Ragnar Þór sjálfkjörinn formaður VR næstu tvö árin

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstaklingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þór Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, er sjálf­kjör­inn for­maður til næstu tveggja ára en önnur fram­boð til for­manns bár­ust ekki til kjör­stjórnar VR. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag. Fram­boðs­frestur vegna for­manns- og stjórn­ar­kjörs VR rann út á hádegi í dag.

Kjör­stjórn VR hefur úrskurðað eitt ein­stak­lings­fram­boð til for­manns VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 lög­lega fram borið en það er fram­boð Ragn­ars Þórs og er hann því sjálf­kjör­inn for­maður VR til næstu tveggja ára, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá hefur kjör­stjórn VR fengið 16 ein­stak­lings­fram­boð til stjórnar VR fyrir kjör­tíma­bilið 2019 til 2021 og vinnur í að kanna lög­mæti þeirra.

Auglýsing

Fundur verður hald­inn með fram­bjóð­endum mið­viku­dag­inn 13. febr­úar næst­kom­andi og verða nöfn fram­bjóð­enda birt á vef VR að honum lokn­um.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í vara­stjórn, segir í til­kynn­ingu VR. 

Búinn að sinna emb­ætt­inu í tæp tvö ár

Ragnar Þór var kjör­inn nýr for­­maður VR í mars árið 2017. Kosn­­inga­þátt­­taka var 17,09 pró­sent, sem þýddi að ríf­­lega 5.700 af þeim tæp­­lega 34 þús­und sem höfðu kosn­­inga­rétt greiddu atkvæð­i. 

Ragnar Þór hlaut 62,98 pró­­sent atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, þáver­andi for­­maður VR, hlaut 37 pró­sent atkvæði, eða 2.046 atkvæð­i. 

Ólafía varð for­­maður fyrir sex árum, árið 2013, þegar hún sigr­aði kosn­­ingu til for­­manns með 76 pró­sent atkvæða gegn þáver­andi sitj­andi for­­manni, Stef­áni Ein­­ari Stef­áns­­syni. Hún var end­­ur­­kjörin árið 2015. 

Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent