Bergþór ætlar að snúa aftur á þing – Miður sín yfir mörgu sem hann sagði

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins segir það vonda þróun að legið sé á hleri og að upptakan af Klaustri sé ólögleg. Verst af öllu hafi honum þó þótt að heyra í sjálfum sér á upptökunni. hann ætlar ekki að segja af sér þingmennsku.

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Auglýsing


Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins sem verið hefur í launalausu leyfi frá því í lok nóvember, hyggst halda áfram að starfa sem þingmaður. Hann mun því snúa aftur til starfa innan tíðar. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Þar fer hann yfir Klausturmálið svokallaða og eftirmála þess. Bergþór segir margt hafa komið illilega við sig í málinu. „Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsum. Mér fannst vont að fjölmiðlar teldu sjálfsagt að birta slíkt drykkjuraus opinberlega og eiginlega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvorttveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Auglýsing

Hann segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga og að það sé athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að fjórir þingmenn Miðflokksins fái aðgang að gögnum sem til séu og geti sýnt „ hvernig var í raun staðið að því að hlera samtal okkar.“ Þingmennirnir hafa reynt að fá slíkan aðgang með því að fara með málið fyrir dómstóla, en án árangurs.

Bergþór segir upptökuna vera ólögmæta, að hún sé klippt saman og margt sé tekið úr samhengi. Ekkert af þessu séu þó eins slæmt og sumt af því sem hann sjálfur sagði þetta kvöld. „Í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef greinilega sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað. Þegar mér varð ljóst hvernig ég hafði í raun talað við félaga mína þetta kvöld ákvað ég að taka mér launalaust leyfi frá þingmennsku minni. Ég vildi ná áttum og horfa í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talað með orðbragði sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að hann ætti til. Um þetta hef ég síðan átt í samtali við bæði sjálfan mig og marga sem meira vita. Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig. Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð.“

Bergþór segist bera ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. “Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina. Í kosningunum haustið 2017 var ég kjörinn á þing og í þingstörfum mínum hef ég reynt að berjast fyrir hagsmunum fólksins í því kjördæmi sem ég tilheyri og fyrir þeirri stefnu sem flokkur minn byggist á. Ég hyggst gera þetta áfram eftir bestu getu. Ég fagna hverjum þeim sem vill eiga við mig samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir.“

Sex þingmenn á Klausturbar

Klausturmálið snýst um það þegar samtöl fjögurra þingmanna Miðflokksins, þar með talin öll stjórn hans, og tveggja þingmanna Flokks fólksins voru tekin upp. Í samtölunum var fjölmörgum stjórnmálamönnum og ýmsum öðrum nafngreindum einstaklingum úthúðað með niðrandi orðalagi. Tveir þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, voru í kjölfarið sendir í leyfi en hinir tveir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, sögðu fljótt að þeir ætlauðu ekki að segja af sér.

Nú liggur fyrir að Bergþór ætlar heldur ekki að gera það en Gunnar Bragi hefur ekkert tjáð sig frá því að hann fór í leyfi.

Hinir tveir þingmennirnir sem voru á Klaustri, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, voru reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir. Þeir ætla heldur ekki að segja af sér þingmennsku.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, skrifaði harðorða grein í Morgunblaðið um forseta Alþingis, Stein­grím J. Sig­fús­son, fyrr í vikunni og sagði meðferð Alþingis á Klausturmálinu vera pólitísk réttarhöld. Steingrímur væri að nota málið til að hefna sín á sér. Degi síðar fór hann í útvarpsviðtal á Bylgjunni og sagði Steingrím þar vera einn mesta popúlista íslenskra stjórn­mála­. ­Sig­mund­ur Da­víð hefur haldið því fram að Stein­grímur sé að brjóta ­þing­skap­a­lög ­með til­lögu sinni um að skipa nýja for­sætis­nefnd. Hann segir að við­horf Stein­gríms í sinn garð sé vel þekk og hann telur að póli­tík, popúl­isma og per­sónu­leg óvild ­Stein­gríms sé ástæða þess að for­seti þings­ins noti nú aðstöðu sína til að fara í prí­vat her­ferð ­gegn Sig­mund­i. 

Nýir varaforsetar hafa verið kjörnir í forsætisnefnd og þeir munu taka ákvörðun um hvort vísa eigi Klausturmálinu til siðanefndar þingsins. Þau eru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent