Segja tillögur ríkisstjórnarinnar engan veginn mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar

Miðstjórn ASÍ lýsir verulegum vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjármálaráðherra kynnti í gær.

Miðstjórn ASÍ
Miðstjórn ASÍ
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ lýsir veru­legum von­brigðum með þau áform um breyt­ingar á skatt­kerf­inu sem fjár­mála­ráð­herra kynnti í gær. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu sem sam­bandið sendi frá sér í dag. 

„Til­lög­urnar mæta engan veg­inn kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um tekju­jöfn­un­ar- og tekju­öfl­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins og geta að óbreyttu ekki orðið grund­völlur sátta í sam­fé­lag­in­u. ­Til­lög­urnar byggja á því að létta skatt­byrði allra tekju­hópa og auka ráð­stöf­un­ar­tekjur lág­launa­fólks og banka­stjóra um sömu krónu­tölu. Stór hluti af því „svig­rúmi“ sem fjár­mála­ráð­herra telur til skatta­lækk­ana er þannig nýtt til að lækka skatta á tekju­hæstu hópana þvert gegn því sem kallað er eftir í sam­fé­lag­in­u,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Enn fremur kemur fram að engin áform sé að sjá um að auka eigi stuðn­ing við barna­fjöl­skyldur og end­ur­reisa vaxta­bóta­kerfið og full ástæða sé til að ótt­ast að stór hluti skatta­lækk­un­ar­innar verði tekin aftur með enn frek­ari tekju­skerð­ingum í barna- og vaxta­bóta­kerf­inu.

Auglýsing

„­Stjórn­völd virð­ast ekki ætla að styrkja aðra tekju­stofna rík­is­ins sam­hliða breyt­ing­unni s.s. með upp­töku hátekju­skatts, auð­legð­ar­skatti, hækkun fjár­magnstekju­skatts eða afgjaldi fyrir auð­linda­nýt­ingu. Breyt­ingin mun því þýða að minna verður til ráð­stöf­unar til brýnna úrbóta, t.d. í vel­ferð­ar­kerf­inu og í sam­göngu­mál­um.

Launa­fólk mun aldrei sætta sig við skatt­kerf­is­breyt­ingar sem það borgar sjálft fyrir með veik­ara vel­ferð­ar­kerfi, verri innviðum og auknum nef­skött­um. Slík stefna hefur verið við­höfð um langt skeið og kemur alltaf verst niður á þeim tekju­lægstu. Launa­fólk vill sann­gjarnt skatt­kerfi sem eykur jöfnuð og fjár­magnar vel­ferð,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent