Segjast heil í afstöðu sinni gagnvart lítilsvirðandi framkomu og ofbeldi gegn konum

Tveir stjórnarþingmenn, sem kusu með tillögu Miðflokks um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd, segjast leiða hjá sér söguskýringar um aðdraganda þess. Þeir geti ekki tekið því með þögn að vera ásökuð um að vera ekki heil í afstöðu gagnvart ofbeldi.

ari og líneik.
Auglýsing

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, harma það að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telji að þau séu ekki heil í afstöðu gagnvart lítilsvirðandi framkomu í garð kvenna og ofbeldi gegn þeim. Slíku sé ekki hægt að taka með þögn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þingmennirnir tveir, sem báðir sitja í umhverfis- og samgöngunefnd, hafa sent frá sér vegna greinar sem Helga Vala, sem situr einnig í nefndinni, birti á Kjarnanum fyrir skemmstu. Í greininni sagði Helga Vala að svo virtist sem þingheimi væri ómögulegt að senda skýr skila­boð út til sam­fé­lags­ins um að kyn­bundið ofbeldi og áreiti sé ólíð­andi með öllu og setti það í samhengi við það að meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi frekar stutt tillögu Miðflokksins um gera Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, að formanni hennar frekar en tillögu minnihlutans um að gera Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, að formanni hennar. „Af hverju völdu nefnd­ar­menn að styðja frekar til­lögu Mið­flokks í stað þess að standa við áður gerðan samn­ing sem og standa gegn ofbeldi?,“ spurði Helga Vala.

Auglýsing
Ari Trausti og Líneik Anna segja að þau kjósi að leiða hjá sér þá söguskýringu sem Helga Vala setti fram í greininni, um „aðdraganda þess að óumflýjanleg formannsskipti urðu í umhverfis- og samgöngunefnd eftir að hún hafði verið óstarfhæf um hríð.“ Það sé einfaldlega hluti af ábyrgð þeirra sem starfi í meirihluta á Alþingi að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig og að því vinni þau.

„Hinu sem felst í skrifum þingmannsins, þegar vel er að gáð og við getum ekki tekið með þögn, eru þau skilaboð að við séum ekki heil í okkar afstöðu þegar kemur að lítilsvirðandi framkomu í garð kvenna, hvað þá ofbeldi gegn þeim. Við hörmum það mjög að samstarfsmaður okkar á þingi, Helga Vala Helgadóttir, skuli reyna að setja okkur ómaklega í slíkt ljós.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent