Hótanir og tilraunir til múta hluti af veruleika skattrannsóknarstjóra

Skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins hef­ur oftar en einu sinni verið hótað og tilraunir gerðar til að múta henni í starfi. Stofn­un­inni sem slíkri hefur einnig verið hótað póli­tísk­um af­skipt­um í ein­stök­um mál­um.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Auglýsing

Bryn­dísi Krist­jáns­dótt­ur, skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, segir að sér hafi marg­sinnis verið hótað og þá hafi reynt að múta henni í starfi. Starfs­mönnum emb­ætt­is­ins hefur einnig oftar en einu sinni verið hótað sem og stofn­un­inni sem slíkri hefur meðal ann­ars verið hótað póli­tískum afskiptum í ein­staka mál­u­m. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri ­segir þetta hluta af starf­inu og að þetta hafi engin áhrif á það hvernig tekið sé á málum innan stofn­un­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í við­tali við Bryn­dísi í Við­skipta­Mogg­anum í dag.  

Stofn­un­inni hótað póli­tískum afskiptum í ein­staka málum

Í við­tal­inu segir Bryn­dís starf skatt­rann­sókna­stjóra vera áhuga­vert en snúið en hún tók við emb­ætt­inu árið 2007. Henni hefur verið hótað oftar en einu sinni og til­raunir hafa verið gerðar til að múta henni sem og öðrum starfs­mönnum stofn­un­ar­inn­ar. „Ég hef fengið hót­anir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rann­sókn koma ekki sjálf­vilj­ugir hing­að. Það er allt und­ir. Allir þínir pen­ing­ar, fjár­munir og þetta reynir auð­vitað á alla. Fjöl­skyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera með­vituð um þetta.“ 

Þá hefur öðrum starfs­mönnum emb­ætt­is­ins einnig verið hótað og í einu til­felli var til að mynda ætt­ingjum starfs­manns hótað atvinnu­missi. Bryn­dís segir að sér hafi þótt það svo­lítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hót­an­irnar séu sjaldn­ast settar fram í við­ur­vist vitna. 

„En stofn­un­inni sem slíkri hefur verið hót­að, og okkur hefur verið hótað póli­tískum afskiptum í ein­stökum mál­um. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hót­að,“ segir Bryndís.

Auglýsing

Bryn­dís segir einnig frá í ein­u ­at­vik­i í við­tal­in­u þar sem reynt var að múta henni með því bjóða henni að  drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að til­tekið mál yrði fellt nið­ur­. „Þetta er nátt­úr­lega bara hluti af þessu starfi. Það er auð­vitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekk­ert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. ,“ segir Bryn­dís en hún hefur staðið í þeirri stóru hring­iðu mála sem fylgdu hrun­inu.

Keyptu gögn sem tengdu Íslend­inga við skatta­skjól

Bryn­dís Krist­jáns­dóttir segir einnig frá því í við­tal­inu hvernig þær gríð­ar­legar breyt­ingar sem urðu í alþjóð­legri skatta­sam­vinnu eftir fjár­mála­hrunið 2008 hafi gjör­breytt umhverfi til skatt­rann­sókna. Bryn­dís segir að aldrei hafi mætt meira á emb­ætt­inu en á árunum eftir hrun. Sér­stak­lega í tengslum við leka á borð við Pana­ma-skjölin en Bryn­dís stóð í for­svari þegar íslenska ríkið ákvað að veita skatt­rann­sókn­ar­stjóra fjár­magn til kaupa á gögnum sem tengdu Íslend­inga við skatta­skjól.

Það vakti mikla athygli þegar emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra festi kaup á gögnum sem tengdu Íslend­inga við skatta­skjól en um 500 félög var að ræða sem 400 Íslend­ingar átt­u. „Það sem kannski var sér­stakt við þessi gögn var hvað þetta var mik­ið. Hvað Ísland var stórt í þessum grunni í öllum skiln­ingi. Hins vegar var þetta ekki í fyrsta skiptið og ekki í síð­asta skiptið sem skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafa verið boðin til kaups ýmiss konar gögn. Það hefur gerst áður og síð­ar, en það var þetta mikla magn sem vakti spurn­ingar um það hvort það væri ástæða til það kaupa þessi gögn, “ segir Bryn­dís í við­tal­inu.

Mótmæli á Austurvell vegna panama skjalanna  4. apríl 2016Bryn­dís segir að spurn­ingar sem vökn­uðu hafi ekki síst verið sið­ferð­is­leg­ar. „Vilja menn taka þetta skref eða vilja menn það ekki? Það hefði verið gott ef það hefði farið fram ein­hver heild­stæð umræða um það. Vegna þess að þetta er stór spurn­ing. Mitt sið­ferði, af eða á, á ekki að vera það sem sker úr. Þó að ég hafi á end­anum mælt með þessum kaupum þá er þetta stór spurn­ing og ég myndi aldrei gera lítið úr henn­i.“ 

Aðspurð segir Bryn­dís að emb­ættið myndi eflaust kaupa svona göng aft­ur. „En það væri æski­legt að hafa eitt­hvert ferli um þetta. Af því að þetta eru stórar spurn­ing­ar. Eins og með sið­ferð­ið. Það hafa allir sína skoðun á því. Síðan er það þessi umræða um upp­ljóstr­ara sem hefur heyrst und­an­farin miss­eri. Það er þörf fyrir reglur um þá. Það hafa flest vest­ræn ríki sett sér ákveðnar reglur um það. Ef við viljum taka þetta skref, sem við erum kannski búin að taka þurfum við líka að tryggja ákveðna umgjörð í kringum það mál.“ 

Meiri áherslu á fyr­ir­byggj­andi aðgerðir inn­an­ skatt­kerf­is­ins

Í við­tal­inu kemur fram að und­an­farna þrjá ára­tugi hafi umfang skattsvika verið metið á bil­inu 3 til 7 pró­sent af lands­fram­leiðslu. það eru um 10 pró­sent af heild­ar­tekjum hins opin­bera. Bryn­dís segir þó allar slíkar tölur velta á þeim for­sendum sem gefnar eru. Hún segir að um hríð hafi emb­ættið haft áhyggjur af inn­skattsvik­um, meðal annar í bygg­ing­ar­starf­semi. Þá sé um svoköll­uð keðju­mál að ræða þar sem rekin eru umfangs­mikil skatt­svik til und­an­skota und­ir­verk­taka þar sem fyr­ir­tæki nýti sé glufur í virð­is­auka­skatt­kerf­inu. Hún segir að rík­is­sjóður verði af veru­legum fjár­munum vegna þessa og bætir við fólk sé í auknum mæli að setja upp til­hæfu­lausa starf­semi til þess að fá fjár­muni greidda úr rík­is­sjóð.

Að sögn Bryn­dísar þarf emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að vísa fjölda mála út af borð­inu en aðeins  þrjá­tíu manns starfa hjá ­stofn­un­inn­i. Hún segir að það muni aldrei verða nægur mann­skapur til að rann­saka hvert ein­asta mál. Bryn­dís bendir að lokum á að huga þurfi meira að fyr­ir­byggj­andi aðgerðum inn­an­ skatt­kerf­is­ins, æski­legt væri að meiri áherslu sé lögð á grein­ing­ar­vinnu og fyr­ir­byggj­andi þætti inn­an­ skatt­kerf­is­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent