„Mér finnst að þeir eigi bara að taka sökina“

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar við Klausturmálinu barnaleg.

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, fyrrum umhverf­is­ráð­herra, segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Gunn­ars Braga Sveins­sonar við Klaust­ur­mál­inu barna­leg og sömu­leiðis fyrrum sam­herja þeirra úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Henni líði illa yfir mál­inu en seg­ist hún ekki vilja taka afstöðu til þess hvort þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Þetta kemur fram í frétt Rúv en Sig­rún var við­mæl­andi í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Sig­rún segir að það sé líka erfitt að horfa upp á það að þing­menn­irnir væru að benda út og suð­ur. „Mér finnst að þeir eigi bara að taka sök­ina. Þetta var mjög alvar­legur atburður sem gerð­ist á þessum fræga bar.“

„Manni líður mjög illa yfir þessu öllu sam­an. Ég vann mest með Sig­mundi Davið og dáði hann fyrir margra hluta sak­ir. Þetta hefur bara verið erf­iður tími. Mér finnst þeir of reiðir út í allt og alla,“ segir hún. 

Auglýsing

Sig­rún kveðst minn­ast orða móður sinnar úr bernsku sem sagði að ef fólk gerði eitt­hvað af sér þá þýddi ekki að benda á aðra sem hefðu gert það sama. Hver og einn bæri ábyrgð á sinni hegð­un. „Mér finnst þetta kannski pínu­lítið barna­legt, við­brögðin þeirra,“ segir Sig­rún. 

Hún bendir á að Alþingi sé ekki venju­legur vinnu­staður og að hún vilji ekki taka afstöðu til þess hvort téðir þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Alþing­is­menn séu kosnir í frjálsum kosn­ingum og hafi kjós­endur á bak við sig og á meðan þeir styðji við­kom­andi séu þeir enn þing­menn. Hún hafi trú á því að allir geti bætt sig, þannig gangi líf­ið, að fólk reyni að gera betur í dag en í gær. „En mér finnst að við­brögðin mættu vera betri og að þeir eigi að hætta því að vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er og sýna það,“ segir hún. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent