Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan

Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.

Bjarni Benediktsson- Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann kann­ist ekki við að póli­tísk hrossa­kaup hafi átt að eiga sér stað vegna skipan sendi­herra sem leiða ætti til þess að Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og þing­maður Mið­flokks­ins, fengi slíka stöðu.

Þetta kom fram í máli hans þegar Bjarni kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á opnum fundi í dag.

Bjarni sagð­ist kann­ast við að Gunnar Bragi hefði komið fram áhuga sínum um að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann kann­að­ist líka við að hafa setið fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra síðla hausts 2018 þar sem Sig­mundur Davíð kom á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga. Á fund­inum hafi Guð­laugur Þór komið fram þeirri skoðun sinni að hann vildi frekar fækka sendi­herrum en fjölga þeim.

Gæti vel verið að Bjarni hafi lagt til fund­inn

Bjarni sagði að hann og Sig­mundur Davíð hefðu átt í ein­hverjum sam­skiptum áður en að fund­ur­inn með Guð­laugi Þór fór fram. Hann man ekki hvor þeirra lagði til að þeir myndu hitt­ast með utan­rík­is­ráð­herra, og það gæti vel verið að það hafi verið hann. Til­gang­ur­inn hafi verið að fá það beint frá utan­rík­is­ráð­herr­anum hver staðan varð­andi sendi­herra­stöður væri og hans hlut­verk hafi verið að leiða menn sam­an.

Auglýsing
Á fund­inum eða í aðdrag­anda hans hafi hins veg­ar, að sögn Bjarna, málin aldrei verið rædd í því sam­hengi að upp­fylla ein­hver gefin lof­orð eða meint sam­komu­lag. Fund­ur­inn hafi ein­ungis að koma á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga á að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni.

Bjarni var einnig spurður hvort það væri algengt að sam­töl af þessu tagi ættu sér stað. Hann sagði að hann grun­aði að það væri mjög algengt að utan­rík­is­ráð­herrar fái beiðnir af þessu tagi. „Ég hef sjálfur ein­hverja reynslu af því.“

Bjarni sagði að það mætti alveg velta því fyrir sér hvort að auka þyrfti form­kröfur til sendi­herra sem skip­aðir væru. Hann væri þó sjálfur þeirrar skoð­unar að margir fyrr­ver­andi þing­menn sem skip­aðir hefðu verið sendi­herrar væri „mjög vel til þess fallnir að taka að sér verk­efnin sem fel­ast í sendi­herra­stöð­un­um.“

Bjarni taldi það þó ekki til bæt­ingar að fella skipan sendi­herra inn í umsókn­ar­ferli með aðkomu hæf­is­nefnda. Það væri meira unnið með því að utan­rík­is­ráð­herra mætti í þingið og gerði grein fyrir skipun sendi­herra þegar slík yrði gerð og að þingið þyrfti jafn­vel að sam­þykkja hana, líkt og gert er víða ann­ars stað­ar.

Eng­inn þrýsti á utan­rík­is­ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra kom einnig fyrir nefnd­ina og svar­aði að öllu leyti efn­is­lega með sama hætti og Bjarni um til­drög fund­ar­ins með Sig­mundi Davíð og það sem fram fór á hon­um. Guð­laugur Þór benti á að hann hefði ekki skipað einn ein­asta sendi­herra frá því að hann tók við ráðu­neyt­inu.Guðlaugur Þór Þórðarson kom einnig fyrir nefndina. MYND: Bára Huld Beck

Í sam­tölum Gunn­ars Braga og Sig­mundar Davíð á Klaust­ur­bar var ýjað að því að Guð­laugi Þór bæri að gjalda þeim greiða þegar hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra. „Það var bara ekki þannig,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra.

Guð­laugur Þór sagði enn fremur að engin hafi þrýst á hann að skipa Gunnar Braga sem sendi­herra. Bjarni Bene­dikts­son hafi aldrei skipað honum að gera nokkurn skap­aðan hlut á meðan að sam­skiptum þeirra hefur stað­ið, en þau teygja sig aftur um ára­tugi.

Mættu hvor­ugir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Gunnar Bragi Sveins­son mættu hvor­ugir á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Í upp­hafi fundar voru lesnar yfir­lýs­ingar frá þeim báð­um. Gunnar Bragi sagði í henni að til­efni fund­ar­ins væri ólög­mælt hljóð­ritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trún­að­ar­spjalli á veit­inga­stað í borg­inn­i. 

Auglýsing
Hann hafi þegar á opin­berum vett­vangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fund­ar­ins væri boðað í þeim „ann­ar­lega til­gangi“ að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga.

 yf­ir­lýs­ingu Sig­mundar Dav­íðs sagði hann ófor­svar­an­legt hjá for­manni nefnd­ar­innar að halda fund um óljósar ásak­an­ir. Hann sagði enga við­hlít­andi rann­sókn hafa farið fram á því af hverju farið var í hljóð­upp­tök­urnar af við­ræð­unum á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber og hvort þær hafi verið klipptar til.

Því væri eng­inn sið­ferð­is­legur grund­völlur fyrir þeirri umræðu sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fund­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent