Þriðja stærsta stéttarfélag landsins verður til við sameiningu tveggja félaga

Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu sem lauk í dag voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt en það heitir Sameyki stéttarfélag.

Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Auglýsing

Á aðal­fundum Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar og SFR stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu voru ný lög og heiti sam­ein­aðs félags sam­þykkt. Félagið heitir Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu og er félags­svæði þess allt land­ið. Ákvörðum um sam­ein­ingu félag­anna lá fyrir að lok­inni alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu í byrjun nóv­em­ber síð­ast­lið­ins en þar sam­þykkti meiri­hluti félags­manna í báðum félögum að félögin skyldu sam­ein­ast í eitt félag.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá hinu nýja stétt­ar­fé­lag­i. 

Sam­kvæmt félag­inu er höf­uð­mark­mið sam­ein­ing­ar­innar að verða enn sterk­ari í kjara- og hags­muna­bar­átt­unni og auka þjón­ustu við félags­menn. Eftir sam­ein­ingu eru félags­menn um ell­efu þús­und og starfa við almanna­þjón­ustu hjá ríki, borg, sveit­ar­fé­lögum og fyr­ir­tækjum í meiri­hluta­eigu opin­berra aðila. Sam­eyki stétt­ar­fé­lag er því lang­fjöl­menn­asta stétt­ar­fé­lagið á opin­berum mark­aði og mun gera kjara­samn­inga við 18 við­semj­end­ur, flestir samn­ing­anna eru lausir í lok mars. For­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags er Árni Stefán Jóns­son áður for­maður SFR og vara­for­maður er Garðar Hilm­ars­son áður for­maður St.Rv.

Auglýsing

Alls barst 291 til­laga að heiti félags­ins frá næstum rétt rúmum 200 félags­mönn­um. Dóm­nefndin sem skipuð var tveimur full­trúum frá hvoru félagi auk ráð­gjafa frá aug­lýs­inga­stofu sem einnig er íslensku­fræð­ing­um. Dóm­nefndin skil­aði nokkrum til­lögum til stjórna félag­anna sem lagði eina til­lögu, Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu fyrir aðal­fund. Til­lagan var sam­þykkt með meiri­hluta af atkvæð­um, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Stærsti hluti félags­manna Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu starfar á opin­berum vett­vangi við almanna­þjón­ustu. Kjara­samn­ingar meiri­hluta félags­manna eru lausir í lok mars og munu þau á næstu dögum setja sig í sam­band við þeirra stærstu við­semj­end­ur. 

„Krafan um að vinn­andi fólk geti lifað mann­sæm­andi lífi af launum sínum er grund­vallar mann­rétt­inda­krafa. Jöfnun launa á milli vinnu­mark­aða er eitt af okkar mik­il­vægu málum sem við leggjum ríka áherslu á að verði lokið eins fljótt og auðið er. Auk þess viljum við tryggja að launa­þró­un­ar­trygg­ingin haldi sér.

Við sem störfum í almanna­þjón­ustu þekkjum best hversu mik­il­vægt er að hlúa að innviðum vel­ferð­ar­kerf­is­ins og búa þannig um hnút­ana að það sé tryggt og öllum opið. Starfs­menn í almanna­þjón­ustu hafa búið við mikið álag og stytt­ing vinnu­vik­unnar er því mik­il­væg til þess að koma til móts við vax­andi álag og streitu­tengda sjúk­dóma og mun stytt­ing skipta miklu máli fyrir opin­bera starfs­menn.

Við fögnum til­lögum átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem hefur verið bar­áttu­mál lengi en leggjum áherslu á að þeim þurfi að fylgja eft­ir. Til­lögur ASÍ um skatt­kerf­is­breyt­ingar tóna við stefnu BSRB í skatta­málum meðal ann­ars um fjölgun skatt­þrepa og tökum við þeim því fagn­andi. Sam­eyki stétt­ar­fé­lag óskar þeim félögum sem nú standa í eld­lín­unni í kjara­samn­ings­við­ræð­unum góðs gengis og við fylgj­umst vel með þróun mála,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent