Bergþór ætlar að snúa aftur á þing – Miður sín yfir mörgu sem hann sagði

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins segir það vonda þróun að legið sé á hleri og að upptakan af Klaustri sé ólögleg. Verst af öllu hafi honum þó þótt að heyra í sjálfum sér á upptökunni. hann ætlar ekki að segja af sér þingmennsku.

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Auglýsing



Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins sem verið hefur í launa­lausu leyfi frá því í lok nóv­em­ber, hyggst halda áfram að starfa sem þing­mað­ur. Hann mun því snúa aftur til starfa innan tíð­ar. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Þar fer hann yfir Klaust­ur­málið svo­kall­aða og eft­ir­mála þess. Berg­þór segir margt hafa komið illi­lega við sig í mál­inu. „Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veit­inga­hús­um. Mér fannst vont að fjöl­miðlar teldu sjálf­sagt að birta slíkt drykkju­raus opin­ber­lega og eig­in­lega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvorttveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Auglýsing

Hann seg­ist hafa margt við upp­tök­una og ýmis við­brögð við henni að athuga og að það sé athygl­is­vert hversu hart sé barist gegn því að fjórir þing­menn Mið­flokks­ins fái aðgang að gögnum sem til séu og geti sýnt „ hvernig var í raun staðið að því að hlera sam­tal okk­ar.“ Þing­menn­irnir hafa reynt að fá slíkan aðgang með því að fara með málið fyrir dóm­stóla, en án árang­urs.

Berg­þór segir upp­tök­una vera ólög­mæta, að hún sé klippt saman og margt sé tekið úr sam­hengi. Ekk­ert af þessu séu þó eins slæmt og sumt af því sem hann sjálfur sagði þetta kvöld. „Í mínum huga er aðal­at­riðið að margt af því sem ég hef greini­lega sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggju­dómar og fárán­legar hug­leið­ingar heldur einnig stundum með orð­bragði sem kemur mér mjög illi­lega á óvart að ég hafi not­að. Þegar mér varð ljóst hvernig ég hafði í raun talað við félaga mína þetta kvöld ákvað ég að taka mér launa­laust leyfi frá þing­mennsku minni. Ég vildi ná áttum og horfa í speg­il­inn á þennan mann sem þarna hafði talað með orð­bragði sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að hann ætti til. Um þetta hef ég síðan átt í sam­tali við bæði sjálfan mig og marga sem meira vita. Ég hef talað við áfeng­is­ráð­gjafa og leitað aðstoðar sál­fræð­ings og ég hef átt löng og hisp­urs­laus sam­töl við þá sem lengi hafa þekkt mig. Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sér­stak­lega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skilj­an­lega sárt þegar upp­taka af sam­tal­inu var spiluð fyrir alþjóð.“

Berg­þór seg­ist bera ábyrgð á eigin orðum og finnst virki­lega leið­in­legt að hafa látið þau verstu þeirra falla. “Í okkar fámenna hópi á veit­inga­hús­inu voru þessi orð ósmekk­legt en mein­ing­ar­laust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóð­ina. Í kosn­ing­unum haustið 2017 var ég kjör­inn á þing og í þing­störfum mínum hef ég reynt að berj­ast fyrir hags­munum fólks­ins í því kjör­dæmi sem ég til­heyri og fyrir þeirri stefnu sem flokkur minn bygg­ist á. Ég hyggst gera þetta áfram eftir bestu getu. Ég fagna hverjum þeim sem vill eiga við mig sam­starf um raun­veru­leg brýn mál­efni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leið­ir.“

Sex þing­menn á Klaust­ur­bar

Klaust­ur­málið snýst um það þegar sam­töl fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins, þar með talin öll stjórn hans, og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins voru tekin upp. Í sam­töl­unum var fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum og ýmsum öðrum nafn­greindum ein­stak­lingum úthúðað með niðr­andi orða­lagi. Tveir þing­menn Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son, voru í kjöl­farið sendir í leyfi en hinir tveir, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sögðu fljótt að þeir ætl­auðu ekki að segja af sér.

Nú liggur fyrir að Berg­þór ætlar heldur ekki að gera það en Gunnar Bragi hefur ekk­ert tjáð sig frá því að hann fór í leyfi.

Hinir tveir þing­menn­irnir sem voru á Klaustri, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, voru reknir úr Flokki fólks­ins og sitja nú sem óháð­ir. Þeir ætla heldur ekki að segja af sér þing­mennsku.

Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins, skrif­aði harð­orða grein í Morg­un­blaðið um for­seta Alþing­is, Stein­grím J. Sig­­fús­­son, fyrr í vik­unni og sagði með­ferð Alþingis á Klaust­ur­mál­inu vera póli­tísk rétt­ar­höld. Stein­grímur væri að nota málið til að hefna sín á sér. Degi síðar fór hann í útvarps­við­tal á Bylgj­unni og sagði Stein­grím þar vera einn mesta popúlista íslenskra stjórn­­­mála­. ­­Sig­­mund­­ur Da­víð hefur haldið því fram að Stein­grímur sé að brjóta ­­þing­­skap­a­lög ­­með til­­lögu sinni um að skipa nýja for­­sæt­is­­nefnd. Hann segir að við­horf Stein­gríms í sinn garð sé vel þekk og hann telur að póli­­tík, popúl­isma og per­­són­u­­leg óvild ­­Stein­gríms sé ástæða þess að for­­seti þings­ins noti nú aðstöðu sína til að fara í prí­vat her­­ferð ­­gegn Sig­­mund­i. 

Nýir vara­for­setar hafa verið kjörnir í for­sætis­nefnd og þeir munu taka ákvörðun um hvort vísa eigi Klaust­ur­mál­inu til siða­nefndar þings­ins. Þau eru Har­aldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent