Brot á þingskapalögum ef nefndin hefði kosið um formennsku Bergþórs

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segjast hafa stutt frávísun tillögunnar vegna þess að kosning um að setja af formann nefndar samræmist ekki þingskapalögum.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram til­lögu þess efnis á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í dag að greidd yrðu atkvæði um for­mann nefnd­ar­innar Berg­þór Óla­son, þing­mann Mið­flokks­ins. Helga Vala lagði fram til­lög­una með stuðn­ingi Hönnu Katrín­ar Frið­riks­son, þing­manns Við­reisnar og Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur þing­manns Vinstri grænna. Þeirri til­lögu var hins vegar vísað frá af meiri­hluta nefnd­­ar­inn­­ar. Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ari Traust­i Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, studdu frá­vísun til­lög­unnar vegna þess að þau telja að kosn­ingin hefði verið brot við ­þing­skap­a­lög. 

Lá ekki fyrir til­laga um nýjan for­mann

Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, lagði fram frá­­vís­un­­ar­til­lög­una en hún var studd af Líneik Önnu, Vil­hjálmi Árna­­syni, þing­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, Ara Trausta , og þeim Berg­þóri og Karli Gauta Hjalta­syni. Jón Gunn­ars­son sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að þetta væri ekki mál sem leyst væri á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. „Þetta þarf að leysa á vett­vangi þing­­flokks­­for­manna. Þetta bygg­ir á sam­komu­lagi þing­­flokka og það er ekki nefnd­­ar­inn­ar að taka á því máli,“ út­­skýr­ir Jón. Í kjöl­far frá­vís­un­ar­til­lögu meiri­hlut­ans var til­lögu Helgu Völu vísað til þing­flokks­for­manna.

Líneik Anna segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­laga Helgu Völu hafi snú­ist um að kjósa um að setja af starf­andi for­mann en að ekki hafi legið fyrir til­laga um nýjan for­mann. Hún segir að slík kosn­ing sam­ræm­ist ekki þing­skap­a­lögum og því hefði hún stutt frá­vís­un­ar­til­lög­una. Aðspurð segir Líneik ekki vilja tjá sig um það opin­ber­lega hvort hún styðji Berg­þór sem for­mann nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Alvar­legt skref ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður vinstri grænna.Ari Trausti tekur í sama streng og Líneik í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að nefnd­inni sé heim­ilt að kjósa nýjan for­mann en hefði atkvæða­greiðsla farið fram um hvort að víkja ætti sitj­andi for­manni án þess að til­laga lægi fyrir um nýjan for­mann væri það brot á þing­skap­a­lög­um. Hann segir að ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög þá hefði það verið alvar­legt skref. Hann segir því frá­vís­un­ar­til­lög­una hafa snú­ist um réttaró­viss­una um þing­sköp­in.

Ari Trausti segir það jafn­framt hafa komið skýrt fram í hans máli að það sé í höndum minni­hlut­ans að ákveða hvort að sam­komu­lag­inu sem ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér verði sagt upp­. Hann bætir þó við að hans mati sitji Berg­þór ekki í skjóli ­meiri­hlut­ans. 

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar verða að ákveða hvort sam­komu­lag­inu verði breytt

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér sam­komu­lag varð­andi þau þrjú for­manns­sæti sem stjórn­ar­and­stöð­unni féllu í skaut. Mið­flokk­ur­inn fer með for­mennsku í um­hverf­is- og ­sam­göngu­nefnd, Sam­fylk­ingin með for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og Píratar í vel­ferð­ar­nefnd. 

Mið­flokk­ur­inn ­getur því valið annan þing­mann úr sínum röðum í stað Berg­þórs en ef ekki þá situr Berg­þór áfram í for­manns­stóln­um. Ann­ars geta stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir sagt upp sam­komu­lag­inu en þá má reikna með því að for­mennsku ann­arra stjórn­ar­and­stöðu­flokka komi einnig til skoð­unar í því sam­heng­i. 

Þol­and­inn þarf alltaf víkja en aldrei ger­and­inn

Björn Leví G­unn­ar­son, þing­maður Pírata, situr í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sem áheyrn­ar­full­trúi. Það þýðir að hann geti tekið undir bók­anir en hann getur ekki kosið með til­lög­um. Greint var frá því í dag að Björn Leví hefði farið af fundi nefnd­ar­in­anr áður en honum lauk í morg­un. Björn Leví segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann geti alveg starfað með fólki sem sé honum ósam­mála upp að ein­hverju marki en hann seg­ist ekki enn vita hvernig hann geti háttað sínu sam­starfi við Berg­þór. 

Björn Leví segir jafn­framt að afstaða hans gagn­vart ofbeld­is­málum sé svipuð og gagn­vart ein­elt­is­mál­um. Hann segir það óþol­andi að í þeim málum virð­ist þol­and­inn alltaf þurfa að víkja en ger­and­inn aldrei.Upp­fært: Helga Vala Helga­dóttir áréttar í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi fengið upp­lýs­ingar frá skrif­stofu Alþingis um að kosn­ingin væri tæk áður en hún lagði fram til­lög­una á fundi nefnd­ar­inn­ar. Hún segir jafn­framt að minni­hlut­inn hafi lagt til tvo aðra mögu­leika, að nýr for­maður yrði kos­inn á fund­inum eða í þriðja lagi að fund­inum yrði slitið og mögu­legar lausnir skoð­aðar fyrir næsta fund. Helga Vala segir að í stað þeirra til­lagna hafi meiri­hlut­inn lagt fram frá­vís­un­ar­til­lögu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent