Kauphöllin vill að Íslandsbanki og Landsbankinn verði boðnir út

Kauphöllin telur að hagsmunum ríkissjóðs og fyrirtækja sé best borgið með því að stærstum hluta bankakerfisins sé komið í dreift eignarhald breiðs hóps fjárfesta. Kauphöllin telur að beina ætti útboðinu bæði að innlendum og erlendum fjárfestum.

Kauphöllin ný
Auglýsing

Kauphöllin álítur að hags­munum ríkis­sjóðs, heim­ila og fyr­ir­tækja sé best borgið með því að stærstum hluta ­banka­kerf­is­ins sé komið í dreift eign­ar­hald breiðs hóps fjár­festa. Að mati Kaup­hall­ar­innar væri besta leiðin til að tryggja dreift eign­ar­hald nokkur út­boð, yfir ákveðið ára­bil, sem beint væri bæði að inn­lendum og erlendum fjár­fest­u­m í aðdrag­anda og kjölfar skrán­ingar á mark­að. Þetta kemur fram í umsögn Kaup­hall­ar­innar um Hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið.

Hægt að ná auk­inni sam­keppni meðal banka með skrán­ingu og sölu þeirra til dreifðs hóps fjár­festa

„Hvergi í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við á ríkið stóran hluta í banka­kerf­inu. Í þeim löndum sem ríkið hefur fengið banka í fangið í kjölfar áfalla hefur verið unnið að því að losa um það eign­ar­hald. Líkt og í þeim löndum verður þó að gera ráð fyrir að það geti tekið nokkurn tíma. Til að há­marka verð­mæti eign­ar­hluta rík­is­ins er æski­legt að fyrir liggi skýr áætlun um sölu, mark­mið og leið­ar­lýs­ing á sölu­ferl­in­u.“ segir í umsögn ­Kaup­hall­ar­inn­ar.

Í umsögn kaup­hall­ar­innar segir að skrán­ing ­bank­anna á markað hafi margs­konar kosti en með skrán­ing­unni er tryggð fylgni við reglur um sölu­með­ferð. Ákvæði laga um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum kveður á um að áhersla skuli lögð á opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Að mati Kaup­hall­ar­innar er útboð sam­hliða skrán­ingu á markað eins opið og gagn­sætt ferli og kostur er á. ­Með almennu út­boði er leitað til stærsta mögu­lega mengis fjár­festa sem stuðlar að því að há­marks­verð fáist fyrir þann eign­ar­hlut sem er til sölu. 

Kaup­höllin segir að útboð og skrán­ing Arion banka í Nas­daq kaup­hall­irnar á Ís­landi og í Stokk­hólmi á síðast­liðnu ári hafi tek­ist afskap­lega vel og að það sé góð vís­bend­ing um hvers væri að vænta ef sama leið væri farin við sölu á hlutum rík­is­ins í Ís­lands­banka og Lands­bank­an­um. Að mati Kaup­hall­ar­innar þyrfti sterk rök til þess að ann­ari aðferð­ar­fræði yrði beitt við sölu hluta í rík­is­bönk­unum tveim­ur. 

Í Hvít­bók­inni er nefnt að bein sala á stórum eign­ar­hlut til erlends fjár­mála­fyr­ir­tækis gæti stuðlað að auk­inn­i ­sam­keppni með til­heyr­andi ábata fyrir neyt­endur og sam­félagið í heild en að mati Kaup­hall­ar­innar mætti allt eins ná fram auk­inni sam­keppni meðal banka með skrán­ingu og sölu þeirra til dreifðs og fjöl­breytts hóps fjár­festa. Jafn­framt segir í umsögn­inni að lík­legt sé að skrán­ing bank­anna gæti aukið sam­keppni í fjár­mála­kerf­inu í heild sinni.

Auglýsing

Skrán­ing bank­anna for­senda þess að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn nái hæsta gæða­flokki

Í umsögn­inni segir að skrán­ing beggja bank­anna á ís­lenskan hluta­bréfa­markað sé að öll­u­m líkindum for­senda þess að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn nái í hæsta gæða­flokk alþjóð­legra vísitölu­fyr­ir­tækja í náinni framtíð. Slík flokk­un ­myndi styrkja til muna stöðu hluta­bréfa­mark­aðar sem fjár­mögn­un­ar­vett­vangs fyrir ís­lensk fyr­ir­tæki, enda megi ger­a ráð fyrir því að hún hefði afger­andi áhrif á þátt­t­öku erlendra fjár­festa á mark­aðn­um.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Að lokum segir í umsögn Kaup­hall­ar­in­anr um Hvít­bók­ina að ef farnar verði þær leiðir sem nefndar eru í Hvít­bók­inni til að efla íslenskan verð­bréfa­mark­að, að teknu til­liti til fram­an­greindra ábend­inga ­Kaup­hall­ar­inn­ar, ásamt sölu á hlutum í bönk­unum og skrán­ingu þeirra á hluta­bréfa­mark­að, þá gæti það leitt til þess að ís­lenskur hluta­bréfa­mark­aður yrði settur í flokk með þeim mörk­uðum sem fremst standa áður en ára­tugur er lið­inn. 

Sam­kvæmt Kaup­höll­ini gæti það haft í för með sér ger­breytta aðstöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja til fjár­mögn­un­ar, sér­stak­lega meðal alþjóð­legra fjár­festa. Jafn­framt gæti það aukið mark­tækt sam­keppni í ís­lensku fjár­mála­kerfi, sam­félag­inu öllu til heilla. ­Kauphöllin hvetur því til þess að taf­ar­laust verði ráð­ist í nán­ari út­færslu á fram­an­greindum leiðum með það fyr­ir­ augum að setja fram aðgerða­áætlun um að koma ís­lenskum hluta­bréfa­mark­aði í fremsta flokk á kom­andi ár­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent