Miðflokkurinn rúmlega helmingast í fylgi – fengi 5,7 prósent ef kosið væri í dag

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst minni það sem af er kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn tekur til sín þorra þess fylgis sem Miðflokkurinn tapar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn myndi fá 5,7 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Fylgi flokks­ins mæld­ist 12,0 pró­sent í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins sem birt var 30. nóv­em­ber. Það hefur því rúm­lega helm­ing­ast.

Könn­unin var gerð dag­ana 3. des­em­ber 2018 til 1. jan­úar 2019, eða eftir að hið svo­kall­aða Klaust­ur­mál kom upp. Heild­ar­úr­taks­stærð var 4.899 og þátt­töku­hlut­fall var 58,0 pró­sent. RÚV greindi frá.

Flokkur fólks­ins, sem átti líka tvo þing­menn á Klaust­ur­bar, sem nú hefur verið vikið úr flokkn­um, myndi fá 5,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Flokk­ur­inn mæld­ist með 6,2 pró­sent fylgi fyrir rúmum mán­uði síð­an.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist sem fyrr stærsti flokkur lands­ins með 22,7 pró­sent fylgi. Stuðn­ingur við hann dróst saman í des­em­ber en fyrir rúmum mán­uði sögð­ust 23,5 pró­sent lands­manna ætla að kjósa flokk­inn.

Auglýsing
Vinstri græn taka lít­il­lega við sér og fylgi flokks­ins fer úr 10,5 pró­sent í 11,6 pró­sent. En stóri sig­ur­veg­ari Klaust­ur­máls­ins virð­ist sem fyrr vera Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann mælist nú með 11,4 pró­sent fylgi og bætir við sig 3,9 pró­sentu­stigum milli kann­ana.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru því sam­an­lagt með 45,7 pró­sent fylgi sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­stjórn ef kosið yrði í dag. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist 44,8 pró­sent. Það er minnsti stuðn­ingur sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur mælst með frá því að hún tók við völd­um. Í des­em­ber 2017 mæld­ist stuðn­ingur við hana til að mynda 74,1 pró­sent.

Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem áttu ekki full­trúa á Klaust­ur­bar standa allir nán­ast í stað á milli mán­aða. Sam­fylk­ingin mælist með 18,4 pró­sent fylgi, Píratar með 10,5 pró­sent og Við­reisn með 10,5 pró­sent. Sam­an­lagt fylgi þeirra þriggja er því 39,4 pró­sent og eykst um 0,7 pró­sentu­stig milli mán­aða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent