Þriðja stærsta stéttarfélag landsins verður til við sameiningu tveggja félaga

Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu sem lauk í dag voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt en það heitir Sameyki stéttarfélag.

Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Auglýsing

Á aðal­fundum Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar og SFR stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu voru ný lög og heiti sam­ein­aðs félags sam­þykkt. Félagið heitir Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu og er félags­svæði þess allt land­ið. Ákvörðum um sam­ein­ingu félag­anna lá fyrir að lok­inni alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu í byrjun nóv­em­ber síð­ast­lið­ins en þar sam­þykkti meiri­hluti félags­manna í báðum félögum að félögin skyldu sam­ein­ast í eitt félag.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá hinu nýja stétt­ar­fé­lag­i. 

Sam­kvæmt félag­inu er höf­uð­mark­mið sam­ein­ing­ar­innar að verða enn sterk­ari í kjara- og hags­muna­bar­átt­unni og auka þjón­ustu við félags­menn. Eftir sam­ein­ingu eru félags­menn um ell­efu þús­und og starfa við almanna­þjón­ustu hjá ríki, borg, sveit­ar­fé­lögum og fyr­ir­tækjum í meiri­hluta­eigu opin­berra aðila. Sam­eyki stétt­ar­fé­lag er því lang­fjöl­menn­asta stétt­ar­fé­lagið á opin­berum mark­aði og mun gera kjara­samn­inga við 18 við­semj­end­ur, flestir samn­ing­anna eru lausir í lok mars. For­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags er Árni Stefán Jóns­son áður for­maður SFR og vara­for­maður er Garðar Hilm­ars­son áður for­maður St.Rv.

Auglýsing

Alls barst 291 til­laga að heiti félags­ins frá næstum rétt rúmum 200 félags­mönn­um. Dóm­nefndin sem skipuð var tveimur full­trúum frá hvoru félagi auk ráð­gjafa frá aug­lýs­inga­stofu sem einnig er íslensku­fræð­ing­um. Dóm­nefndin skil­aði nokkrum til­lögum til stjórna félag­anna sem lagði eina til­lögu, Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu fyrir aðal­fund. Til­lagan var sam­þykkt með meiri­hluta af atkvæð­um, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Stærsti hluti félags­manna Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu starfar á opin­berum vett­vangi við almanna­þjón­ustu. Kjara­samn­ingar meiri­hluta félags­manna eru lausir í lok mars og munu þau á næstu dögum setja sig í sam­band við þeirra stærstu við­semj­end­ur. 

„Krafan um að vinn­andi fólk geti lifað mann­sæm­andi lífi af launum sínum er grund­vallar mann­rétt­inda­krafa. Jöfnun launa á milli vinnu­mark­aða er eitt af okkar mik­il­vægu málum sem við leggjum ríka áherslu á að verði lokið eins fljótt og auðið er. Auk þess viljum við tryggja að launa­þró­un­ar­trygg­ingin haldi sér.

Við sem störfum í almanna­þjón­ustu þekkjum best hversu mik­il­vægt er að hlúa að innviðum vel­ferð­ar­kerf­is­ins og búa þannig um hnút­ana að það sé tryggt og öllum opið. Starfs­menn í almanna­þjón­ustu hafa búið við mikið álag og stytt­ing vinnu­vik­unnar er því mik­il­væg til þess að koma til móts við vax­andi álag og streitu­tengda sjúk­dóma og mun stytt­ing skipta miklu máli fyrir opin­bera starfs­menn.

Við fögnum til­lögum átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem hefur verið bar­áttu­mál lengi en leggjum áherslu á að þeim þurfi að fylgja eft­ir. Til­lögur ASÍ um skatt­kerf­is­breyt­ingar tóna við stefnu BSRB í skatta­málum meðal ann­ars um fjölgun skatt­þrepa og tökum við þeim því fagn­andi. Sam­eyki stétt­ar­fé­lag óskar þeim félögum sem nú standa í eld­lín­unni í kjara­samn­ings­við­ræð­unum góðs gengis og við fylgj­umst vel með þróun mála,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent