Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan

Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.

Bjarni Benediktsson- Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann kann­ist ekki við að póli­tísk hrossa­kaup hafi átt að eiga sér stað vegna skipan sendi­herra sem leiða ætti til þess að Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og þing­maður Mið­flokks­ins, fengi slíka stöðu.

Þetta kom fram í máli hans þegar Bjarni kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á opnum fundi í dag.

Bjarni sagð­ist kann­ast við að Gunnar Bragi hefði komið fram áhuga sínum um að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann kann­að­ist líka við að hafa setið fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra síðla hausts 2018 þar sem Sig­mundur Davíð kom á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga. Á fund­inum hafi Guð­laugur Þór komið fram þeirri skoðun sinni að hann vildi frekar fækka sendi­herrum en fjölga þeim.

Gæti vel verið að Bjarni hafi lagt til fund­inn

Bjarni sagði að hann og Sig­mundur Davíð hefðu átt í ein­hverjum sam­skiptum áður en að fund­ur­inn með Guð­laugi Þór fór fram. Hann man ekki hvor þeirra lagði til að þeir myndu hitt­ast með utan­rík­is­ráð­herra, og það gæti vel verið að það hafi verið hann. Til­gang­ur­inn hafi verið að fá það beint frá utan­rík­is­ráð­herr­anum hver staðan varð­andi sendi­herra­stöður væri og hans hlut­verk hafi verið að leiða menn sam­an.

Auglýsing
Á fund­inum eða í aðdrag­anda hans hafi hins veg­ar, að sögn Bjarna, málin aldrei verið rædd í því sam­hengi að upp­fylla ein­hver gefin lof­orð eða meint sam­komu­lag. Fund­ur­inn hafi ein­ungis að koma á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga á að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni.

Bjarni var einnig spurður hvort það væri algengt að sam­töl af þessu tagi ættu sér stað. Hann sagði að hann grun­aði að það væri mjög algengt að utan­rík­is­ráð­herrar fái beiðnir af þessu tagi. „Ég hef sjálfur ein­hverja reynslu af því.“

Bjarni sagði að það mætti alveg velta því fyrir sér hvort að auka þyrfti form­kröfur til sendi­herra sem skip­aðir væru. Hann væri þó sjálfur þeirrar skoð­unar að margir fyrr­ver­andi þing­menn sem skip­aðir hefðu verið sendi­herrar væri „mjög vel til þess fallnir að taka að sér verk­efnin sem fel­ast í sendi­herra­stöð­un­um.“

Bjarni taldi það þó ekki til bæt­ingar að fella skipan sendi­herra inn í umsókn­ar­ferli með aðkomu hæf­is­nefnda. Það væri meira unnið með því að utan­rík­is­ráð­herra mætti í þingið og gerði grein fyrir skipun sendi­herra þegar slík yrði gerð og að þingið þyrfti jafn­vel að sam­þykkja hana, líkt og gert er víða ann­ars stað­ar.

Eng­inn þrýsti á utan­rík­is­ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra kom einnig fyrir nefnd­ina og svar­aði að öllu leyti efn­is­lega með sama hætti og Bjarni um til­drög fund­ar­ins með Sig­mundi Davíð og það sem fram fór á hon­um. Guð­laugur Þór benti á að hann hefði ekki skipað einn ein­asta sendi­herra frá því að hann tók við ráðu­neyt­inu.Guðlaugur Þór Þórðarson kom einnig fyrir nefndina. MYND: Bára Huld Beck

Í sam­tölum Gunn­ars Braga og Sig­mundar Davíð á Klaust­ur­bar var ýjað að því að Guð­laugi Þór bæri að gjalda þeim greiða þegar hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra. „Það var bara ekki þannig,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra.

Guð­laugur Þór sagði enn fremur að engin hafi þrýst á hann að skipa Gunnar Braga sem sendi­herra. Bjarni Bene­dikts­son hafi aldrei skipað honum að gera nokkurn skap­aðan hlut á meðan að sam­skiptum þeirra hefur stað­ið, en þau teygja sig aftur um ára­tugi.

Mættu hvor­ugir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Gunnar Bragi Sveins­son mættu hvor­ugir á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Í upp­hafi fundar voru lesnar yfir­lýs­ingar frá þeim báð­um. Gunnar Bragi sagði í henni að til­efni fund­ar­ins væri ólög­mælt hljóð­ritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trún­að­ar­spjalli á veit­inga­stað í borg­inn­i. 

Auglýsing
Hann hafi þegar á opin­berum vett­vangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fund­ar­ins væri boðað í þeim „ann­ar­lega til­gangi“ að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga.

 yf­ir­lýs­ingu Sig­mundar Dav­íðs sagði hann ófor­svar­an­legt hjá for­manni nefnd­ar­innar að halda fund um óljósar ásak­an­ir. Hann sagði enga við­hlít­andi rann­sókn hafa farið fram á því af hverju farið var í hljóð­upp­tök­urnar af við­ræð­unum á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber og hvort þær hafi verið klipptar til.

Því væri eng­inn sið­ferð­is­legur grund­völlur fyrir þeirri umræðu sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fund­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent