„Mér finnst að þeir eigi bara að taka sökina“

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar við Klausturmálinu barnaleg.

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, fyrrum umhverf­is­ráð­herra, segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Gunn­ars Braga Sveins­sonar við Klaust­ur­mál­inu barna­leg og sömu­leiðis fyrrum sam­herja þeirra úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Henni líði illa yfir mál­inu en seg­ist hún ekki vilja taka afstöðu til þess hvort þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Þetta kemur fram í frétt Rúv en Sig­rún var við­mæl­andi í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Sig­rún segir að það sé líka erfitt að horfa upp á það að þing­menn­irnir væru að benda út og suð­ur. „Mér finnst að þeir eigi bara að taka sök­ina. Þetta var mjög alvar­legur atburður sem gerð­ist á þessum fræga bar.“

„Manni líður mjög illa yfir þessu öllu sam­an. Ég vann mest með Sig­mundi Davið og dáði hann fyrir margra hluta sak­ir. Þetta hefur bara verið erf­iður tími. Mér finnst þeir of reiðir út í allt og alla,“ segir hún. 

Auglýsing

Sig­rún kveðst minn­ast orða móður sinnar úr bernsku sem sagði að ef fólk gerði eitt­hvað af sér þá þýddi ekki að benda á aðra sem hefðu gert það sama. Hver og einn bæri ábyrgð á sinni hegð­un. „Mér finnst þetta kannski pínu­lítið barna­legt, við­brögðin þeirra,“ segir Sig­rún. 

Hún bendir á að Alþingi sé ekki venju­legur vinnu­staður og að hún vilji ekki taka afstöðu til þess hvort téðir þing­menn­irnir eigi að segja af sér. Alþing­is­menn séu kosnir í frjálsum kosn­ingum og hafi kjós­endur á bak við sig og á meðan þeir styðji við­kom­andi séu þeir enn þing­menn. Hún hafi trú á því að allir geti bætt sig, þannig gangi líf­ið, að fólk reyni að gera betur í dag en í gær. „En mér finnst að við­brögðin mættu vera betri og að þeir eigi að hætta því að vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er og sýna það,“ segir hún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent