Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan

Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.

Bjarni Benediktsson- Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann kann­ist ekki við að póli­tísk hrossa­kaup hafi átt að eiga sér stað vegna skipan sendi­herra sem leiða ætti til þess að Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og þing­maður Mið­flokks­ins, fengi slíka stöðu.

Þetta kom fram í máli hans þegar Bjarni kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á opnum fundi í dag.

Bjarni sagð­ist kann­ast við að Gunnar Bragi hefði komið fram áhuga sínum um að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann kann­að­ist líka við að hafa setið fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra síðla hausts 2018 þar sem Sig­mundur Davíð kom á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga. Á fund­inum hafi Guð­laugur Þór komið fram þeirri skoðun sinni að hann vildi frekar fækka sendi­herrum en fjölga þeim.

Gæti vel verið að Bjarni hafi lagt til fund­inn

Bjarni sagði að hann og Sig­mundur Davíð hefðu átt í ein­hverjum sam­skiptum áður en að fund­ur­inn með Guð­laugi Þór fór fram. Hann man ekki hvor þeirra lagði til að þeir myndu hitt­ast með utan­rík­is­ráð­herra, og það gæti vel verið að það hafi verið hann. Til­gang­ur­inn hafi verið að fá það beint frá utan­rík­is­ráð­herr­anum hver staðan varð­andi sendi­herra­stöður væri og hans hlut­verk hafi verið að leiða menn sam­an.

Auglýsing
Á fund­inum eða í aðdrag­anda hans hafi hins veg­ar, að sögn Bjarna, málin aldrei verið rædd í því sam­hengi að upp­fylla ein­hver gefin lof­orð eða meint sam­komu­lag. Fund­ur­inn hafi ein­ungis að koma á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga á að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni.

Bjarni var einnig spurður hvort það væri algengt að sam­töl af þessu tagi ættu sér stað. Hann sagði að hann grun­aði að það væri mjög algengt að utan­rík­is­ráð­herrar fái beiðnir af þessu tagi. „Ég hef sjálfur ein­hverja reynslu af því.“

Bjarni sagði að það mætti alveg velta því fyrir sér hvort að auka þyrfti form­kröfur til sendi­herra sem skip­aðir væru. Hann væri þó sjálfur þeirrar skoð­unar að margir fyrr­ver­andi þing­menn sem skip­aðir hefðu verið sendi­herrar væri „mjög vel til þess fallnir að taka að sér verk­efnin sem fel­ast í sendi­herra­stöð­un­um.“

Bjarni taldi það þó ekki til bæt­ingar að fella skipan sendi­herra inn í umsókn­ar­ferli með aðkomu hæf­is­nefnda. Það væri meira unnið með því að utan­rík­is­ráð­herra mætti í þingið og gerði grein fyrir skipun sendi­herra þegar slík yrði gerð og að þingið þyrfti jafn­vel að sam­þykkja hana, líkt og gert er víða ann­ars stað­ar.

Eng­inn þrýsti á utan­rík­is­ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra kom einnig fyrir nefnd­ina og svar­aði að öllu leyti efn­is­lega með sama hætti og Bjarni um til­drög fund­ar­ins með Sig­mundi Davíð og það sem fram fór á hon­um. Guð­laugur Þór benti á að hann hefði ekki skipað einn ein­asta sendi­herra frá því að hann tók við ráðu­neyt­inu.Guðlaugur Þór Þórðarson kom einnig fyrir nefndina. MYND: Bára Huld Beck

Í sam­tölum Gunn­ars Braga og Sig­mundar Davíð á Klaust­ur­bar var ýjað að því að Guð­laugi Þór bæri að gjalda þeim greiða þegar hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra. „Það var bara ekki þannig,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra.

Guð­laugur Þór sagði enn fremur að engin hafi þrýst á hann að skipa Gunnar Braga sem sendi­herra. Bjarni Bene­dikts­son hafi aldrei skipað honum að gera nokkurn skap­aðan hlut á meðan að sam­skiptum þeirra hefur stað­ið, en þau teygja sig aftur um ára­tugi.

Mættu hvor­ugir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Gunnar Bragi Sveins­son mættu hvor­ugir á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Í upp­hafi fundar voru lesnar yfir­lýs­ingar frá þeim báð­um. Gunnar Bragi sagði í henni að til­efni fund­ar­ins væri ólög­mælt hljóð­ritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trún­að­ar­spjalli á veit­inga­stað í borg­inn­i. 

Auglýsing
Hann hafi þegar á opin­berum vett­vangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fund­ar­ins væri boðað í þeim „ann­ar­lega til­gangi“ að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga.

 yf­ir­lýs­ingu Sig­mundar Dav­íðs sagði hann ófor­svar­an­legt hjá for­manni nefnd­ar­innar að halda fund um óljósar ásak­an­ir. Hann sagði enga við­hlít­andi rann­sókn hafa farið fram á því af hverju farið var í hljóð­upp­tök­urnar af við­ræð­unum á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber og hvort þær hafi verið klipptar til.

Því væri eng­inn sið­ferð­is­legur grund­völlur fyrir þeirri umræðu sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fund­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent