Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim

Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.

Guðmundur í Brim í markaðnum
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, var val­inn við­skipta­maður árs­ins 2018 af Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Í við­tali við blaðið vegna þessa seg­ist hann muna leggja fram til­lögu við stjórn félags­ins, sem er skráð í Kaup­höll Íslands, að nafni þess verði breytt í Brim.

­Út­gerð­ar­fé­lag Guð­mundar hét Brim árum sam­an. Eftir að hann keypti um þriðj­ungs­hlut í HB Granda í fyrra fyrir 22 millj­arða króna í ár þá breytti hann nafni þess í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Nú vill hann nota gamla nafnið á nýja félagið sem hann stýr­ir. Í við­tali við Mark­að­inn segir Guð­mundur að honum hafi alltaf þótt Brim vera fal­legt nafn á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og að hann hafi „oft hugsað um að Brim yrði sterkt almenn­ings­hluta­fé­lag á hluta­bréfa­mark­að­i.“

Auglýsing
Í við­tal­inu kemur enn fremur fram að Guð­mundur hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum í HB Granda með láni frá Land­bank­anum og að eigna­sala í kjöl­far lán­tök­unnar hafi greitt upp lán­ið. Eigna­salan, sem í fólst að selja útgerð­ina Ögur­vík til HB Granda, sala á stórum hlut í VInnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum og sölu á skipi í eigu græn­lensks hlut­deild­ar­fé­lags, skil­aði Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur hærri upp­hæð en sem nam fjár­fest­ing­unni í HB Granda. Því skuldi félagið minna í lok árs en í upp­hafi þess. Guð­mundur segir í við­tail­inu að hann hefði helst vilja selja HB Granda allar eign­irn­ar, en að ekki hafi verið vilji fyrir því .

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um rús­sí­ban­areið Guð­mundar á und­an­förnum árum í ítar­legri frétta­skýr­ingu fyrir skemmstu.

Mark­að­ur­inn valdi söl­una á tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP til kóreska leikja­fram­leið­and­ans  Pearl Abyss á 425 millj­­ónir dali, eða tæp­lega 50 millj­­arða króna, í byrjun sept­em­ber sem við­skipti árs­ins.

Fjár­fest­ing í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber voru hins vegar valin verstu við­skipti árs­ins enda þegar ljóst, nokkrum vikum síð­ar, að þátt­tak­endur þurfa að end­ur­semja um þá fjár­fest­ingu eigi WOW air að lifa. Næst verstu við­skiptin var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaup­unum á WOW air og kaup Sýnar á stórum hluta fjöl­miðla 365 miðla lenti í þriðja sæti.Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent