Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV

Hjónin Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram skrifa opið bréf til út­varps­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag þar sem þau gefa hon­um, starfs­mönn­um RÚV og viðmæl­end­um viku til að biðjast af­sök­un­ar ann­ars verði þeim stefnt.

Jón Baldvin Hannibalsson
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram ­gefa Magn­úsi Geir Þórð­ar­syni, útvarps­stjóra RÚV, eina viku til að draga til baka „til­hæfu­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og meið­yrði“ í þeirra garð. Verði útvarps­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggj­ast Jón Bald­vin og Bryn­dís stefna hon­um, auk starfs­mönnum hans, sem og við­mæl­end­um, fyrir rétt til þess að fá „meið­yrð­i, rang­hermi og til­hæfu­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­ar.“ Auk þess verð­i ­Rík­is­út­varp­in­u ­gert skylt að bæti „þolendum þess­arar ófræg­in­ar­her­ferð­ar“ það tjón þau hafa orðið fyrir að völdum RÚV. Þetta kemur fram í opnu bréfi Jóns Bald­vins og Bryn­dísar sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag.

Saka Sig­mar og Helga um rang­ar ­full­yrð­ing­ar og æru­meið­ingar

Í grein­inni saka hjónin dag­skrá­gerð­ar­menn­ina Sig­mar Guð­munds­son og Helga Selj­an um til­hæfu­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­meið­ing­ar, fyrst í við­tali í Morg­un­út­varp­inu Rás 2 í jan­úar og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­blað­inu þann 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. Við­talið á Rás 2 var við Al­dísi Schram, dóttur Jóns Bald­vins og Bryn­dís­ar. Þar sak­aði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauð­ung­ar­vi­stuð á geð­deild í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeld­i. Jón Bald­vin gagn­rýndi svo vinnu­brögð Sig­mars og Helga harð­lega í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu þann 7. febr­ú­ar og ­sagði það „há­al­var­legt mál“ að fjöl­mið­ill á borð við Rík­is­út­varpið bæri á borð „fals­frétt­ir“ af þessu tagi fyrir hlust­end­ur sína.

Sig­mar og Helgi svör­uðu síð­an á­sök­un­um í grein Jón Bald­vins í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 8. febr­ú­ar. Í grein­inni segja þeir að við­talið hafa átt fullt erindi við almenn­ing.  „­Blaða­menn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geð­veiki“ eða „fjöl­­skyld­u­harm­­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur stað­fest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­­skýrsl­um, lækn­is­vott­orð­um, lög­­­reglu­­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo ­sendi­ráðs­papp­ír­um. Við­talið við hana átti því fullt er­indi við al­­menn­ing og von­andi er sá tími lið­inn að hægt sé að af­greiða upp­­lif­un þeirra sem glíma við and­­leg veik­indi sem óráðs­hjal.“ 

Auglýsing

Auk þess er tekið fram í grein Sig­mars og Helga að reynt hafi verið að hafa sam­band við Jón Bald­vin fyrir birt­ingu við­tals­ins til að fá við­brögð en að sam­kvæmt grein­inni var því ekki svar­að. Frétta­menn­irnir benda einnig á að auk þess hafi því verið haldið til haga í þætt­in­um að Jón Bald­vin neiti stað­fast­­lega öll­um ásök­un­um um brot og áreitn­i. 

Telja upp dæmi um fjórtán „fals­frétt­ir“

Í bréfi sín­u ­spyrja Jón Bald­vin og Bryn­dís hvort vinnu­brögð Sig­mars og Helga stand­ist siða­reglur blaða­manna og rit­stjórn­ar­stefnu RÚV. „Frétta­menn­irnir full­yrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum við­mæl­enda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurn­ing, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúð­ur, gróu­sög­ur, ­per­sónu­níð eða aðra ill­mælgi – í útvarpi allra lands­manna? Og fá níðið nið­ur­greitt hjá skatt­greið­end­um. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarps­stjóri, sam­mála þess­ari starfs­lýs­ingu handa frétta­mönnum Rík­is­út­varps­ins?“ 

Þá greina Jón Bald­vin og Bryn­dís frá fjórtán dæmum um „fals­frétt­ir“, sem þau segja Sig­mar og Helga hafa borið á borð fyrir hlust­end­ur sína í við­tal­inu við Aldísi á Rás2. 

Sjö daga frestur til að biðj­ast afsök­unar

Að lokum skora þau á útvarps­stjóra að draga til baka allar „til­hæfu­lausu ásak­an­irn­ar“. „Í ljósi þess, sem að framan er sagt, skorum við hér með á yður, hr. útvarps­stjóri, að þér, f.h. Rík­is­út­varps­ins, dragið til baka allar þessar til­hæfu­lausu ásak­an­ir, röngu full­yrð­ingar og meið­yrði starfs­manna yðar, sem hér hafa verið til­greind og takið af tví­mæli um, að þau skuli skoð­ast sem dauð og ómerk.“

Einnig fara þau fram á að Sig­mar og Helgi hljóti „al­var­lega áminn­ingu“ og jafn­framt að áheyr­endur Rík­is­út­varps­ins verði beðnir afsök­un­ar. „Einnig væri við hæfi, að þér gæfuð áður­nefndum frétta­mönnum alvar­lega áminn­ingu fyrir gróf brot á siða­reglum Rík­is­út­varps­ins, svo sem gert er ráð fyrir í siða­regl­unum sjálf­um. Þá væri og við hæfi að biðja áheyr­endur Rík­is­út­varps­ins afsök­unar á óboð­legum vinnu­brögðum umræddra frétta­manna um leið og því væri heitið að óþol­andi mis­notkun á fjórða valdi Rík­is­út­varps­ins yrði ekki liðin fram­veg­is.“ 

Jón Bald­vin og Bryn­dís gefa útvarps­stjóra sjö daga frest til að bregð­ast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskor­un­inni hyggj­ast þau stefna honum fyrir rétt.„En ef þér, hr. útvarps­stjóri, kjósið að bregð­ast ekki við þess­ari áskorun okk­ar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönnum yðar, sem og við­mæl­end­um, fyrir rétt, til þess að fá meið­yrði, rang­hermi og til­hæfu­lausar ásak­an­ir, dæmdar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolendum þess­arar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“

Í lok grein­ar­innar segir að þau hjónin und­ir­riti þetta opna bréf bæði þar sem ­fjöl­skyld­ur þeirra, ekki bara þau sjálf, hafi beðið óbæt­an­legt tjón af völdum „til­efn­is­lausra á­sakana, rang­hermis­ og meið­yrða í umfjöllun frétta­manna RÚV.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent