Ragnar Þór sjálfkjörinn formaður VR næstu tvö árin

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstaklingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þór Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, er sjálf­kjör­inn for­maður til næstu tveggja ára en önnur fram­boð til for­manns bár­ust ekki til kjör­stjórnar VR. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag. Fram­boðs­frestur vegna for­manns- og stjórn­ar­kjörs VR rann út á hádegi í dag.

Kjör­stjórn VR hefur úrskurðað eitt ein­stak­lings­fram­boð til for­manns VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 lög­lega fram borið en það er fram­boð Ragn­ars Þórs og er hann því sjálf­kjör­inn for­maður VR til næstu tveggja ára, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá hefur kjör­stjórn VR fengið 16 ein­stak­lings­fram­boð til stjórnar VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 og vinnur í að kanna lög­mæti þeirra.

Auglýsing

Fundur verður hald­inn með fram­bjóð­endum mið­viku­dag­inn 13. febr­úar næst­kom­andi og verða nöfn fram­bjóð­enda birt á vef VR að honum lokn­um.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í vara­stjórn, segir í til­kynn­ingu VR. 

Búinn að sinna emb­ætt­inu í tæp tvö ár

Ragnar Þór var kjör­inn nýr for­­maður VR í mars árið 2017. Kosn­­inga­þátt­­taka var 17,09 pró­sent, sem þýddi að ríf­­lega 5.700 af þeim tæp­­lega 34 þús­und sem höfðu kosn­­inga­rétt greiddu atkvæð­i. 

Ragnar Þór hlaut 62,98 pró­­sent atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, þáver­andi for­­maður VR, hlaut 37 pró­sent atkvæði, eða 2.046 atkvæð­i. 

Ólafía varð for­­maður fyrir sex árum, árið 2013, þegar hún sigr­aði kosn­­ingu til for­­manns með 76 pró­sent atkvæða gegn þáver­andi sitj­andi for­­manni, Stef­áni Ein­­ari Stef­áns­­syni. Hún var end­­ur­­kjörin árið 2015. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent