Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar

Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.

7DM_5637_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Birgir ÞórStein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­­seti Alþing­is, fund­ar með for­­mönn­um þing­­flokka í dag en þar verður Klaust­­ur­­mál­ið, og ráð­staf­an­ir vegna þess, meðal ann­ars á dag­skrá. Hann segir að við­fangs­efnið sé að koma mál­inu í réttan far­veg svo það geti gengið sína leið. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is í dag.  

Jafn­framt segir í frétt­inni að á fundi for­­sæt­is­­nefnd­ar í gær hafi mög­u­­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­­ar verið rædd­­ar til þess að málið kom­ist í far­­veg og verði sú umræða tek­in áfram á fundi þing­­flokks­­for­manna í dag.

Auglýsing

Stein­grím­ur seg­ir málið raun­ar ekki mjög flók­ið. Þetta snú­ist um að málið geti gengið rétta boð­leið til siða­nefnd­­ar. „Það er lík­­­leg­asta leiðin og sú sem til stóð, en strand­aði á van­hæfi for­­sæt­is­­nefnd­­ar. Verk­efnið er að leysa úr þessu,“ segir hann í sam­tali við Mbl.­is. 

Hann  segir enn fremur að menn vilji lík­­­lega ræða þetta inn­­an þing­­flokk­anna, sem flest­ir funda á mið­viku­­dög­­um. Málið verði því í vinnslu í vik­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent