Segja frávísunartillöguna ekki vera stuðningsyfirlýsingu við formennsku Bergþórs

Frávísunartillagan sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun sneri einungis að tillögu þess efnis að setja ætti af formann nefndarinnar, samkvæmt þing­flokks­for­mönnum VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Frá­vís­un­ar­til­lagan sem sam­þykkt var á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í morgun sneri ein­ungis að til­lögu þess efnis að setja ætti af for­mann nefnd­ar­inn­ar, Berg­þór Óla­son en ekki lá fyrir til­laga um nýjan for­mann.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu þing­flokks­for­manna Vinstri grænna, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks vegna frétta af fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis í morg­un.

Þau telja að óvissa hafi verið um hvort til­lagan hafi verið tæk og segja að frá­vís­un­ar­til­lagan hafi ekki verið stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við nefnd­ar­for­mennsku Berg­þórs Óla­son­ar.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að for­mennska í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sé hluti af sam­komu­lagi milli meiri­hluta og minni­hluta. Sam­kvæmt sam­komu­lagi þing­flokks­for­manna í kjöl­far þing­kosn­inga 2017 hafi for­mennska fallið í þremur nefndum í skaut stjórn­ar­and­stöðu­flokka og for­mennska í fimm nefndum í skaut stjórn­ar­flokk­anna. Það sé á for­ræði þing­flokks­for­manna ef breyta á sam­komu­lag­inu og hafa þannig áhrif á nefnd­ar­for­mennsku.

Í fjar­veru Þór­unnar Egils­dóttur og Birgis Ármanns­sonar eru starf­andi þing­flokks­for­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks þau Willum Þór Þórs­son og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir.

Til­­lögu um að Berg­þór Óla­­son, þing­­maður Mið­­flokks­ins, myndi ekki sitja áfram sem for­­maður umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar var vísað frá á fund­i ­nefnd­­ar­inn­ar í morg­un. Í dag var fyrsti fundur umhverf­is- og ­sam­­göng­u­­nefnd­ar eftir að Berg­þór tók sæti á Alþingi á ný í síð­­­ustu viku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent