eigna og atvinn­u­­þró­unar til borg­­ar­­stjóra varð­andi fram­­kvæmd­irn­­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent