Samtök atvinnulífsins segja afturvirkni mögulega

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúinn að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á „skynsamlegum nótum“ fyrir næstu mánaðamót. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og VLFA.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir sam­tök­in reiðu­bú­in að fall­ast á kröfu verka­lýðs­fé­lag­anna um aft­ur­virkni kjara­samn­inga til­ 1. jan­ú­ar, að því gefnu að samið verði fyrir næst­u ­mán­aða­mót og ef samið verði á „skyn­sam­legum nót­u­m“. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Til þess að liðka fyrir við­ræðum og lausn geta Sam­tök atvinnu­lífs­ins fall­ist á að gild­is­taka kjara­samn­inga verði aft­ur­virk frá 1. jan­úar 2019. Skil­yrðið fyrir því er þó að samn­ingur náist fyrir lok þessar mán­aðar sem taki mið af svig­rúmi atvinnu­lífs­ins til launa­hækk­ana. Þetta til­boð fellur auð­vitað niður ef við­ræð­unum verður slitið og boðað til verka­falla enda ber allt sam­fé­lagið kostnað af þeirra aðgerð,“ segir Hall­dór.

Funda í annað sinn hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag

Þann 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnt­u VR, Efl­ing og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness að félögin yrðu í sam­starfi í yfir­stand­and­i kjara­samn­ing­um og vís­uðu í sam­ein­ingu við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara. Fyrsti fund­ur­inn hjá rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu SA við Efl­ing­u, VR­ og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness fór fram á milli jóla og nýárs en á þeim fundi var rík­is­sátta­semj­ara fyrst og fremst að kalla eftir upp­lýs­ingum frá deilu­að­ila. Í dag fer fram síðan fram annar samn­inga­fundur hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Efl­ing, VR­­ og Verka­lýðs­­fé­lag Akra­­ness til­kynntu í lok des­em­ber að félögin gerðu kröfu um að kjara­samn­ingar við Sam­tök atvinn­u­lífs­ins muni gilda frá og með 1. jan­úar óháð því hvenær samn­ingar nást. Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sagði að aft­ur­virkni samn­inga væri ófrjá­v­íkj­an­leg krafa félag­anna þriggja. 

Auglýsing
 

Hall­dór Benja­mín segir að krafan um aft­ur­virkni sé ekki ný af nál­inni. Hann segir kröf­una byggja á nor­rænni fyr­ir­mynd þar sem stétt­ar­fé­lög skil­greini það sem eitt af sínum mik­il­væg­ustu hlut­verkum að gera kjara­samn­inga sem raski ekki sam­keppn­is­stöðu meg­in­atvinnu­grein­anna. 

Að lokum segir Hall­dór að ákvarð­anir um aft­ur­virkni og önnur stór efn­is­at­riði líkt og launa­hækk­anir og samn­ings­tíma verði teknar í lok við­ræðn­a. 

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent