Ragnar Þór sjálfkjörinn formaður VR næstu tvö árin

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstaklingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þór Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, er sjálf­kjör­inn for­maður til næstu tveggja ára en önnur fram­boð til for­manns bár­ust ekki til kjör­stjórnar VR. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag. Fram­boðs­frestur vegna for­manns- og stjórn­ar­kjörs VR rann út á hádegi í dag.

Kjör­stjórn VR hefur úrskurðað eitt ein­stak­lings­fram­boð til for­manns VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 lög­lega fram borið en það er fram­boð Ragn­ars Þórs og er hann því sjálf­kjör­inn for­maður VR til næstu tveggja ára, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá hefur kjör­stjórn VR fengið 16 ein­stak­lings­fram­boð til stjórnar VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 og vinnur í að kanna lög­mæti þeirra.

Auglýsing

Fundur verður hald­inn með fram­bjóð­endum mið­viku­dag­inn 13. febr­úar næst­kom­andi og verða nöfn fram­bjóð­enda birt á vef VR að honum lokn­um.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í vara­stjórn, segir í til­kynn­ingu VR. 

Búinn að sinna emb­ætt­inu í tæp tvö ár

Ragnar Þór var kjör­inn nýr for­­maður VR í mars árið 2017. Kosn­­inga­þátt­­taka var 17,09 pró­sent, sem þýddi að ríf­­lega 5.700 af þeim tæp­­lega 34 þús­und sem höfðu kosn­­inga­rétt greiddu atkvæð­i. 

Ragnar Þór hlaut 62,98 pró­­sent atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, þáver­andi for­­maður VR, hlaut 37 pró­sent atkvæði, eða 2.046 atkvæð­i. 

Ólafía varð for­­maður fyrir sex árum, árið 2013, þegar hún sigr­aði kosn­­ingu til for­­manns með 76 pró­sent atkvæða gegn þáver­andi sitj­andi for­­manni, Stef­áni Ein­­ari Stef­áns­­syni. Hún var end­­ur­­kjörin árið 2015. 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent