Brot á þingskapalögum ef nefndin hefði kosið um formennsku Bergþórs

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segjast hafa stutt frávísun tillögunnar vegna þess að kosning um að setja af formann nefndar samræmist ekki þingskapalögum.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram til­lögu þess efnis á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í dag að greidd yrðu atkvæði um for­mann nefnd­ar­innar Berg­þór Óla­son, þing­mann Mið­flokks­ins. Helga Vala lagði fram til­lög­una með stuðn­ingi Hönnu Katrín­ar Frið­riks­son, þing­manns Við­reisnar og Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur þing­manns Vinstri grænna. Þeirri til­lögu var hins vegar vísað frá af meiri­hluta nefnd­­ar­inn­­ar. Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ari Traust­i Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, studdu frá­vísun til­lög­unnar vegna þess að þau telja að kosn­ingin hefði verið brot við ­þing­skap­a­lög. 

Lá ekki fyrir til­laga um nýjan for­mann

Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, lagði fram frá­­vís­un­­ar­til­lög­una en hún var studd af Líneik Önnu, Vil­hjálmi Árna­­syni, þing­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, Ara Trausta , og þeim Berg­þóri og Karli Gauta Hjalta­syni. Jón Gunn­ars­son sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að þetta væri ekki mál sem leyst væri á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. „Þetta þarf að leysa á vett­vangi þing­­flokks­­for­manna. Þetta bygg­ir á sam­komu­lagi þing­­flokka og það er ekki nefnd­­ar­inn­ar að taka á því máli,“ út­­skýr­ir Jón. Í kjöl­far frá­vís­un­ar­til­lögu meiri­hlut­ans var til­lögu Helgu Völu vísað til þing­flokks­for­manna.

Líneik Anna segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­laga Helgu Völu hafi snú­ist um að kjósa um að setja af starf­andi for­mann en að ekki hafi legið fyrir til­laga um nýjan for­mann. Hún segir að slík kosn­ing sam­ræm­ist ekki þing­skap­a­lögum og því hefði hún stutt frá­vís­un­ar­til­lög­una. Aðspurð segir Líneik ekki vilja tjá sig um það opin­ber­lega hvort hún styðji Berg­þór sem for­mann nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Alvar­legt skref ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður vinstri grænna.Ari Trausti tekur í sama streng og Líneik í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að nefnd­inni sé heim­ilt að kjósa nýjan for­mann en hefði atkvæða­greiðsla farið fram um hvort að víkja ætti sitj­andi for­manni án þess að til­laga lægi fyrir um nýjan for­mann væri það brot á þing­skap­a­lög­um. Hann segir að ef nefndin hefði brotið þing­skap­a­lög þá hefði það verið alvar­legt skref. Hann segir því frá­vís­un­ar­til­lög­una hafa snú­ist um réttaró­viss­una um þing­sköp­in.

Ari Trausti segir það jafn­framt hafa komið skýrt fram í hans máli að það sé í höndum minni­hlut­ans að ákveða hvort að sam­komu­lag­inu sem ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér verði sagt upp­. Hann bætir þó við að hans mati sitji Berg­þór ekki í skjóli ­meiri­hlut­ans. 

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar verða að ákveða hvort sam­komu­lag­inu verði breytt

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir gerðu með sér sam­komu­lag varð­andi þau þrjú for­manns­sæti sem stjórn­ar­and­stöð­unni féllu í skaut. Mið­flokk­ur­inn fer með for­mennsku í um­hverf­is- og ­sam­göngu­nefnd, Sam­fylk­ingin með for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og Píratar í vel­ferð­ar­nefnd. 

Mið­flokk­ur­inn ­getur því valið annan þing­mann úr sínum röðum í stað Berg­þórs en ef ekki þá situr Berg­þór áfram í for­manns­stóln­um. Ann­ars geta stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir sagt upp sam­komu­lag­inu en þá má reikna með því að for­mennsku ann­arra stjórn­ar­and­stöðu­flokka komi einnig til skoð­unar í því sam­heng­i. 

Þol­and­inn þarf alltaf víkja en aldrei ger­and­inn

Björn Leví G­unn­ar­son, þing­maður Pírata, situr í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sem áheyrn­ar­full­trúi. Það þýðir að hann geti tekið undir bók­anir en hann getur ekki kosið með til­lög­um. Greint var frá því í dag að Björn Leví hefði farið af fundi nefnd­ar­in­anr áður en honum lauk í morg­un. Björn Leví segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann geti alveg starfað með fólki sem sé honum ósam­mála upp að ein­hverju marki en hann seg­ist ekki enn vita hvernig hann geti háttað sínu sam­starfi við Berg­þór. 

Björn Leví segir jafn­framt að afstaða hans gagn­vart ofbeld­is­málum sé svipuð og gagn­vart ein­elt­is­mál­um. Hann segir það óþol­andi að í þeim málum virð­ist þol­and­inn alltaf þurfa að víkja en ger­and­inn aldrei.Upp­fært: Helga Vala Helga­dóttir áréttar í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi fengið upp­lýs­ingar frá skrif­stofu Alþingis um að kosn­ingin væri tæk áður en hún lagði fram til­lög­una á fundi nefnd­ar­inn­ar. Hún segir jafn­framt að minni­hlut­inn hafi lagt til tvo aðra mögu­leika, að nýr for­maður yrði kos­inn á fund­inum eða í þriðja lagi að fund­inum yrði slitið og mögu­legar lausnir skoð­aðar fyrir næsta fund. Helga Vala segir að í stað þeirra til­lagna hafi meiri­hlut­inn lagt fram frá­vís­un­ar­til­lögu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent