Þriðja stærsta stéttarfélag landsins verður til við sameiningu tveggja félaga

Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu sem lauk í dag voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt en það heitir Sameyki stéttarfélag.

Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Auglýsing

Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt. Félagið heitir Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið. Ákvörðum um sameiningu félaganna lá fyrir að lokinni allsherjaratkvæðagreiðslu í byrjun nóvember síðastliðins en þar samþykkti meirihluti félagsmanna í báðum félögum að félögin skyldu sameinast í eitt félag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hinu nýja stéttarfélagi. 

Samkvæmt félaginu er höfuðmarkmið sameiningarinnar að verða enn sterkari í kjara- og hagsmunabaráttunni og auka þjónustu við félagsmenn. Eftir sameiningu eru félagsmenn um ellefu þúsund og starfa við almannaþjónustu hjá ríki, borg, sveitarfélögum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu opinberra aðila. Sameyki stéttarfélag er því langfjölmennasta stéttarfélagið á opinberum markaði og mun gera kjarasamninga við 18 viðsemjendur, flestir samninganna eru lausir í lok mars. Formaður Sameykis stéttarfélags er Árni Stefán Jónsson áður formaður SFR og varaformaður er Garðar Hilmarsson áður formaður St.Rv.

Auglýsing

Alls barst 291 tillaga að heiti félagsins frá næstum rétt rúmum 200 félagsmönnum. Dómnefndin sem skipuð var tveimur fulltrúum frá hvoru félagi auk ráðgjafa frá auglýsingastofu sem einnig er íslenskufræðingum. Dómnefndin skilaði nokkrum tillögum til stjórna félaganna sem lagði eina tillögu, Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu fyrir aðalfund. Tillagan var samþykkt með meirihluta af atkvæðum, samkvæmt tilkynningunni.

Stærsti hluti félagsmanna Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu starfar á opinberum vettvangi við almannaþjónustu. Kjarasamningar meirihluta félagsmanna eru lausir í lok mars og munu þau á næstu dögum setja sig í samband við þeirra stærstu viðsemjendur. 

„Krafan um að vinnandi fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum er grundvallar mannréttindakrafa. Jöfnun launa á milli vinnumarkaða er eitt af okkar mikilvægu málum sem við leggjum ríka áherslu á að verði lokið eins fljótt og auðið er. Auk þess viljum við tryggja að launaþróunartryggingin haldi sér.

Við sem störfum í almannaþjónustu þekkjum best hversu mikilvægt er að hlúa að innviðum velferðarkerfisins og búa þannig um hnútana að það sé tryggt og öllum opið. Starfsmenn í almannaþjónustu hafa búið við mikið álag og stytting vinnuvikunnar er því mikilvæg til þess að koma til móts við vaxandi álag og streitutengda sjúkdóma og mun stytting skipta miklu máli fyrir opinbera starfsmenn.

Við fögnum tillögum átakshóps um húsnæðismál sem hefur verið baráttumál lengi en leggjum áherslu á að þeim þurfi að fylgja eftir. Tillögur ASÍ um skattkerfisbreytingar tóna við stefnu BSRB í skattamálum meðal annars um fjölgun skattþrepa og tökum við þeim því fagnandi. Sameyki stéttarfélag óskar þeim félögum sem nú standa í eldlínunni í kjarasamningsviðræðunum góðs gengis og við fylgjumst vel með þróun mála,“ segir í tilkynningunni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent