Samtök atvinnulífsins segja afturvirkni mögulega

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúinn að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á „skynsamlegum nótum“ fyrir næstu mánaðamót. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og VLFA.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir sam­tök­in reiðu­bú­in að fall­ast á kröfu verka­lýðs­fé­lag­anna um aft­ur­virkni kjara­samn­inga til­ 1. jan­ú­ar, að því gefnu að samið verði fyrir næst­u ­mán­aða­mót og ef samið verði á „skyn­sam­legum nót­u­m“. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Til þess að liðka fyrir við­ræðum og lausn geta Sam­tök atvinnu­lífs­ins fall­ist á að gild­is­taka kjara­samn­inga verði aft­ur­virk frá 1. jan­úar 2019. Skil­yrðið fyrir því er þó að samn­ingur náist fyrir lok þessar mán­aðar sem taki mið af svig­rúmi atvinnu­lífs­ins til launa­hækk­ana. Þetta til­boð fellur auð­vitað niður ef við­ræð­unum verður slitið og boðað til verka­falla enda ber allt sam­fé­lagið kostnað af þeirra aðgerð,“ segir Hall­dór.

Funda í annað sinn hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag

Þann 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnt­u VR, Efl­ing og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness að félögin yrðu í sam­starfi í yfir­stand­and­i kjara­samn­ing­um og vís­uðu í sam­ein­ingu við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara. Fyrsti fund­ur­inn hjá rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu SA við Efl­ing­u, VR­ og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness fór fram á milli jóla og nýárs en á þeim fundi var rík­is­sátta­semj­ara fyrst og fremst að kalla eftir upp­lýs­ingum frá deilu­að­ila. Í dag fer fram síðan fram annar samn­inga­fundur hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Efl­ing, VR­­ og Verka­lýðs­­fé­lag Akra­­ness til­kynntu í lok des­em­ber að félögin gerðu kröfu um að kjara­samn­ingar við Sam­tök atvinn­u­lífs­ins muni gilda frá og með 1. jan­úar óháð því hvenær samn­ingar nást. Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sagði að aft­ur­virkni samn­inga væri ófrjá­v­íkj­an­leg krafa félag­anna þriggja. 

Auglýsing
 

Hall­dór Benja­mín segir að krafan um aft­ur­virkni sé ekki ný af nál­inni. Hann segir kröf­una byggja á nor­rænni fyr­ir­mynd þar sem stétt­ar­fé­lög skil­greini það sem eitt af sínum mik­il­væg­ustu hlut­verkum að gera kjara­samn­inga sem raski ekki sam­keppn­is­stöðu meg­in­atvinnu­grein­anna. 

Að lokum segir Hall­dór að ákvarð­anir um aft­ur­virkni og önnur stór efn­is­at­riði líkt og launa­hækk­anir og samn­ings­tíma verði teknar í lok við­ræðn­a. 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent