Miðflokkurinn rúmlega helmingast í fylgi – fengi 5,7 prósent ef kosið væri í dag

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst minni það sem af er kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn tekur til sín þorra þess fylgis sem Miðflokkurinn tapar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn myndi fá 5,7 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Fylgi flokks­ins mæld­ist 12,0 pró­sent í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins sem birt var 30. nóv­em­ber. Það hefur því rúm­lega helm­ing­ast.

Könn­unin var gerð dag­ana 3. des­em­ber 2018 til 1. jan­úar 2019, eða eftir að hið svo­kall­aða Klaust­ur­mál kom upp. Heild­ar­úr­taks­stærð var 4.899 og þátt­töku­hlut­fall var 58,0 pró­sent. RÚV greindi frá.

Flokkur fólks­ins, sem átti líka tvo þing­menn á Klaust­ur­bar, sem nú hefur verið vikið úr flokkn­um, myndi fá 5,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Flokk­ur­inn mæld­ist með 6,2 pró­sent fylgi fyrir rúmum mán­uði síð­an.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist sem fyrr stærsti flokkur lands­ins með 22,7 pró­sent fylgi. Stuðn­ingur við hann dróst saman í des­em­ber en fyrir rúmum mán­uði sögð­ust 23,5 pró­sent lands­manna ætla að kjósa flokk­inn.

Auglýsing
Vinstri græn taka lít­il­lega við sér og fylgi flokks­ins fer úr 10,5 pró­sent í 11,6 pró­sent. En stóri sig­ur­veg­ari Klaust­ur­máls­ins virð­ist sem fyrr vera Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann mælist nú með 11,4 pró­sent fylgi og bætir við sig 3,9 pró­sentu­stigum milli kann­ana.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru því sam­an­lagt með 45,7 pró­sent fylgi sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­stjórn ef kosið yrði í dag. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist 44,8 pró­sent. Það er minnsti stuðn­ingur sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur mælst með frá því að hún tók við völd­um. Í des­em­ber 2017 mæld­ist stuðn­ingur við hana til að mynda 74,1 pró­sent.

Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem áttu ekki full­trúa á Klaust­ur­bar standa allir nán­ast í stað á milli mán­aða. Sam­fylk­ingin mælist með 18,4 pró­sent fylgi, Píratar með 10,5 pró­sent og Við­reisn með 10,5 pró­sent. Sam­an­lagt fylgi þeirra þriggja er því 39,4 pró­sent og eykst um 0,7 pró­sentu­stig milli mán­aða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent