„Mér finnst að þeir eigi bara að taka sökina“

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar við Klausturmálinu barnaleg.

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, fyrrum umhverf­is­ráð­herra, segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Gunn­ars Braga Sveins­sonar við Klaust­ur­mál­inu barna­leg og sömu­leiðis fyrrum sam­herja þeirra úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Henni líði illa yfir mál­inu en seg­ist hún ekki vilja taka afstöðu til þess hvort þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Þetta kemur fram í frétt Rúv en Sig­rún var við­mæl­andi í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Sig­rún segir að það sé líka erfitt að horfa upp á það að þing­menn­irnir væru að benda út og suð­ur. „Mér finnst að þeir eigi bara að taka sök­ina. Þetta var mjög alvar­legur atburður sem gerð­ist á þessum fræga bar.“

„Manni líður mjög illa yfir þessu öllu sam­an. Ég vann mest með Sig­mundi Davið og dáði hann fyrir margra hluta sak­ir. Þetta hefur bara verið erf­iður tími. Mér finnst þeir of reiðir út í allt og alla,“ segir hún. 

Auglýsing

Sig­rún kveðst minn­ast orða móður sinnar úr bernsku sem sagði að ef fólk gerði eitt­hvað af sér þá þýddi ekki að benda á aðra sem hefðu gert það sama. Hver og einn bæri ábyrgð á sinni hegð­un. „Mér finnst þetta kannski pínu­lítið barna­legt, við­brögðin þeirra,“ segir Sig­rún. 

Hún bendir á að Alþingi sé ekki venju­legur vinnu­staður og að hún vilji ekki taka afstöðu til þess hvort téðir þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Alþing­is­menn séu kosnir í frjálsum kosn­ingum og hafi kjós­endur á bak við sig og á meðan þeir styðji við­kom­andi séu þeir enn þing­menn. Hún hafi trú á því að allir geti bætt sig, þannig gangi líf­ið, að fólk reyni að gera betur í dag en í gær. „En mér finnst að við­brögðin mættu vera betri og að þeir eigi að hætta því að vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er og sýna það,“ segir hún. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent