Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim

Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.

Guðmundur í Brim í markaðnum
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, var val­inn við­skipta­maður árs­ins 2018 af Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Í við­tali við blaðið vegna þessa seg­ist hann muna leggja fram til­lögu við stjórn félags­ins, sem er skráð í Kaup­höll Íslands, að nafni þess verði breytt í Brim.

­Út­gerð­ar­fé­lag Guð­mundar hét Brim árum sam­an. Eftir að hann keypti um þriðj­ungs­hlut í HB Granda í fyrra fyrir 22 millj­arða króna í ár þá breytti hann nafni þess í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Nú vill hann nota gamla nafnið á nýja félagið sem hann stýr­ir. Í við­tali við Mark­að­inn segir Guð­mundur að honum hafi alltaf þótt Brim vera fal­legt nafn á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og að hann hafi „oft hugsað um að Brim yrði sterkt almenn­ings­hluta­fé­lag á hluta­bréfa­mark­að­i.“

Auglýsing
Í við­tal­inu kemur enn fremur fram að Guð­mundur hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum í HB Granda með láni frá Land­bank­anum og að eigna­sala í kjöl­far lán­tök­unnar hafi greitt upp lán­ið. Eigna­salan, sem í fólst að selja útgerð­ina Ögur­vík til HB Granda, sala á stórum hlut í VInnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum og sölu á skipi í eigu græn­lensks hlut­deild­ar­fé­lags, skil­aði Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur hærri upp­hæð en sem nam fjár­fest­ing­unni í HB Granda. Því skuldi félagið minna í lok árs en í upp­hafi þess. Guð­mundur segir í við­tail­inu að hann hefði helst vilja selja HB Granda allar eign­irn­ar, en að ekki hafi verið vilji fyrir því .

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um rús­sí­ban­areið Guð­mundar á und­an­förnum árum í ítar­legri frétta­skýr­ingu fyrir skemmstu.

Mark­að­ur­inn valdi söl­una á tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP til kóreska leikja­fram­leið­and­ans  Pearl Abyss á 425 millj­­ónir dali, eða tæp­lega 50 millj­­arða króna, í byrjun sept­em­ber sem við­skipti árs­ins.

Fjár­fest­ing í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber voru hins vegar valin verstu við­skipti árs­ins enda þegar ljóst, nokkrum vikum síð­ar, að þátt­tak­endur þurfa að end­ur­semja um þá fjár­fest­ingu eigi WOW air að lifa. Næst verstu við­skiptin var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaup­unum á WOW air og kaup Sýnar á stórum hluta fjöl­miðla 365 miðla lenti í þriðja sæti.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent