Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV

Hjónin Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram skrifa opið bréf til út­varps­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag þar sem þau gefa hon­um, starfs­mönn­um RÚV og viðmæl­end­um viku til að biðjast af­sök­un­ar ann­ars verði þeim stefnt.

Jón Baldvin Hannibalsson
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram ­gefa Magn­úsi Geir Þórð­ar­syni, útvarps­stjóra RÚV, eina viku til að draga til baka „til­hæfu­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og meið­yrði“ í þeirra garð. Verði útvarps­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggj­ast Jón Bald­vin og Bryn­dís stefna hon­um, auk starfs­mönnum hans, sem og við­mæl­end­um, fyrir rétt til þess að fá „meið­yrð­i, rang­hermi og til­hæfu­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­ar.“ Auk þess verð­i ­Rík­is­út­varp­in­u ­gert skylt að bæti „þolendum þess­arar ófræg­in­ar­her­ferð­ar“ það tjón þau hafa orðið fyrir að völdum RÚV. Þetta kemur fram í opnu bréfi Jóns Bald­vins og Bryn­dísar sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag.

Saka Sig­mar og Helga um rang­ar ­full­yrð­ing­ar og æru­meið­ingar

Í grein­inni saka hjónin dag­skrá­gerð­ar­menn­ina Sig­mar Guð­munds­son og Helga Selj­an um til­hæfu­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­meið­ing­ar, fyrst í við­tali í Morg­un­út­varp­inu Rás 2 í jan­úar og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­blað­inu þann 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. Við­talið á Rás 2 var við Al­dísi Schram, dóttur Jóns Bald­vins og Bryn­dís­ar. Þar sak­aði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauð­ung­ar­vi­stuð á geð­deild í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeld­i. Jón Bald­vin gagn­rýndi svo vinnu­brögð Sig­mars og Helga harð­lega í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu þann 7. febr­ú­ar og ­sagði það „há­al­var­legt mál“ að fjöl­mið­ill á borð við Rík­is­út­varpið bæri á borð „fals­frétt­ir“ af þessu tagi fyrir hlust­end­ur sína.

Sig­mar og Helgi svör­uðu síð­an á­sök­un­um í grein Jón Bald­vins í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 8. febr­ú­ar. Í grein­inni segja þeir að við­talið hafa átt fullt erindi við almenn­ing.  „­Blaða­menn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geð­veiki“ eða „fjöl­­skyld­u­harm­­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur stað­fest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­­skýrsl­um, lækn­is­vott­orð­um, lög­­­reglu­­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo ­sendi­ráðs­papp­ír­um. Við­talið við hana átti því fullt er­indi við al­­menn­ing og von­andi er sá tími lið­inn að hægt sé að af­greiða upp­­lif­un þeirra sem glíma við and­­leg veik­indi sem óráðs­hjal.“ 

Auglýsing

Auk þess er tekið fram í grein Sig­mars og Helga að reynt hafi verið að hafa sam­band við Jón Bald­vin fyrir birt­ingu við­tals­ins til að fá við­brögð en að sam­kvæmt grein­inni var því ekki svar­að. Frétta­menn­irnir benda einnig á að auk þess hafi því verið haldið til haga í þætt­in­um að Jón Bald­vin neiti stað­fast­­lega öll­um ásök­un­um um brot og áreitn­i. 

Telja upp dæmi um fjórtán „fals­frétt­ir“

Í bréfi sín­u ­spyrja Jón Bald­vin og Bryn­dís hvort vinnu­brögð Sig­mars og Helga stand­ist siða­reglur blaða­manna og rit­stjórn­ar­stefnu RÚV. „Frétta­menn­irnir full­yrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum við­mæl­enda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurn­ing, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúð­ur, gróu­sög­ur, ­per­sónu­níð eða aðra ill­mælgi – í útvarpi allra lands­manna? Og fá níðið nið­ur­greitt hjá skatt­greið­end­um. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarps­stjóri, sam­mála þess­ari starfs­lýs­ingu handa frétta­mönnum Rík­is­út­varps­ins?“ 

Þá greina Jón Bald­vin og Bryn­dís frá fjórtán dæmum um „fals­frétt­ir“, sem þau segja Sig­mar og Helga hafa borið á borð fyrir hlust­end­ur sína í við­tal­inu við Aldísi á Rás2. 

Sjö daga frestur til að biðj­ast afsök­unar

Að lokum skora þau á útvarps­stjóra að draga til baka allar „til­hæfu­lausu ásak­an­irn­ar“. „Í ljósi þess, sem að framan er sagt, skorum við hér með á yður, hr. útvarps­stjóri, að þér, f.h. Rík­is­út­varps­ins, dragið til baka allar þessar til­hæfu­lausu ásak­an­ir, röngu full­yrð­ingar og meið­yrði starfs­manna yðar, sem hér hafa verið til­greind og takið af tví­mæli um, að þau skuli skoð­ast sem dauð og ómerk.“

Einnig fara þau fram á að Sig­mar og Helgi hljóti „al­var­lega áminn­ingu“ og jafn­framt að áheyr­endur Rík­is­út­varps­ins verði beðnir afsök­un­ar. „Einnig væri við hæfi, að þér gæfuð áður­nefndum frétta­mönnum alvar­lega áminn­ingu fyrir gróf brot á siða­reglum Rík­is­út­varps­ins, svo sem gert er ráð fyrir í siða­regl­unum sjálf­um. Þá væri og við hæfi að biðja áheyr­endur Rík­is­út­varps­ins afsök­unar á óboð­legum vinnu­brögðum umræddra frétta­manna um leið og því væri heitið að óþol­andi mis­notkun á fjórða valdi Rík­is­út­varps­ins yrði ekki liðin fram­veg­is.“ 

Jón Bald­vin og Bryn­dís gefa útvarps­stjóra sjö daga frest til að bregð­ast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskor­un­inni hyggj­ast þau stefna honum fyrir rétt.„En ef þér, hr. útvarps­stjóri, kjósið að bregð­ast ekki við þess­ari áskorun okk­ar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönnum yðar, sem og við­mæl­end­um, fyrir rétt, til þess að fá meið­yrði, rang­hermi og til­hæfu­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolendum þess­arar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“

Í lok grein­ar­innar segir að þau hjónin und­ir­riti þetta opna bréf bæði þar sem ­fjöl­skyld­ur þeirra, ekki bara þau sjálf, hafi beðið óbæt­an­legt tjón af völdum „til­efn­is­lausra á­sakana, rang­hermis­ og meið­yrða í umfjöllun frétta­manna RÚV.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent