Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan

Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.

Bjarni Benediktsson- Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann kann­ist ekki við að póli­tísk hrossa­kaup hafi átt að eiga sér stað vegna skipan sendi­herra sem leiða ætti til þess að Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og þing­maður Mið­flokks­ins, fengi slíka stöðu.

Þetta kom fram í máli hans þegar Bjarni kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á opnum fundi í dag.

Bjarni sagð­ist kann­ast við að Gunnar Bragi hefði komið fram áhuga sínum um að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann kann­að­ist líka við að hafa setið fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra síðla hausts 2018 þar sem Sig­mundur Davíð kom á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga. Á fund­inum hafi Guð­laugur Þór komið fram þeirri skoðun sinni að hann vildi frekar fækka sendi­herrum en fjölga þeim.

Gæti vel verið að Bjarni hafi lagt til fund­inn

Bjarni sagði að hann og Sig­mundur Davíð hefðu átt í ein­hverjum sam­skiptum áður en að fund­ur­inn með Guð­laugi Þór fór fram. Hann man ekki hvor þeirra lagði til að þeir myndu hitt­ast með utan­rík­is­ráð­herra, og það gæti vel verið að það hafi verið hann. Til­gang­ur­inn hafi verið að fá það beint frá utan­rík­is­ráð­herr­anum hver staðan varð­andi sendi­herra­stöður væri og hans hlut­verk hafi verið að leiða menn sam­an.

Auglýsing
Á fund­inum eða í aðdrag­anda hans hafi hins veg­ar, að sögn Bjarna, málin aldrei verið rædd í því sam­hengi að upp­fylla ein­hver gefin lof­orð eða meint sam­komu­lag. Fund­ur­inn hafi ein­ungis að koma á fram­færi áhuga Gunn­ars Braga á að starfa í utan­rík­is­þjón­ust­unni.

Bjarni var einnig spurður hvort það væri algengt að sam­töl af þessu tagi ættu sér stað. Hann sagði að hann grun­aði að það væri mjög algengt að utan­rík­is­ráð­herrar fái beiðnir af þessu tagi. „Ég hef sjálfur ein­hverja reynslu af því.“

Bjarni sagði að það mætti alveg velta því fyrir sér hvort að auka þyrfti form­kröfur til sendi­herra sem skip­aðir væru. Hann væri þó sjálfur þeirrar skoð­unar að margir fyrr­ver­andi þing­menn sem skip­aðir hefðu verið sendi­herrar væri „mjög vel til þess fallnir að taka að sér verk­efnin sem fel­ast í sendi­herra­stöð­un­um.“

Bjarni taldi það þó ekki til bæt­ingar að fella skipan sendi­herra inn í umsókn­ar­ferli með aðkomu hæf­is­nefnda. Það væri meira unnið með því að utan­rík­is­ráð­herra mætti í þingið og gerði grein fyrir skipun sendi­herra þegar slík yrði gerð og að þingið þyrfti jafn­vel að sam­þykkja hana, líkt og gert er víða ann­ars stað­ar.

Eng­inn þrýsti á utan­rík­is­ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra kom einnig fyrir nefnd­ina og svar­aði að öllu leyti efn­is­lega með sama hætti og Bjarni um til­drög fund­ar­ins með Sig­mundi Davíð og það sem fram fór á hon­um. Guð­laugur Þór benti á að hann hefði ekki skipað einn ein­asta sendi­herra frá því að hann tók við ráðu­neyt­inu.Guðlaugur Þór Þórðarson kom einnig fyrir nefndina. MYND: Bára Huld Beck

Í sam­tölum Gunn­ars Braga og Sig­mundar Davíð á Klaust­ur­bar var ýjað að því að Guð­laugi Þór bæri að gjalda þeim greiða þegar hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra. „Það var bara ekki þannig,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra.

Guð­laugur Þór sagði enn fremur að engin hafi þrýst á hann að skipa Gunnar Braga sem sendi­herra. Bjarni Bene­dikts­son hafi aldrei skipað honum að gera nokkurn skap­aðan hlut á meðan að sam­skiptum þeirra hefur stað­ið, en þau teygja sig aftur um ára­tugi.

Mættu hvor­ugir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Gunnar Bragi Sveins­son mættu hvor­ugir á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Í upp­hafi fundar voru lesnar yfir­lýs­ingar frá þeim báð­um. Gunnar Bragi sagði í henni að til­efni fund­ar­ins væri ólög­mælt hljóð­ritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trún­að­ar­spjalli á veit­inga­stað í borg­inn­i. 

Auglýsing
Hann hafi þegar á opin­berum vett­vangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fund­ar­ins væri boðað í þeim „ann­ar­lega til­gangi“ að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga.

 yf­ir­lýs­ingu Sig­mundar Dav­íðs sagði hann ófor­svar­an­legt hjá for­manni nefnd­ar­innar að halda fund um óljósar ásak­an­ir. Hann sagði enga við­hlít­andi rann­sókn hafa farið fram á því af hverju farið var í hljóð­upp­tök­urnar af við­ræð­unum á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber og hvort þær hafi verið klipptar til.

Því væri eng­inn sið­ferð­is­legur grund­völlur fyrir þeirri umræðu sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fund­inn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent