Brot á þingskapalögum ef nefndin hefði kosið um formennsku Bergþórs

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segjast hafa stutt frávísun tillögunnar vegna þess að kosning um að setja af formann nefndar samræmist ekki þingskapalögum.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram til­lögu þess efnis á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í dag að greidd yrðu atkvæði um for­mann nefnd­ar­innar Berg­þór Óla­son, þing­mann Mið­flokks­ins. Helga Vala lagði fram til­lög­una með stuðn­ingi Hönnu Katrín­ar Frið­riks­son, þing­manns Við­reisnar og Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur þing­manns Vinstri grænna. Þeirri til­lögu var hins vegar vísað frá af meiri­hluta nefnd­­ar­inn­­ar. Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ari Traust­i Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, studdu frá­vísun til­lög­unnar vegna þess að þau telja að kosn­ingin hefði verið brot við ­þing­skap­a­lög. 

Lá ekki fyrir til­laga um nýjan for­mann

Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, lagði fram frá­­vís­un­­ar­til­lög­una en hún var studd af Líneik Önnu, Vil­hjálmi Árna­­syni, þing­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, Ara Trausta , og þeim Berg­þóri og Karli Gauta Hjalta­syni. Jón Gunn­ars­son sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að þetta væri ekki mál sem leyst væri á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. „Þetta þarf að leysa á vett­vangi þing­­flokks­­for­manna. Þetta bygg­ir á sam­komu­lagi þing­­flokka og það er ekki nefnd­­ar­inn­ar að taka á því máli,“ út­­skýr­ir Jón. Í kjöl­far frá­vís­un­ar­til­lögu meiri­hlut­ans var til­lögu Helgu Völu vísað til þing­flokks­for­manna.

Líneik Anna segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­laga Helgu Völu hafi snú­ist um að kjósa um að setja af starf­andi for­mann en að ekki hafi legið fyrir til­laga um nýjan for­mann. Hún segir að slík kosn­ing sam­ræm­ist ekki þing­skap­a­lögum og því hefði hún stutt frá­vís­un­ar­til­lög­una. Aðspurð segir Líneik ekki vilja tjá sig um það opin­ber­lega hvort hún styðji Berg­þór sem for­mann nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Alvar­legt skref ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður vinstri grænna.Ari Trausti tekur í sama streng og Líneik í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að nefnd­inni sé heim­ilt að kjósa nýjan for­mann en hefði atkvæða­greiðsla farið fram um hvort að víkja ætti sitj­andi for­manni án þess að til­laga lægi fyrir um nýjan for­mann væri það brot á þing­skap­a­lög­um. Hann segir að ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög þá hefði það verið alvar­legt skref. Hann segir því frá­vís­un­ar­til­lög­una hafa snú­ist um réttaró­viss­una um þing­sköp­in.

Ari Trausti segir það jafn­framt hafa komið skýrt fram í hans máli að það sé í höndum minni­hlut­ans að ákveða hvort að sam­komu­lag­inu sem ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér verði sagt upp­. Hann bætir þó við að hans mati sitji Berg­þór ekki í skjóli ­meiri­hlut­ans. 

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar verða að ákveða hvort sam­komu­lag­inu verði breytt

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér sam­komu­lag varð­andi þau þrjú for­manns­sæti sem stjórn­ar­and­stöð­unni féllu í skaut. Mið­flokk­ur­inn fer með for­mennsku í um­hverf­is- og ­sam­göngu­nefnd, Sam­fylk­ingin með for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og Píratar í vel­ferð­ar­nefnd. 

Mið­flokk­ur­inn ­getur því valið annan þing­mann úr sínum röðum í stað Berg­þórs en ef ekki þá situr Berg­þór áfram í for­manns­stóln­um. Ann­ars geta stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir sagt upp sam­komu­lag­inu en þá má reikna með því að for­mennsku ann­arra stjórn­ar­and­stöðu­flokka komi einnig til skoð­unar í því sam­heng­i. 

Þol­and­inn þarf alltaf víkja en aldrei ger­and­inn

Björn Leví G­unn­ar­son, þing­maður Pírata, situr í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sem áheyrn­ar­full­trúi. Það þýðir að hann geti tekið undir bók­anir en hann getur ekki kosið með til­lög­um. Greint var frá því í dag að Björn Leví hefði farið af fundi nefnd­ar­in­anr áður en honum lauk í morg­un. Björn Leví segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann geti alveg starfað með fólki sem sé honum ósam­mála upp að ein­hverju marki en hann seg­ist ekki enn vita hvernig hann geti háttað sínu sam­starfi við Berg­þór. 

Björn Leví segir jafn­framt að afstaða hans gagn­vart ofbeld­is­málum sé svipuð og gagn­vart ein­elt­is­mál­um. Hann segir það óþol­andi að í þeim málum virð­ist þol­and­inn alltaf þurfa að víkja en ger­and­inn aldrei.Upp­fært: Helga Vala Helga­dóttir áréttar í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi fengið upp­lýs­ingar frá skrif­stofu Alþingis um að kosn­ingin væri tæk áður en hún lagði fram til­lög­una á fundi nefnd­ar­inn­ar. Hún segir jafn­framt að minni­hlut­inn hafi lagt til tvo aðra mögu­leika, að nýr for­maður yrði kos­inn á fund­inum eða í þriðja lagi að fund­inum yrði slitið og mögu­legar lausnir skoð­aðar fyrir næsta fund. Helga Vala segir að í stað þeirra til­lagna hafi meiri­hlut­inn lagt fram frá­vís­un­ar­til­lögu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent