Mikill áhugi á Íslandi frá Rússlandi og Asíu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á að vekja athygli á norðurslóðamálum. Hann segir flestar þjóðir heims vera að líta til svæðisins.

guðlaugur þór
Auglýsing

„Ég finn fyrir mjög miklum áhuga og ég er auðvitað búinn að eiga fjölda tvíhliða funda frá því að ég tók við sem ráðherra, sem er mikilvægt til þess að fá að heyra frá fyrstu hendi hvaða áherslur þjóðríki hafa og stefnur og straumar.“

Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut þegar þeir ræddu um málefni norðurslóða. Guðlaugur Þór sagði að áhugi Kínverja og Rússa á málaflokknum væri þekktur en auk þess væri mikill áhugi í Asíu í heild. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.


Guðlaugur Þór segir í þættinum að hann hafi hafa lagt áherslu á að vekja athygli á norðurslóðarmálum víðar, bæði gagnvart Evrópu og stærstu ríkjum Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada. Hann segir flestar þjóðir heims vera að líta til svæðisins og fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað á því. Þar af leiðandi sé litið til Íslands vegna staðsetningar landsins.

Auglýsing
Eftirminnilegasti fundur sem hann hafi átt um málefnið hafi verið við ráðherra frá Singapúr.„Þeirra stefna gagnvart þessu er tvenns konar: annars vegar að hækka allt landið sitt um einn og hálfan metra og hins vegar vilja þeir njóta góðs af þessum siglingaleiðum sem eru að opnast. Það var þeirra stefna í hnotskurn.“

Utanríkisráðherra segir að þegar ný siglingaleið opnist, líkt og sé að gerast í gegnum norðurskautið, þá þýði það óhjákvæmilega aukin tækifæri til viðskipta. 

Til þeirra tækifæra sé litið um allan heim. „Flestir, ef ekki allir vonandi, nálgast þetta með þeim hætti að vilja sjá þarna sjálfbærni og vilja ekki sjá þarna þætti eins og umhverfisslys eða mengunarslys eða neitt slíkt, sem er ein ógnun gagnvart okkur og við verðum að líta sérstaklega til. Til þess að svo megi verða þá verður að vera samstaða á milli ríkja að það séu alþjóðalög sem þarna gilda og að þetta sé svæði sem við sjáum ekki neina slíka hluti gerast sem við viljum ekki sjá.“

Í þættinum ræddi Guðlaugur Þór einnig samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þriðja orkupakkann og Brexit, svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent