Spá því að annað hvert nýtt heimili verði einstaklingsheimili

Íbúðalánasjóður spáir því að helmingur allra fjölgunar heimila til ársins 2040 verði vegna einstaklingsheimila. Sjóðurinn spáir því vegna meðal annars breytts fjölskyldumynsturs, minnkandi barneigna og mikillar fjölgunar eldri borgara á næstu árum.

7DM_3301_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður spáir því að ein­stak­lings­heim­ilum muni fjölga mest allra heim­il­is­gerða á næstu árum. Nú eru aðeins 30 pró­sent allra heim­ila ein­stak­lings­heim­ili en Íbúða­lána­sjóður spáir því að helm­ingur allra fjölg­unar heim­ila til árs­ins 2040 verði vegna ein­stak­lings­heim­ila. Ástæða þess er vegna breytts fjöl­skyldu­mynsturs, minnk­andi barn­eigna og mik­illar fjölg­unar eldri borg­ara á næstu árum. Þær breyt­ingar kalla á tals­vert minni stærð íbúða hér á land­i. Þetta kom fram á fundi Íbúða­lána­sjóðs í gær, þar sem ný skýrsla var kynnt um íbúða­þörf á Íslandi til árs­ins 2040.

Breytt fjöl­skyldu­mynstur og fjölgun eldri borg­ara kallar á fleiri ein­stak­lings­í­búðir

Ólafur Heiðar Helga­son, hag­fræð­ingur í hag­deild Íbúða­lána­sjóðs, sagði á fund­inum í gær að rót­tækar breyt­ing­ar ­gætu átt eftir að sjást á eft­ir­spurn eftir stærð íbúða, meðal ann­ars vegna breytts fjöl­skyldu­mynstur­s. „Nú eru um 30 pró­sent allra heim­ila ein­stak­l­ings­heim­ili en við áætlum að helm­ing­ur all­r­ar fjölg­un­ar heim­ila til árs­ins 2040 verði vegna ein­stak­l­ings­heim­ila. Þetta er meðal ann­ars vegna breytts fjöl­skyldu­mynsturs, minnk­andi barn­eigna og mik­illar fjölg­unar eldri borg­ara á næstu árum. ­Mörg pör eign­ast nú aðeins eitt barn og margir eldri borg­arar búa ein­ir, auk þess sem algengt er að þeir sem eru tveir í heim­ili kjósi að minnka við sig hús­næð­i,“ segir Ólaf­ur.

Í skýrslu Íbúða­lán­sjóðs segir að fjöl­skyldu­mynstur hafi verið að breyt­ast á und­an­förnum árum og munu halda áfram að fær­ast í sömu átt á næstu árum. ­Meðal ann­ars vegna þess að ­fólk fer seinna í sam­búð, eign­ast færri börn og seinna og lifir almennt leng­ur. Árið 2000 voru um 62 pró­sent þeirra sem voru þrí­tugir í ýmist hjóna­bandi eða sam­búð en árið 2018 var þetta hlut­fall aðeins 53 ­pró­sent. Fækkun fólks í hjóna­bandi eða sam­búð í yngri ald­urs­hóp­unum virð­ist ekki vera til komin vegna fjölg­unar skiln­aða heldur virð­ist helsta skýr­ingin vera sú að fólk er að jafn­aði eldra þegar það gengur í hjóna­band eða stofnar til sam­búð­ar. Með­al­aldur þeirra sem gengu í sitt fyrsta hjóna­band var um tveimur árum hærri árið 2011 en um alda­mótin og með­al­aldur fólks sem skráði sig í sína fyrstu sam­búð var um þremur árum hærri.

Auglýsing

Ásamt því hefur frjó­semi minnkað mikið hér á landi á und­an­förnum ára­tug­um. Árið 1960 eign­uð­ust konur um 4,3 börn að með­al­tali á lífs­leið­inni en árið 2017 var þessi tala komin niður í 1,7. Í mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir því að frjó­semi haldi áfram að minnka næstu ára­tug­ina en sú þróun verður þó umtals­vert hæg­ari en á und­an­förnum ára­tug­um. 

Sam­hliða því sem frjó­semi hefur minnkað verður fólk sífellt eldra þegar það eign­ast börn. Með­al­aldur mæðra og feðra við fæð­ingu hefur hækkað um um það bil eitt og hálft ár frá alda­mótum og með­al­aldur við fæð­ingu fyrsta barns hefur hækkað enn meira. Um helm­ingur þeirra kvenna sem eign­uð­ust sitt fyrsta barn um alda­mótin var eldri en 25 ára en helm­ingur þeirra kvenna sem eign­uð­ust sitt fyrsta barn árið 2017 var eldri en 28 ára. 

Með­al­í­búð fram­tíð­ar­innar sé 100 fer­metrar og þriggja her­bergja

Mikil fjölgun ein­stak­lings­heim­ila hefur áhrif á sam­setn­ingu þeirra íbúða sem þarf að byggja til lengri tíma lit­ið, segir í skýrsl­unni. Ein­stak­lings­heim­ili eru að jafn­aði í minna hús­næði en önnur heim­ili en þó að jafn­aði með fleiri fer­metra á hvern heim­il­is­mann en heim­ili þar sem fleiri en einn ein­stak­lingur búa. Tals­verður munur er á ald­urs­hópum í þessum efnum en  ein­stak­lings­heim­ili fólks sem er yngra en 35 ára eru að jafn­aði um 70 fer­metrar en ein­stak­lings­heim­ili þeirra sem eru eldri en 55 ára eru að jafn­aði um 100 fer­metrar að stærð.

Í nýlegri spurn­inga­könnun Íbúða­lána­sjóðs kom í ljós að mest eft­ir­spurn væri eftir þriggja her­bergja íbúð­um, 80 til 120 fer­metra. Aftur á móti eru þær íbúðir sem nú eru í bygg­ingu að með­­al­tali á bil­inu 110 til 120 fer­­metrar að stærð. „Það mætti kannski segja að með­al­í­búð fram­tíð­ar­innar sé 100 fer­metr­ar, þriggja her­bergja og með frá einum og upp í þrjá íbúa. Það er mikil breyt­ing. Um leið er þó rétt að minna á að enn vantar sár­lega íbúðir sem eru minni en 100 fer­metr­ar. Hag­kvæmar smá­í­búðir ekki síst. Þar er enn­þá stórt gat á hús­næð­is­mark­aðnum sem þarf líka að upp­fylla,“ segir Ólaf­ur.

10.000 íbúðir á næstu þremur árum

Á und­an­förnum árum hefur íbúða­upp­bygg­ing ekki verið í takt við þörf og á tíma­bil­inu 2009 til 2017 var fjöldi full­gerðra íbúða undir lang­tíma­með­al­tali á hverju ári. Nú má hins vegar segja að vatna­skil séu að verða á íbúða­mark­aði þar sem nýbygg­ingum hefur fjölgað mikið og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram á næstu árum. ­Spá Íbúða­lána­sjóðs segir að  byggðar verða rúm­lega 3.000 íbúðir hér á landi í ár og sam­tals um 10.000 íbúðir á árunum 2019 til 2021. Til sam­an­burðar voru byggðar um 6.000 íbúðir á lands­vísu á árunum 2016 til 2018. 

Aftur á móti liggur það fyrir að mikið af þeim íbúðum sem nú eru í bygg­ingu henta ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. Til merkis um það er til að mynda stór hluti lít­illa íbúða sem eru í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í hverfum þar sem fer­metra­verð er hvað hæst. Í sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem fer­metra­verð er lægra eru hins vegar byggðar stærri íbúð­ir, sem henta við­kvæm­asta hópnum ekki held­ur. Líkt og kom fram hér að ofan eru þær ­í­búðir sem nú eru í bygg­ingu eru að með­al­tali 110 til 120 fer­metrar að stærð. Á fyrstu 10 mán­uðum árs­ins 2018 var með­­al­­­­stærð nýrra seldra íbúða 103 fer­­­metr­ar og með­­al­­­­fer­­­metra­verð um 521 þús­und krón­­­ur. Verð með­­al­­­í­­búðar var því um 54 millj­­­ón­­­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent