Jón Baldvin heldur því fram að atvik hafi verið sviðsett

Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði öllum ásökunum sem nýlega hafa verið settar fram á hendur hon­um um kynferðisbrot í Silfrinu í dag. Hann tilkynnti jafnframt að hann ætli að gefa út bók um málið.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, var í við­tali í Silfr­inu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásak­anir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kyn­ferð­is­brot. Þetta var fyrsta við­talið sem hann veitir frá því að konur stigu fram í Stund­inni í jan­úar og sök­uðu hann um kyn­ferð­is­lega áreitn­i. 

Seg­ist hafa verið dæmdur án dóms og laga

Jón Bald­vin byrj­aði við­talið á því að segja ef hann ætti að lýsa líðan sinni þá liði honum eins og hann væri þar á saka­manna­bekk. Hann sagð­ist í raun hafa verið „dæmd­ur, for­dæmdur án dóms og laga“  og ástæðan sé meðal ann­ars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir hins vegar að aðeins ein af á­sök­un­um ­sem bornar hafi verið upp á hann hafi orðið að ákæru. „Hún fór sinn gang í gegnum rétt­ar­kerf­ið. Þetta var ásökun um kyn­ferð­is­lega áreitni við unga stúlku en var síðan breytt í að særa blygð­un­ar­kennd. Ég var yfir­heyrð­ur, það voru leidd fram gögn og vitna­leiðslur og nið­ur­staðan var að kærum var vísað frá. Þetta mál hefur síðan verið notað til að halda því fram að ég sé barn­a­níð­ing­ur.“

Jón Bald­vin vísar þar í bréf sín til Guð­rúnar Harð­ar­dótt­ur, syst­ur­dóttir Bryn­dís­ar Schram, eig­in­konu Jóns Bald­vins. Guð­rún steig fram í við­tali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klám­fengnum bréfum fyrrum ráð­herr­ans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára göm­ul. Guð­rún stofn­aði  einnig Face­book-hóp­inn #Me too Jón Bald­vin Hanni­bals­son eftir að kon­urnar stigu fram í jan­úar en í lýs­ingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upp­lifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns.

Auglýsing

Spurður hvort hann teldi að bréfa­send­ing­arnar hefðu „ekki verið alvar­leg­ar“ svar­aði Jón Bald­vin: „Þessi spurn­ing er óþörf. Vegna þess að um leið og ég átt­aði mig á þessum dóm­greind­ar­bresti um leið, ég var ekk­ert að fela neitt eða fær­ast und­an. Ég hef beðist afsök­un­ar, ég hef beðist fyr­ir­gefn­ing­ar. Ég skrif­aði þegar í stað afsök­un­ar­bréf til Guð­rún­ar. Í því bréfi kemur reyndar fram stað­reynd máls­ins, nefni­lega ég segi, ég held að ég muni þetta orð­rétt, ég veit að þú veist að ég  hef aldrei snert þig, þvingað þig til neinnar kyn­ferð­is­legra afnota,“ sagði Jón Bald­vin. 

Hann sagð­ist ítrekað hafa beðist afsök­unar og reynt að gera yfir­bót fyrir þessi „ósæmi­legu“ skrif, án þess að hafa fengið við­brögð. Fanney Birna Jóns­dótt­ir, þátta­stjórn­andi Silf­urs­ins, benti honum þá á að þrátt fyrir afsök­un­ar­beiðni skuld­aði Guð­rún honum ekki fyr­ir­gefn­ing­u.„Ég á enga kröfu á fyr­ir­gefn­ingu en ég leit­aði eftir fyr­ir­gefn­ingu á grund­velli afsök­unar og iðr­un­ar,“ sagði Jón Bald­vin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stór­fjöl­skyldan klofn­aði í tvennt vegna máls­ins. 

Segir atvikið á Spáni svið­sett

Í við­tal­inu er Jón Bald­vin einnig spurður út frá­sagnir þeirra fjögra kvenna sem stigu fram í Stund­inni þann 11. jan­úar og sögðu að Jón Bald­vin hefði áreitt þær kyn­ferð­is­lega. T­vær þeirra voru nem­endur hans í Haga­skóla en hinar tvær tengj­ast honum fjöl­skyldu- eða vina­bönd­um. Tvær aðrar konur úr fjöl­skyld­unni hafa einnig stigið fram. Frá­sagn­irnar spanna yfir fimm­tíu ár en nýjasta frá­sögnin hverf­ist um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síð­asta sum­ar. Þar segir Car­men Jóhanns­dóttir frá því að Jón Bald­vin hafi áreitt hana kyn­ferð­is­lega á heim­ili hans og Bryn­dís­ar Scharm á spán­i. 

„Þegar ég stóð upp á einum tíma­punkti og fór að skenkja í glös­in, þá bara gerði kall­inn sér lítið fyrir og byrj­aði að strjúka á mér rass­inn.“ segir Car­men í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa fros­ið, horft á hinar kon­urnar við borðið og reynt að átta sig á hvað væri að ger­ast. „Ég fékk svo mikið áfall að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.“ Hún sett­ist niður hjá móður sinni og vissi ekki hvað hún átti að segja. Lauf­ey, móðir henn­ar, stað­festir í sam­tali við Stund­ina að hún hafi séð Jón Bald­vin káfa á Car­men. „Ég horfði á þetta ger­ast,“ segir Lauf­ey. „Ég sagði honum við borðið að ég hefði séð hann gera þetta og að það minnsta sem hann gæti gert væri að biðja hana afsök­unar fyrir framan okk­ur. Hann hélt nú ekki.“ 

Jón Bald­vin rifj­aði upp þessa heim­sókn þeirra mæðgna í Silfr­in­u og full­yrðti að atvikið hafi verið svið­sett. „Við erum varla fyrr sest þegar að móðir Car­menar - það var hún sem hrópar þetta upp: „Jón Bald­vin, þú ert að káfa á henni, ég sá það“.  Þetta voru hennar orð,“ sagði Jón Bald­vin. „Það getur ekk­ert verið annað að baki þess­ari heim­sókn heldur en að reyna að setja þetta á svið vegna þess að þetta er ósatt. Það var engin snert­ing, ekki neitt,“ stað­hæfði hann. Hann segir að engin önnur skýr­ing geti verið að  baki þess að Car­men og móður hennar hafi komið í heim­sókn til þeirra á Spáni heldur að hún verið til þess gerð að koma höggi á hann. Fanney Birna spyr þá hvort hann haldi að móð­ur­inn hafi sigað dóttur sinni á hann til þess eins að geta sakað hann um kyn­ferð­is­of­beldi. Þá segir Jón að þær ­mæðgurn­ar ­séu tengdar Aldísi dóttur hans.

Fanney Birna spurði þá hvers konar „masterm­ind“ dóttir hans sé, fyrst að hún geti, eins og Jón lýsir henni veik á geði, vélað til sín allar þessar kon­ur, fengið þær til brjóta lög með því bera upp á hann þessar sak­ir. Jón Bald­vin svarar því með að benda á að dóttir hans hefði verið greind með geð­hvarfa­sýki árið 1992. Hann segir fólk með þann sjúk­dóm sé margt afburða­greint og það gildi einnig um hana. 

Seg­ist vera óvenju hátt­vís í sam­skiptum við konur

Fanney Birna spurði Jón Bald­vin hvort hann hefði íhugað hvort að hug­myndir hans um hvar mörk liggja gætu verið aðrar en kvenn­anna sjálfra. Sagði hann það ekki hans að dæma en lýsti hegðun sinni í garð kvenna á eft­ir­far­andi hátt: „Ég beri virð­ingu fyrir kon­um, sé óvenju­hátt­vís í sam­skiptum við konur og til­lits­sam­ur,“ sagði Jón Bald­vin.

Jón full­yrðir síðan að ­til­efni þess að ásak­an­irnar á hendur honum hafi skotið upp koll­inum aftur nú  hafi verið það að stöðva útgáfu bókar sem stóð til gefa út á átt­ræð­is­af­mæli Jón Bald­vins með ræðum hans, ritum og grein­um. Útgáf­unni hefur nú verið frestað um óákveð­inn tíma. Jón segir að því leyti hafi „her­ferð“ kvenn­anna tek­ist. 

Að lokum boð­aði hann útgáfu nýrrar bókar um ásak­an­irnar gegn honum og upp­runa þeirra. Hann segir að tit­ill bók­ar­innar sé „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfga­hópur hefur sagt rétt­ar­rík­inu á Íslandi stríð á hend­ur“ og sagð­ist hér með óska eftir útgef­anda að henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent