Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim

Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.

Guðmundur í Brim í markaðnum
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, var val­inn við­skipta­maður árs­ins 2018 af Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Í við­tali við blaðið vegna þessa seg­ist hann muna leggja fram til­lögu við stjórn félags­ins, sem er skráð í Kaup­höll Íslands, að nafni þess verði breytt í Brim.

­Út­gerð­ar­fé­lag Guð­mundar hét Brim árum sam­an. Eftir að hann keypti um þriðj­ungs­hlut í HB Granda í fyrra fyrir 22 millj­arða króna í ár þá breytti hann nafni þess í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Nú vill hann nota gamla nafnið á nýja félagið sem hann stýr­ir. Í við­tali við Mark­að­inn segir Guð­mundur að honum hafi alltaf þótt Brim vera fal­legt nafn á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og að hann hafi „oft hugsað um að Brim yrði sterkt almenn­ings­hluta­fé­lag á hluta­bréfa­mark­að­i.“

Auglýsing
Í við­tal­inu kemur enn fremur fram að Guð­mundur hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum í HB Granda með láni frá Land­bank­anum og að eigna­sala í kjöl­far lán­tök­unnar hafi greitt upp lán­ið. Eigna­salan, sem í fólst að selja útgerð­ina Ögur­vík til HB Granda, sala á stórum hlut í VInnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum og sölu á skipi í eigu græn­lensks hlut­deild­ar­fé­lags, skil­aði Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur hærri upp­hæð en sem nam fjár­fest­ing­unni í HB Granda. Því skuldi félagið minna í lok árs en í upp­hafi þess. Guð­mundur segir í við­tail­inu að hann hefði helst vilja selja HB Granda allar eign­irn­ar, en að ekki hafi verið vilji fyrir því .

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um rús­sí­ban­areið Guð­mundar á und­an­förnum árum í ítar­legri frétta­skýr­ingu fyrir skemmstu.

Mark­að­ur­inn valdi söl­una á tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP til kóreska leikja­fram­leið­and­ans  Pearl Abyss á 425 millj­­ónir dali, eða tæp­lega 50 millj­­arða króna, í byrjun sept­em­ber sem við­skipti árs­ins.

Fjár­fest­ing í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber voru hins vegar valin verstu við­skipti árs­ins enda þegar ljóst, nokkrum vikum síð­ar, að þátt­tak­endur þurfa að end­ur­semja um þá fjár­fest­ingu eigi WOW air að lifa. Næst verstu við­skiptin var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaup­unum á WOW air og kaup Sýnar á stórum hluta fjöl­miðla 365 miðla lenti í þriðja sæti.Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent