Samtök atvinnulífsins segja afturvirkni mögulega

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúinn að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á „skynsamlegum nótum“ fyrir næstu mánaðamót. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og VLFA.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir sam­tök­in reiðu­bú­in að fall­ast á kröfu verka­lýðs­fé­lag­anna um aft­ur­virkni kjara­samn­inga til­ 1. jan­ú­ar, að því gefnu að samið verði fyrir næst­u ­mán­aða­mót og ef samið verði á „skyn­sam­legum nót­u­m“. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Til þess að liðka fyrir við­ræðum og lausn geta Sam­tök atvinnu­lífs­ins fall­ist á að gild­is­taka kjara­samn­inga verði aft­ur­virk frá 1. jan­úar 2019. Skil­yrðið fyrir því er þó að samn­ingur náist fyrir lok þessar mán­aðar sem taki mið af svig­rúmi atvinnu­lífs­ins til launa­hækk­ana. Þetta til­boð fellur auð­vitað niður ef við­ræð­unum verður slitið og boðað til verka­falla enda ber allt sam­fé­lagið kostnað af þeirra aðgerð,“ segir Hall­dór.

Funda í annað sinn hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag

Þann 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnt­u VR, Efl­ing og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness að félögin yrðu í sam­starfi í yfir­stand­and­i kjara­samn­ing­um og vís­uðu í sam­ein­ingu við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara. Fyrsti fund­ur­inn hjá rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu SA við Efl­ing­u, VR­ og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness fór fram á milli jóla og nýárs en á þeim fundi var rík­is­sátta­semj­ara fyrst og fremst að kalla eftir upp­lýs­ingum frá deilu­að­ila. Í dag fer fram síðan fram annar samn­inga­fundur hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Efl­ing, VR­­ og Verka­lýðs­­fé­lag Akra­­ness til­kynntu í lok des­em­ber að félögin gerðu kröfu um að kjara­samn­ingar við Sam­tök atvinn­u­lífs­ins muni gilda frá og með 1. jan­úar óháð því hvenær samn­ingar nást. Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sagði að aft­ur­virkni samn­inga væri ófrjá­v­íkj­an­leg krafa félag­anna þriggja. 

Auglýsing
 

Hall­dór Benja­mín segir að krafan um aft­ur­virkni sé ekki ný af nál­inni. Hann segir kröf­una byggja á nor­rænni fyr­ir­mynd þar sem stétt­ar­fé­lög skil­greini það sem eitt af sínum mik­il­væg­ustu hlut­verkum að gera kjara­samn­inga sem raski ekki sam­keppn­is­stöðu meg­in­atvinnu­grein­anna. 

Að lokum segir Hall­dór að ákvarð­anir um aft­ur­virkni og önnur stór efn­is­at­riði líkt og launa­hækk­anir og samn­ings­tíma verði teknar í lok við­ræðn­a. 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent