Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan

Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.

Bjarni Benediktsson- Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann kannist ekki við að pólitísk hrossakaup hafi átt að eiga sér stað vegna skipan sendiherra sem leiða ætti til þess að Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Miðflokksins, fengi slíka stöðu.

Þetta kom fram í máli hans þegar Bjarni kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í dag.

Bjarni sagðist kannast við að Gunnar Bragi hefði komið fram áhuga sínum um að starfa í utanríkisþjónustunni. Hann kannaðist líka við að hafa setið fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra síðla hausts 2018 þar sem Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga. Á fundinum hafi Guðlaugur Þór komið fram þeirri skoðun sinni að hann vildi frekar fækka sendiherrum en fjölga þeim.

Gæti vel verið að Bjarni hafi lagt til fundinn

Bjarni sagði að hann og Sigmundur Davíð hefðu átt í einhverjum samskiptum áður en að fundurinn með Guðlaugi Þór fór fram. Hann man ekki hvor þeirra lagði til að þeir myndu hittast með utanríkisráðherra, og það gæti vel verið að það hafi verið hann. Tilgangurinn hafi verið að fá það beint frá utanríkisráðherranum hver staðan varðandi sendiherrastöður væri og hans hlutverk hafi verið að leiða menn saman.

Auglýsing
Á fundinum eða í aðdraganda hans hafi hins vegar, að sögn Bjarna, málin aldrei verið rædd í því samhengi að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Fundurinn hafi einungis að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á að starfa í utanríkisþjónustunni.

Bjarni var einnig spurður hvort það væri algengt að samtöl af þessu tagi ættu sér stað. Hann sagði að hann grunaði að það væri mjög algengt að utanríkisráðherrar fái beiðnir af þessu tagi. „Ég hef sjálfur einhverja reynslu af því.“

Bjarni sagði að það mætti alveg velta því fyrir sér hvort að auka þyrfti formkröfur til sendiherra sem skipaðir væru. Hann væri þó sjálfur þeirrar skoðunar að margir fyrrverandi þingmenn sem skipaðir hefðu verið sendiherrar væri „mjög vel til þess fallnir að taka að sér verkefnin sem felast í sendiherrastöðunum.“

Bjarni taldi það þó ekki til bætingar að fella skipan sendiherra inn í umsóknarferli með aðkomu hæfisnefnda. Það væri meira unnið með því að utanríkisráðherra mætti í þingið og gerði grein fyrir skipun sendiherra þegar slík yrði gerð og að þingið þyrfti jafnvel að samþykkja hana, líkt og gert er víða annars staðar.

Enginn þrýsti á utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom einnig fyrir nefndina og svaraði að öllu leyti efnislega með sama hætti og Bjarni um tildrög fundarins með Sigmundi Davíð og það sem fram fór á honum. Guðlaugur Þór benti á að hann hefði ekki skipað einn einasta sendiherra frá því að hann tók við ráðuneytinu.Guðlaugur Þór Þórðarson kom einnig fyrir nefndina. MYND: Bára Huld Beck

Í samtölum Gunnars Braga og Sigmundar Davíð á Klausturbar var ýjað að því að Guðlaugi Þór bæri að gjalda þeim greiða þegar hann tók við sem utanríkisráðherra. „Það var bara ekki þannig,“ sagði utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór sagði enn fremur að engin hafi þrýst á hann að skipa Gunnar Braga sem sendiherra. Bjarni Benediktsson hafi aldrei skipað honum að gera nokkurn skapaðan hlut á meðan að samskiptum þeirra hefur staðið, en þau teygja sig aftur um áratugi.

Mættu hvorugir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson mættu hvorugir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í upphafi fundar voru lesnar yfirlýsingar frá þeim báðum. Gunnar Bragi sagði í henni að tilefni fundarins væri ólögmælt hljóðritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trúnaðarspjalli á veitingastað í borginni. 

Auglýsing
Hann hafi þegar á opinberum vettvangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fundarins væri boðað í þeim „annarlega tilgangi“ að koma höggi á pólitíska andstæðinga.

 yfirlýsingu Sigmundar Davíðs sagði hann óforsvaranlegt hjá formanni nefndarinnar að halda fund um óljósar ásakanir. Hann sagði enga viðhlítandi rannsókn hafa farið fram á því af hverju farið var í hljóðupptökurnar af viðræðunum á Klausturbar 20. nóvember og hvort þær hafi verið klipptar til.

Því væri enginn siðferðislegur grundvöllur fyrir þeirri umræðu sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Helga Vala Helgadóttir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fundinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent