„Mér finnst að þeir eigi bara að taka sökina“

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar við Klausturmálinu barnaleg.

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, fyrrum umhverf­is­ráð­herra, segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Gunn­ars Braga Sveins­sonar við Klaust­ur­mál­inu barna­leg og sömu­leiðis fyrrum sam­herja þeirra úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Henni líði illa yfir mál­inu en seg­ist hún ekki vilja taka afstöðu til þess hvort þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Þetta kemur fram í frétt Rúv en Sig­rún var við­mæl­andi í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Sig­rún segir að það sé líka erfitt að horfa upp á það að þing­menn­irnir væru að benda út og suð­ur. „Mér finnst að þeir eigi bara að taka sök­ina. Þetta var mjög alvar­legur atburður sem gerð­ist á þessum fræga bar.“

„Manni líður mjög illa yfir þessu öllu sam­an. Ég vann mest með Sig­mundi Davið og dáði hann fyrir margra hluta sak­ir. Þetta hefur bara verið erf­iður tími. Mér finnst þeir of reiðir út í allt og alla,“ segir hún. 

Auglýsing

Sig­rún kveðst minn­ast orða móður sinnar úr bernsku sem sagði að ef fólk gerði eitt­hvað af sér þá þýddi ekki að benda á aðra sem hefðu gert það sama. Hver og einn bæri ábyrgð á sinni hegð­un. „Mér finnst þetta kannski pínu­lítið barna­legt, við­brögðin þeirra,“ segir Sig­rún. 

Hún bendir á að Alþingi sé ekki venju­legur vinnu­staður og að hún vilji ekki taka afstöðu til þess hvort téðir þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Alþing­is­menn séu kosnir í frjálsum kosn­ingum og hafi kjós­endur á bak við sig og á meðan þeir styðji við­kom­andi séu þeir enn þing­menn. Hún hafi trú á því að allir geti bætt sig, þannig gangi líf­ið, að fólk reyni að gera betur í dag en í gær. „En mér finnst að við­brögðin mættu vera betri og að þeir eigi að hætta því að vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er og sýna það,“ segir hún. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent